Samt hefur ekkert hlýnað á jörðinn í 10-15 ár

Þrátt fyrir sívaxandi innihald koltvísýrings í andrúmslofti hefur ekkert hlýnað á jörðinni síðustu 10-15 árin. Það ætti að blasa við hverjum hugsandi manni að það hljóta að vera einhver önnur náttúruöfl sem hafa meiri áhrif en losun koltvísýrings. Margir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að breytingar í geislun og sérstaklega í segulsviði sólar vegi miklu þyngra í áhrifum á loftslag jarðar.

 


mbl.is Koltvísýringur í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég allavega bíð ennþá eftir að hér vaxi vínviður og annar gróður sem nú þrífst í mið Evrópu en óx hér forðum. Einnig gæti orðið gaman þegar hægt er að rækta hér korn eins og víkingarnir gerðu sem ekki hefur verið erfðabætt til að þola norðlægar slóðir eins og nú er gert. Og það verður spennandi að sjá hvort merki um forfeður okkar komi í ljós þegar jöklar hopa að þeim mörkum sem þeir voru fyrir 11 hundruð árum síðan.

SonK (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 21:02

2 identicon

Eru ekki íslendingar mestu mengunarvaldar norðursinns?

Brennisteinn og koltvísýringur vellur og sprautast upp úr jörðinni allann sólahringinn allt árið og mengar út frá sér endalaust, enda hafa verulegar veðurfarsbreytingr orðið á Íslandi síðust áratugina.

Þetta er athyglisver, eða hvað?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 21:28

4 identicon

Ó jú Finnur það hefur sko víst hlýnað. Þrettan heitustu ár sögunnar eru öll á síðustu 15 árum. Að sjálfsögðu grænka sum svæði Loftur þegar hitnar, en önnur skrælna. Svo súrna heimshöfin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2011/11/29/heitustu_ar_sogunnar/

Þorsteinn (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 01:22

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er frekar haldlítið að vitna í gamla Moggagrein, Þorsteinn. Það hefur lítil sem engin hlýnun orðið á jörðinni í 15 ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 02:17

6 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Víst hafa síðustu 15 ár verið hlý. Því mótmælir enginn. Það sem er sérstakt í ljósi þessarar koltvísýringsumræðu er að þau hafa verið álíka hlý, þrátt fyrir samfellda aukningu á koltvísýringi allan tímann.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2013 kl. 02:23

7 identicon

Sel það svo sem ekki dýrara en ég keypti , en ef eitthvað er að marka línuritið sem kræjan hér að neðan vísar í þá hefur hvorki  hluttfallslegt magn koltvísýrings í andrúmslofti jarðar eða eða meðalhitastig ekki  verið verð lægra en á okkar svokallaða sögulega tíma síðan fyrir 300 milljón árum eða svo

http://www.google.com/imgres?imgurl=http://www.acceleratingfuture.com/michael/blog/images/co2-levels-over-time.jpg&imgrefurl=http://www.acceleratingfuture.com/michael/blog/2010/03/atmospheri-co2-levels-over-geologic-time/&h=417&w=640&sz=52&tbnid=PC_3KP4apAWQGM:&tbnh=78&tbnw=120&prev=/search%3Fq%3Datmospheric%2Bco2%2Blevels%2Bover%2Bgeologic%2Btime%26tbm%3Disch%26tbo%3Du&zoom=1&q=atmospheric+co2+levels+over+geologic+time&usg=__z-ys-DpIxla7mB3ozmNZHDcd_xY=&docid=MyG-0AAtr6IjfM&sa=X&ei=EKuNUdzKIoPR0QW65IDYBQ&ved=0CEoQ9QEwAw&dur=2552

Sigurbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 02:32

8 identicon

Það klikkaði hugsanlega eiithvað í innsetningunni á krækjunni sem ég ætlaði að setja inn í fyrri athugasemd , hún lítur allavega út fyrir að vera allt og löng , hér er er krækjan aftur vonandi óbrengluð:
http://www.acceleratingfuture.com/michael/blog/2010/03/atmospheri-co2-levels-over-geologic-time/

Sigurbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 02:39

10 identicon

2012 broke U.S. heat records

http://edition.cnn.com/2013/01/08/us/extreme-weather

Þorsteinn (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 10:52

11 identicon

Það er frekar tilgangslaust að vera að miða við árið 1998 sem eitthvað meðalár því það var það engan veginn. Þetta ætti Finnur að vita.

Hér eru gögn frá gervihnattamælingum frá Roy Spencer.

http://www.drroyspencer.com/latest-global-temperatures/

Þorsteinn: Hitamet í BNA eru ekki til umræðu hér.

Sigurbjörn: Lega meginlanda var líka allt önnur fyrir 300 milljón árum síðan og fyrr. Það er frekar tilgangslaust að vera að skoða samsetningu lofthjúpsins þá og bera hann saman við það sem er í dag þar sem eiginlega er varla um sömu "jörð" að ræða. Sjávarstraumar, sjávarhæð og meginlönd voru allt önnur en þau eru í dag.

Getur lesið þér til um það hér:

http://www.scotese.com/earth.htm

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:49

12 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég horfði á línuritið hans Spencers. Ég gat ómögulega lesið neitt annað úr því að það hefði verið merkjanlegra hlýrra eftir 2000 en fyrir 2000. Mikið ímyndunarafl þarf til lesa út úr grafinu ákveðin merki um hlýnun eftir 2000. Sem passar engan vegin við að aukið magn koltvísýrings allan þennan tíma ætti að valda aukinni hlýnun.

Ég þekki alveg þessa umræði að það verði að horfa til lengra tímabils til að sjá áhrif koltvísýringsins. Þessi umræða er síðan oft af hálfu sömu aðila sem rjúka til þegar hitamet er slegið einhvers staðar og benda á hlýnun af mannavöldum.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2013 kl. 14:26

13 identicon

Gjörðu svo vel Finnur, hérna eru tölur handa þér svo þú þurfir ekki að treysta á sjónina.

http://en.wikipedia.org/wiki/Instrumental_temperature_record#Warmest_decades

Hér er síðan listi í símaskránni yfir augnlækna í Reykjavík.

http://ja.is/augnlaeknar-reykjavikur/ 

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 17:46

14 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Skynvillan sem ég og gríðarlegur fjöldi annarra einstaklinga er að sjá er hlýnun fram undir 1945, nokkuð samfelld kólnun til 1975, aftur hlýnun fram undir 2000 og lítil sem engin breyting eftir það.

Þetta er almennt viðurkennd túlkun á þeim mælingum sem eru til. Meira að segja af hálfu þeirra sem trúa á hlýnun af mannavöldum. Síðan koma ýmsar eftiráskýringar til að skýra misræmið við vaxandi magn koltvísýrings allan tímann. T.d. ryk í andrúmslofti sem átti að valda kólnun.

Mér finnst trúverðugri skýringar þeirra vísindamanna sem vilja telja sólina sem orsakavald í þessu misræmi sem segir okkur það líka að áhrif manna eru hverfandi miðað við áhrif sólarinnar.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2013 kl. 18:42

15 identicon

Hitastigið hefur reyndar hækkað á jörðini síðan 2000 það hefur bara ekki hækkað verulega í andrúmsloftinu. Rúmlega 70% yfirborðs jarðar er þakið sjó og sjórin tekur við rúmlega 90% af allri hlýnun jarðar.

Hvað varðar sólina þá höfum við verið að mæla það magn orku sem við fáum frá sólini síðan 1978 og það magn orku hefur verið stöðugt*.

Það sem mér finnst athyglisvert við skrif þín hér er að "hundruðir vísindamanna" aðhyllast það að sólin sé sökudólgur þess að jörðin er að hittna. Það er búið að gera könnun á þessu meðal vísindamanna og niðurstaðan var sú að yfirþyrmandi hluti virkra vísindamanna töldu hnatthlýnun vera mest megnis af mannavöldum. http://tigger.uic.edu/~pdoran/012009_Doran_final.pdf

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 20:20

16 identicon

Gunnlaugur: Er hitni í nánast heilli heimálfu ekki til umræðu hér?

En óháð hvort það er að hitna eða ekki þá er súrnum hafsins staðreynd og þar er aukið CO2 eina orsökin. Kóralrifin að hverfa og ýmsar stórtækar breytingar á lífriki hafsins.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 20:57

17 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Vísindin eru ekki lýðræðisleg. Yfirþyrmandi meirihluti virkra hagfræðinga taldi árið 2007 ekki hættu á efnahagshruni. Hrunið kom samt.

Það er annars áhugavert eins og þú ýjar að að það er áberandi hvað efasemdir meðal eldri vísindamanna eru meira áberandi en þeirra yngri. Þeir eldri eru ekki lengur í þeirri stöðu að þurfa að sækja styrki til opinberra aðila sem vilja ekki heyra minnst á efasemdir.

Ég sagði aldrei að breytingar í orkumagni frá sólu skýrðu allar hitabreytingar á jörðinni undanfarið. Segulsviðbreytingar sólu eru hins vegar mun meiri og í samspili við gammageisla og skýjamyndun jarðar telja ýmsir vísindamenn sig hafa fundið mun sterkari orsakavald þar í hitabreytingum jarðar en koltvísýringslosun.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2013 kl. 21:02

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hitastig á jörðinni hefur hækkað (m.a. fer mest af núverandi hlýnun í höfin, eins og Þorsteinn bendir réttilega á) og það er lítið að marka sérvalin tímabil eins og Finnur gerir hér enn eina ferðina...hér undir má sjá fróðlegt línurit sem sýnir munin á því hvernig "efasemdamenn" sjá hlýnunina, borið saman við hvernig raunsæis menn sjá hlutina:

 

Nánar t.d. Íslenskar “efasemdir” um hnatthlýnun af mannavöldum rækilega skjalfestar

Það er ekkert nýtt í þessum gagnrýnislausu "efasemdum" sem Finnur setur fram - enn og aftur

Meira lesefni má finna á loftslag.is:

Sagan
- Áhrif CO2 uppgötvað
Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
- Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
Grunnatriði kenningarinnar
- Mælingar staðfesta kenninguna
Loftslag framtíðar

Alltaf gott að kynna sér málin Finnur...

PS. Og svona í tilefni af því að Finnur nefnir sólina til sögunnar - sjá Mýtuna - Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 21:07

19 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sat ráðstefnu hjá Hafrannsóknastofnun í vetur. Marg fróðlegt sem kom þar fram en þar stóð nú samt upp úr að þeir sem vinna með vatnsmassa jarðarinnar sjá ýmsar breytingar á flutningi varma um heimshöfin. Án þess þó að þær breytingar séu svartnætti og dauði.

Hjákátlegast var þó að sjá línurit yfir koltvísýrings magn í lofthjúpnum og hvernig hann hefur breyst í gegnum ár milljónirnar. Flöt lína þar til byrjað var að mæla hann og stöðugt ris síðan.

Sjá hér sirka um miðjan glærupakka: http://www.hafro.is/rad-vedur13/glaerur/JonOlafsson-surnun.pdf

Hér er greinilega ekkert að gerast frá því að jörðin var til þar til 1980.

Hvaða vitiborni maður trúir þessari vitleysu?

Sindri Karl Sigurðsson, 11.5.2013 kl. 21:18

20 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það er engin leið að leggja mat á kenningar um hlýnun af mannavöldum án þess að velja sér eitthvað tímabil til að bera saman kenningarnar og raunveruleikann. Meira að segja Sveinn Atli kemst ekki hjá því.

Mín niðurstaða eftir að hafa fylgst með þessum umræðum vísindamanna síðustu 10 ár eða svo er að kenningar um hlýnun af mannavöldum standist ekki skoðun. Einn virtast veðurfræðingur Íslendinga Þór Jakobsson, hefur nefnt opinberlega að hann telji ca. 10% af hlýnun stafa af mannavöldum.

Við Sveinn Atli höfum báðir kynnt okkur málið, við komumst hins vegar að mismundandi niðurstöðu.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2013 kl. 21:22

21 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Afsakið að ég fór ekki alveg rétt með eftir minni. Þór nefndi töluna 10-15%. Trausti Jónsson veðurfræðingur vildi í sömu grein ekkert fullyrða, taldi óvissuna of mikla.

Sjá: http://finnur.blog.is/blog/finnur/entry/253870/

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2013 kl. 21:34

22 identicon

Nei, vísindi eru ekki lýðræði, þau eru meira "meritocrazy" en annað. Þær hugmyndir sem hafa mesta magnið af sönnunum á bakvið sig vinna, þangað til að önnur hugmynd um sama efnið kemur upp sem passar betur við sannanirnar og þá vinnur hún. Þetta endurtekur sig síðan endalaust.

Þú ert semsagt að segja að þúsundir vísindamanna sem sérhæfa síg í loftslagi jarðarinnar eru búnir að einsetja sér að ljúga að almenningi til að halda vinnuni og engin þeirra hefur komið fram og viðurkennt það? Sprengdi CIA kannski world trade center líka?

Hann Sveinn kemur með link í ýtarlega grein með öllum þeim mótrökum sem þú ættir að þurfa í til þess að hætta að íhuga gammageisla sem líklegan orsakavald. Linkurin var "Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar"

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 21:54

23 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Mikill fjöldi vísindamanna getur haft rangt fyrir sér án þess að ætla sér að ljúga, þetta þarf ekkert að vera flóknara en það. Ekki dettur mér í hug að það hafi verið lygasamsæri fjölda hagfræðinga að halda því fram að við gætum ekki lent í heimskreppu.

Sama gildir um loftslagsfræði. Ýmsir loftslagsfræðingar og sérfræðingar í tengdum greinum hafa reyndar verið með miklar efasemdir. Svo hundruðum skiptir ef ekki þúsundum.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2013 kl. 22:17

24 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Annað dæmi um mikinn fjölda vísindamanna á villigötum a.m.k. siðferðilega er fræðigrein sem á ensku heitir "eugenics" eða mannakynbætur.

Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Eugenics

Þessi grein var stunduð í virtum háskólum á Vesturlöndum fram að seinni heimstyrjöld. Nú er þetta almennt talin vera pólitísk falsvísindi. Því miður er allt of mikið af því sem kallað er vísindi í loftslagsfræðum litað af pólitík.

Þekkt dæmi um pólitík í loftslagsvísindum er Margaret Thatcher heitinn, sem kom á fót Hadley veðurfarsrannsóknamiðstöðinni á Englandi sem nú er ein helsta stoð IPCC loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hennar forsögn þegar miðstöðinni var komið á fót, var að sýna fram á að koltvísýringslosun af mannavöldum væri valdur að hættulegri hlýnun andrúmsloftsins. Það hentað henni einfaldlega í pólitískri baráttu við kolanámumenn þess tíma.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2013 kl. 22:29

25 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er gagnstætt vísindafræðinni að trúa á sínar skoðanir ekki satt?

þar af leiðandi þá er ljóst að allir loftslagsfræðingar hljóta að efast um skoðanir þeirra sem halda því fram að jörðin sé að verða óbyggileg vegna hlýnunar. Þeir eru varla vísindamenn annars er það?

Sindri Karl Sigurðsson, 11.5.2013 kl. 22:33

26 Smámynd: Samstaða þjóðar

Hvað sem menn ólátast, þá liggur fyrir að ekki hefur verið sýnt fram á að nokkuð samband sé á milli aukins lífsanda (CO2) í andrúminu og hlýnunar. Fylgni-greining á mjög gömlum gögnum (proxy mæling) hefur þvert á móti sýnt fram á, að hlýnun hefur komið á undan auknum lífsanda.

 

Eins og Finnur hefur nefnt, þá er aukning lífsandans jöfn og stígandi, en sveiflast að vísu eftir árstíðum. Hins vegar hefur meðal-hitastig staðið í stað síðustu 15 árin. Fyrir 6 árum, 2007 var mér þessi staðreynd ljós og skrifaði ég nokkrar greinar um þá skoðun.  Mælingar þessi síðustu ár hafa sannað það sem mér var orðið ljóst 2007.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 11.5.2013 kl. 22:46

27 identicon

Ég veit ekki hvaðan Loftur Altice hefur sínar upplýsingar um tengsl koltvísýrings og hlýnunar eða öllu fremur um hinn meinta sambandsskort en það mætti kannski benda honum á t.d. þessa grein svona sem dæmi.

http://www.skepticalscience.com/human-fingerprint-in-global-warming.html

Árið 2007 var alveg ljóst að árið 1998 var frávik hitafarslega séð og það er alveg jafn ljóst í dag. Það að vera að einblína á þetta ár kallast á ensku "cherry picking". Ég er hinsvegar mjög efins um að ég sé að flytja Lofti fréttir þar sem honum hlýtur að vera þetta fullljóst.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 23:26

28 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Persónulega hallast ég að því að jörðin og sólin hafa "árs"tíðir sem eru lengri en þetta sem við þekkjum, þ.e. 1 hringur í kringum sólina. Að bera saman nokkra tugi ára er svo lítill skali að það er næstum eins og að bera saman hitann yfir 1 ár og tala um hlínun af mannavöldum þegar horft er frá miðjum vetri fram í mitt sumar.

Hér eru menn sem eru búnir að setja upp rit sem sýnir meðal hita seinustu 2000 árin.

http://www.worldclimatereport.com/index.php/2008/02/11/a-2000-year-global-temperature-record/

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.5.2013 kl. 23:30

29 identicon

"Það er annars áhugavert eins og þú ýjar að að það er áberandi hvað efasemdir meðal eldri vísindamanna eru meira áberandi en þeirra yngri. Þeir eldri eru ekki lengur í þeirri stöðu að þurfa að sækja styrki til opinberra aðila sem vilja ekki heyra minnst á efasemdir." --Finnur Hrafn Jónsson, 2013

Þessi málsgrein að ofan virðist sýna þá skoðun þína að þessir yngri vísindamenn hagræði niðurstöðum sínum til að fá styrki.

Hagfræði er slæmt dæmi þar sem hagfræðingar eru félagsvísindamenn og þar að leiðandi ekki undir sömu kröfum um sannanir og raunvísindamen.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 03:30

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef eiginlega ekki nennt að taka þátt í umræðum um þessi mál nokkuð lengu undanfarið, enda fara þær nánast strax yfir í deilur sem engu vitrænu skila.

Ég gjóa þó af og til augunum á helstu hitaferla, hafísferla, sólvirkniferla, o.s.frv., en það er bara af forvitni.

Vilji maður skoða og leika sér að hitaferlum þá er kjörið að nota vefinn Wood for Trees.  Þar getur maður einmitt séð skóginn fyrir trjánum. Þessi vefur er meira og minna beintengdur við helstu gagnasöfn og er þar auðvelt að skoða hina ýmsu ferla, leggja leitnilínur og velta vöngum.

Vefurinn er rekinn af Paul Clark sem kallar sig " a British software developer and practically-oriented environmentalist and conservationist".

Tilgangurinn með vefnum er að auðvelda mönnum að leita svara við:

  • Has the Earth got warmer recently?
  • Is it still getting warmer?
  • Is CO2 the only explanation for what has happened?
  • Are there solar cycles involved?
  • Are there other influences we don't understand yet?
  • If so, how much do they account for?
  • What is likely to happen next?

Ef okkur langar til að skoða hitaferla þá er t.d. hægt að raða þeim svona upp eins og einhver hefur gert fyrir okkur: Sjá hér.

Þarna er búið að smala saman öllum helstu hitaferlum og leggja línur með því skilyrði að það séu lengstu leitnilínur eða trend-línur (best fit) sem ekki sýna hækkun.  Þarna getum við e.t.v. áttað okkur á hvort fyrirsögn þessa pistils Finns "Samt hefur ekkert hlýnað í 10-15 ár" sé réttmæt.

(Eigandi Wood for Trees óska eftir að þeir sem nota vef hans láti smáaura rakna til verndunar breskra  skóga).

Ágúst H Bjarnason, 12.5.2013 kl. 07:20

31 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo er rétt að bæta því við að svona stuttar leitnilínur eru mjög næmar fyrir gildunum í byrjun og lokin.  Það er þó auðvelt að fikta og prófa sig áfram, og velta hlutunum fyrir sér.  Svo má maður ekki falla í þá gryfju að vera að eltast við einhverjar ómarktækar milligráður og deila um keisarans skegg.

Það er þó lang einfaldast og auðveldast að bíða rólegur í svosem áratug og fylgjast með framvindunni. 



Ágúst H Bjarnason, 12.5.2013 kl. 07:34

32 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Takk Ágúst fyrir ábendinguna um hlekkinn til Clarks. Hann hefur þarna útbúið ágætis græju til að skoða helstu hitaferlana sem eru í umræðunni þessi árin. Það blasir við ef horft er á ferlana hjá honum að það er ekki að sjá nein ákveðin merki um hlýnun síðustu 10-15 árin. Hins vegar er mikið flökt í mælingunum sem bendir ákveðið til þess að eitthvað annað en koltvísýringur sé að hreyfa hitann upp og niður.

Koltvísýringurinn er jafnt og þétt á leiðinni upp þó hann sé í raun lítill ef skoðað er aftur í tímann í sögunni.

Að sjálfsögðu er hægt að skoða lengra tímabil t.d. 40 ár og komast að þeirri niðurstöðu að lítil eða engin hækkun undanfarin 10-15 ár sé bara flökt á ferli sem samt sé á uppleið.

Ef enn lengra tímabil er skoðað má líka sjá að við erum á leið inn í ísöld þar sem þessi hlýnun er bara flökt á kúrfu sem er í raun á leiðinni niður.

Til viðbótar má svo nefna að ýmsir hafa gert athugasemdir við forvinnslu gagnanna sem Clark er að birta gröfin úr. Ýmsar lagfæringar þarf að gera á frummæligögnum áður hægt er að setja fram niðurstöður með hitaferlum. T.d. leiðrétta mæliskekkjur vegna borgaráhrifa og ýmislegt fleira. Færð hafa verið rök fyrir því að óheppilegt sé að sömu aðilar sjá um úrvinnslu frumgagna og sjá síðan um um líkanasmíði byggða á þeim.

Finnur Hrafn Jónsson, 12.5.2013 kl. 12:22

33 Smámynd: Samstaða þjóðar

Gunnlaugur vísar á texta eftir John Cook, sem er “Climate Communication Fellow for the Global Change Institute at the University of Queensland.” John bendir sjálfur á, að hann er ekki sérfróður um veðurfar, en það gerir hann auðvitað ekki vanhæfan til að hafa skoðun á málinu.

Það merkilega við ritsmíðina eftir John Cook, er að hún sannar það sem ég, Finnur og fleirri halda fram. Ekki liggur fyrir nein tengsla-greining á aukningu lífsanda sem er stöðug frá ári til árs og breytinga á hitastigi í andrúminu, á síðustu öldum.

Ástæðan er auðvitað sú, að ekkert samband er fyrir hendi. Ef það væri fyrir hendi, þá hefðu hinir fjölmörgu “vísindamenn” ,sem hafa atvinnu af að segja fólki tröllasögur, verið fljótir að sanna sitt mál, með tengsla-greiningu.

Í stað röksemda fyrir því að aukinn lífsandi valdi auknum hlýindum, reynir John Cook að leiða athyglina frá því sem skiptir máli og til þess sem eru aukaatriði (human fingerprints) í þessu sambandi. Sem dæmi um ófærurnar sem hann lendir í má benda á eftirfarandi ummæli:

»Another human fingerprint can be found by looking at temperature trends in the different layers of the atmosphere (gufuhvolf). Climate models predict that more carbon dioxide should cause warming in the troposphere (veðrahvolf) but cooling in the stratosphere (heiðhvolf). This is because the increased "blanketing" effect in the troposphere holds in more heat, allowing less to reach the stratosphere. This is in contrast to the expected effect if global warming was caused by the sun which would cause warming both in the troposphere and stratosphere. What we observe from both satellites and weather balloons is a cooling stratosphere and warming troposphere, consistent with carbon dioxide warming:«

Þótt þessar hugleiðingar hjá John Cook, geti hugsanlega verið réttar, þá er þetta “fingerprint” án merkingar. Þótt hlýni og kólni uppi í gufuhvolfinu, þá varðar það ekki viðfangsefnið, ef ekki er hægt að sýna fram á tengsl magns lífsanda í andrúminu og hitastigs. Ef Gunnlaugur getur ekki bent á betri gögn en það sem John Cook býður upp á, þá er mín niðurstaða sú að þeir félagar fara með fleipur.

Loftur Altice Þorsteinsson.

  

Samstaða þjóðar, 12.5.2013 kl. 15:49

34 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Finnur, það er ekki rétt hjá þér að halda því fram að ekkert hafi hlýnað á jörðinni síðustu 10-15 ár - nema þú haldir þig eingöngu við andrúmsloftið.

Efasemdamenn beina gjarnan sjónum sínum að tveimur atriðum, eins og kemur fram hér í umræðunni. Annars vegar að andrúmsloftið hefur lítið sem ekkert hlýnað síðasta áratug, þar af leiðir að hnattræn hlýnu eigi sér ekki stað; hins vegar halda þeir sumir því fram að ekkert samhengi sé sannað milli koltvísýrings og hlýnunar (t.d. Loftur Altice hér fyrir ofan). Skoðum hvert atriði fyrir sig.

Rúm 90% af sólarorku sem fellur á jörðina fellur á höfin. Restin fer í upphitun yfirborðs, bráðnun íss og upgufun af yfirborði, og að lokum eru c.a. 2,5% af orkunni sem fara í að hita andrúmsloftið.

Atlantshafið hitnar við miðbaug vegna sólarorku sem fellur þar, Golfstraumurinn flytur þennan hita norður eins og allir vita. Sá varmaflutningur breytist lítið sem ekkert milli ára (þó er rétt að benda á NAO sveifluna sem Þór Jakobsson á heiðurinn af).

Lang stærsti hluti sólarorkunnar fellur á Kyrrahafið og þar eru straumar alls ekki jafn stöðugir og í Atlantshafi. Sum árin flytja þeir meiri varmaorku niður í djúpin en þeir sleppa frá sér, sum ár er varmaflutningurinn hlutlaus, sum ár er flutningurinn jákvæður - hafið losar sig við uppsafnaða orku.

Þessi sveifla kallast ENSO sveiflan og síðustu 10-15 ár hefur hún verið áberandi neikvæð að meðaltali, þ.e.a.s. Kyrrahafið hefur að jafnaði flutt varmaorku niður í djúpin þar sem hún virðist safnast upp. Síðasta ár, 2012, var einmitt áberandi neikvætt í þessu samhengi og hefði því átt, að öðru jöfnu, að vera í kaldara lagi. Veðurfarsfræðingum þykir það víst mikið undrunarefni að svo var ekki.

Árið 1998 voru straumar í Kyrrahafinu áberandi jákvæðir enda það ár eitt það hlýjasta sem mælst hefur. Ef við gefum okkur að Kyrrahafið sé núna að safna í sig varmaorku (eins og yfirborðsmælingar benda til) þá gætum við fyrr eða síðar átt von á viðsnúningi með áberandi hlýrra andrúmslofti en undanfarinn áratug.

En er varmaorka að safnast í höfin? Það hefur reynst erfitt að mæla þessa uppsöfnun þar sem mælingar eru fáar og strjálar og ná flestar ekki nema niður í 700-2000 metra dýpi (meðaldýpi úthafanna er 4 km). Mælingar benda til að því neðar sem farið er, því meiri hefur hlýnun sjávar verið undanfarinn áratug.

En það er hægt að mæla hlýnun sjávar beint, höfin eru sinn eiginn hitamælir, þau þenjast út við hlýnun. Og útþensla heimshafanna hefur ekki hægt á sér, hún hefur þvert á móti verið nokkuð stöðug síðasta áratug og frekar bætt í en hitt.

Stöðug útþensla heimshafanna segir manni að þau séu að hlýna. Lítil hlýnun i efstu lögum segir manni að uppsöfnun varmaorku eigi sér stað á miklu dýpi. Þar sem mun meiri orku þarf til að þenja út djúpsjó en yfirborðssjó er rökrétt að álykta að orkusöfnun hafi aukist síðasta áratug miðað við jafna sjávarstöðuhækkun.

Nýjustu fræðigreinar hafa beint sjónum sínum að nákvæmlega þessu atriði og vísbendingarnar eru fjölmargar: Höfin fara hratt hlýnandi, aðallega í undirdjúpunum, og magn orku sem bætist í höfin fer vaxandi ár frá ári. Niðurstaðan er sú að gróðurhúsaáhrifin hafi verið mun öflugri síðasta áratug en áratuginn á undan - þrátt fyrir að andrúmsloftið, sem telur um 2,5% af orkuhringrásinni, hafi haldist stöðugt.

Varðandi hvort koltvísýringur valdi hlýnun þá er eðlisfræðin bak við kenninguna mjög traust. Þau 90% af orku sólar sem fellur á höfin fer í að hita upp efstu örfáu metrana. Hafið losar sig við þessa orku aftur, en hægar en hún kemur inn. Varmalosunin á sér stað með uppgufun, snertingu við kaldara loft og útgeislun. Síðastnefnda atriðið er mikilvægast í þessu samhengi, megnið af geisluninni skilar sér beint út í geim en gróðurhúsalofttegundir fanga hluta af geisluninni og endurgeisla í allar áttir, m.a. niður á við. Vatnsgufa er hér stærsti einstaki þátturinn, en koltvísýringur talsvert minni.

Spurningin er hvað gerist ef koltvísýringsmagn eykst. Búast má við hlýnun beint af auknu magni koltvísýrings, en ef sú hlýnun veldur aukningu á vatnsgufu þá verður hlýnunin talsvert meiri. Ef aukning vatnsgufu veldur aukinni skýjamyndun gæti það á móti dregið úr hlýnun, þar er í raun eini stóri óvissuþátturinn í fræðunum - hlutverk skýja er ekki að fullu ljóst.

Hinir þættirnir - virkni vatnsgufu, koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda - er óumdeilt meðal veðurfarsfræðinga (með einni eða tveimur undantekningum).

Aðrir þættir geta valdið hitabreytingum, t.d. geislun sólar, fjarlægð til sólar og halli jarðar. Fyrsta atriðið, geislun sólar, hefur ekki aukist síðustu aldir svo vitað sé. Reyndar hefur geislun verið ívið minni síðustu nokkra áratugi en áratugina á undan.

Hinir tveir þættirnir, fjarlægð til sólar og halli jarðar, breytist jafnt og þétt (svokallaðar Milankovich sveiflur) og valda t.d. ísöldum. Hlýskeið á ísöld verða vegna aukinnar sólargeislunar, koltvísýringsmagn eykst þess vegna eftir að hlýnun hefst (eins og margir hafa bent á). Samkvæmt Milankovich sveiflunni ættum við að búa við mun kaldara loftsslag en reyndin er, og næsta ísöld ætti þegar að vera farin að kræla á sér (í jarðfræðilegum skilningi - þ.e.a.s. á næstu nokkrum þúsund árum).

Allt í allt er erfitt að horfa framhjá því að veðrakerfi jarðar innihalda mum meiri hitaorku en þau ættu að gera að öðru jöfnu, og að uppsöfnun hitaorku á sér stað í sívaxandi mæli. Eina haldbæra skýringin er aukning koltvísýrings.

Samt er það svo að margir munu halda áfram að efast, við getum aldrei vitað hvað gerist fyrr en en eftirá.

Brynjólfur Þorvarðsson, 13.5.2013 kl. 06:48

35 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Loftur virðist upptekinn af því að ekki sé hægt að sýna tengsl milli koltvísýrings ("lífsanda") og hlýnunar. Ekki veit ég hvaðan hann hefur orðið "lífsandi" í þessu samhengi, persónulega finnst mér það ekki passa, við drögum lífsanda (súrefni) og öndum frá okkur koltvísýringi.

Ég er heldur ekki viss um hvað hann meinar með "tengslagreiningu". Orsakasamhengið milli koltvísýrings (og annarra gróðurhúsalofttegunda) annars vegar og hitastigs í andrúmslofti hins vegar er vel staðfest. Er Loftur að efast um þetta orsakasamhengi? Þar er um vel staðfesta eðlis- og efnafræði að ræða, nokkuð sem erfitt er að draga í efa.

Sama eðlisfræði spáir fyrir um afleiðingar aukningar koltvísýrings sem hægt er að mæla beint, t.d. aukningu í varmageislun við yfirborð sem og dreifingu hitans í gufuhvolfi, eins og John Cook virðist benda á. Þegar eðlisfræðilegt orsakasamhengi er vel staðfest og spáir fyrir um ákveðnar afleiðingar sem síðan reynast mælanlegar þá er lítið svigrúm til að efast.

Mér vitanlega efast enginn veðurfarsfræðingur um eðlisfræðina sem að baki býr. En menn deila um hversu mikil hlýnunin verður í veðrakerfinu af tiltekinni aukningu koltvísýrings - þar er það fyrst og fremst vatnsgufa sem spilar stórt hlutverk, eins og ég benti á í síðustu langloku.

Eða er Loftur að tala um tölfræðilega fylgni milli koltvísýrings og hlýnunar? Sú tölfræðilega fylgni er vissulega til staðar. Koltvísýringur hefur hækkað verulega, hitastig hefur hækkað verulega. En Loftur (og fleiri) virðast krefjast þess af andrúmsloftinu að hitastig þess fylgi koltvísýringsmagni ár frá ári. Slík krafa er auðvitað barnaleg, sérstaklega í ljósi þess að andrúmsloftið er afskaplega lítill hluti veðrakerfisins.

Hins vegar má vel krefjast þess að heildar varmauppsöfnun í veðrakerfinu fylgi aukningu koltvísýrings í andrúmslofti. Enda sýna mælingar undanfarinna ára sýna svo ekki verður um villst að höfin fara hratt hlýnandi, einkum á miklu dýpi.

Ef Loftur er að benda til jarðsögulegrar fylgnin milli koltvísýrings og hitastigs þá er sú fylgni einnig nokkuð vel staðfest. Jafnvel þótt hlýskeið og kuldaskeið ísaldar orsakist af Milankovich sveiflum þá eykst koltvísýringur með hlýnandi veðurfari og veldur miklu meiri hlýnun en breytingar í sólarorku einar og sér gætu leitt af sér.

Þegar litið er lengra aftur i tímann er ljóst að þessar tvær breytur fylgjast fast að - hitastig andrúmslofts og magn koltvísýrings. En engum hefur dottið í hug að halda því fram að hvert ár fyrir sig, eða hver áratugur fyrir sig, geti ekki sýnt talsverða sveiflu út frá meðaltali.

Ef Loftur er að meina eitthvað allt annað með "tenglsagreiningu" þá mætti hann vel útskýra það.

Brynjólfur Þorvarðsson, 13.5.2013 kl. 09:05

36 identicon

"Höfin fara hratt hlýnandi, aðallega í undirdjúpunum, og magn orku sem bætist í höfin fer vaxandi ár frá ári. Niðurstaðan er sú að gróðurhúsaáhrifin hafi verið mun öflugri síðasta áratug en áratuginn á undan - þrátt fyrir að andrúmsloftið, sem telur um 2,5% af orkuhringrásinni, hafi haldist stöðugt."(sic)

Kolefniskirkjutrúboðar reyna nú í örvæntingu að finna skýringar á þrákelkni náttúrunnar sem virðist neita að beygja sig undir kennisetningar trúboðanna um áhrif CO2 á andrúmsloft jarðar.

Það jákvæða við stöðuna er að fylgendur Al Gore eru farnir að viðurkenna þá staðreynd að hnatthitastig hefur ekkert hækkað sl. 15 ár og mun fyrirsjánlega ekki hækka fram til 2017, ef marka má nýjustu spálíkön bresku veðurstofunnar.

Þá verður auðvitað að spinna upp nýjan lygavef. Nú heitir það að 80 - 90% af hitnun jarðar (CO2 áhrif að sjálfsögðu!) á sér stað í úthöfunum - og það helst á svo miklu dýpi að ómögulegt er að mæla það!

Ef við höldum okkur við það dýpi sem sannarlega hefur verið fylgst með - að takmörkuðu leiti - þá erum við að tala um 0 - 700 m.

Nýjustu rannsóknir sýna að engin hitaaukning hefur átt sér stað í úthöfunum á þessu dýpi frá aldamótum! (http://wattsupwiththat.com/2013/02/25/fact-check-for-andrew-glickson-ocean-heat-has-paused-too/) og (http://adonis49.wordpress.com/2013/04/04/upper-ocean-heating-up-how-this-phenomenon-was-measured/)

Brynjólfur Þorvarðarson mætti vel reyna að útskýra það :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 16:34

37 Smámynd: Samstaða þjóðar

Brynjólfur, tengsla-greining er stærðfræðileg greining á tengslum tveggja eða fleirri breytna. Hér erum við annars vegar að tala um meðal hitastig í andrúminu, í staðlaðri hæð frá jörðu og hins vegar magn lífsanda (CO2). Við vitum að magn lífsanda sveiflast reglubundið eftir árstíðum og því þarf að nota meðaltal hvers árs. Til samræmis, þarf hitabreytan jafnframt að tjá meðalhita hvers árs, yfir alla Jörðina.

 

Tengsla-greining á hita-breytunni og lífsanda-breytunni þarf að leiða í ljós stærðfræðileg tengsl og innbyrðis hliðrun í tíma. Er það svo að breyting hitastigs sé afleiða af lífsandanum og hversu langur tími líður á milli aukningar lífsanda og hækkunar hitastigs?

 

Lífsandinn (CO2) er undirstaða alls lífs á Jörðinni, vegna þess að lífsandinn flytur jurtaríkinu það kolefni (C) sem jurtirnar og annað líf byggir á. Við ljóstillífun breyta jurtir lífsanda og vatni í sykur og súrefni, samkvæmt formúlunni:

 

  

6H2O + 6CO2 + ljós → C6H12O6  (glúkósi)  + 6O2

 

Súrefni (O) er ekki byggingarefni lífsins eins og kolefnið og lífríkið fær megnið af  kolefninu úr lífsandanum. Dýraríkið er vissulega háð súrefninu sem jurtirnar gefa frá sér,  en það er fyrst og fremst til að leysa orku úr læðingi við bruna.

 

Ekki er nóg að sýna fram á tengsl á milli lífsanda og hitastigs við einangraðar aðstæður. Við vitum að lífsandi hitnar við ákveðna tegund geislunar. Þessi tengsl verður að sanna við raunverulegar aðstæður, því að þeir sem fullyrða að hlýnun andrúms sé af völdum manna, eru að tala um lífsrými manna en ekki tilraunaglös.

 

Ef mér skjátlast ekki þá gera þau veðurfarslíkön sem notuð hafa verið til að spá um hlýnun ráð fyrir beinu sambandi á milli magns lífsanda og hitastigs. Ekki gengur því að segja:

 

»Þegar litið er lengra aftur i tímann er ljóst að þessar tvær breytur fylgjast fast að - hitastig andrúmslofts og magn koltvísýrings. En engum hefur dottið í hug að halda því fram að hvert ár fyrir sig, eða hver áratugur fyrir sig, geti ekki sýnt talsverða sveiflu út frá meðaltali.«

 

Þeir sem hafa talað fyrir »hlýnun af mannavöldum« hafa einmitt haldið fram að lífsandinn sé drifkraftur hlýnunar. Hins vegar þegar reynslan sýndi að ekkert var að marka líkönin, fóru þessir boðberar válegra tíðinda að tala um “fingerprints” eins og John Cook gerir. Raunar er þetta einkenni á gervi-vísindum, að boðberar þeirra fara undan í flæmingi og breyta framburði sínum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 13.5.2013 kl. 17:16

38 Smámynd: Hörður Þórðarson

Einhver skrifaði: "þá varðar það ekki viðfangsefnið, ef ekki er hægt að sýna fram á tengsl magns lífsanda í andrúminu og hitastigs."

Ég legg til að sá hinn sami geri sér ferð til Venus og kynni sér áhrif "lífsandans" þar. 

http://en.wikipedia.org/wiki/Venus

"Venus has an extremely dense atmosphere, which consists mainly of carbon dioxide and a small amount of nitrogen. The atmospheric mass is 93 times that of Earth's atmosphere, while the pressure at the planet's surface is about 92 times that at Earth's surface—a pressure equivalent to that at a depth of nearly 1 kilometer under Earth's oceans. The density at the surface is 65 kg/m³ (6.5% that of water). The CO2-rich atmosphere, along with thick clouds of sulfur dioxide, generates the strongest greenhouse effect in the Solar System, creating surface temperatures of at least 462 °C (864 °F).[11][42] This makes the Venusian surface hotter than Mercury's, which has a minimum surface temperature of −220 °C and maximum surface temperature of 420 °C,[43] even though Venus is nearly twice Mercury's distance from the Sun and thus receives only 25% of Mercury's solar irradiance. The surface of Venus is often described as hellish.[44] This temperature is even higher than temperatures used to achieve sterilization. (See also: Hot air oven)"

Hörður Þórðarson, 13.5.2013 kl. 18:01

39 Smámynd: Samstaða þjóðar

Hörður, er það rétt skilið að þú afneitir mikilvægi kolefnis fyrir lífríkið?

Telur þú að lífsandinn (CO2) sé bara eitur sem ógnar lífríkinu?

Er að þínu mati mikilvægt að halda lífsandanum í lágmarki?

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 14.5.2013 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband