Sjálfskiptingar, ekki gírkassar

Þetta eru venjulega kallaðar sjálfskiptingar á íslensku.
mbl.is Ford og GM þróa saman gírkassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Hefðbundin sjálfskipting annars vegar og sjálskiptur gírkassi hins vegar eru tveir ólíkir hlutir.

Sjálfskipting er byggð á stjörnugírum (plánetugírum) og vökvakúplingu (torque converter) en í dag er hins vegar margir "sjálfskiptir" bílar með sjálfvirkum gírkössum með gírhjólum og kúplingu eins og í handskiptum bíl en í stað þess að ökumaður stjórni gírskiptingum með höndum og fótum eru tölva og sefulrofar sem sjá um skiptingarnar. Fyrir ökumanninn virkar bíllinn einfaldlega eins og hann sé með hefðbundinni sjálfskiptingu.

Það sem Ford og GM eru að hanna er nokkuð örugglega slíkur "sjálfskiptur gírkassi" en ekki sjálfskipting.

Einar Steinsson, 15.4.2013 kl. 20:47

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þetta er sennilega rétt hjá þér, sjálfskiptur gírkassi er mun líklegri til að spara eldsneyti en 10 gíra hefðbundin sjálfskipting. Mín máltilfinning segir mér þó að þegar talað er um gírkassa sé átt við handskiptingu. Venjulegu fólki stendur þó á sama hvernig sjálfvirknin á sér stað svo lengi sem það þarf ekki að skipta sjálft.

Finnur Hrafn Jónsson, 16.4.2013 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband