Fęrsluflokkur: Umhverfismįl

Climategate og Vešurstofan

Ķ prentśtgįfu Guardian ķ dag 2. febrśar, er forsķšufrétt, žar sem fjallaš er um nżjar įsakanir um aš gallar ķ męligögnum um hitafar į jöršinni hafi veriš faldir.

Um er aš ręša gögn į vegum University of East Anglia Climate Research Unit (CRU), sem hefur veriš ein helsta heimild IPCC nefndar Sameinušu žjóšanna um hlżnun sķšustu įratugi. Mikil hlżnun sķšustu įratugi er aš sjįlfsögšu ein meginstoš fullyršinga IPCC um aš hlżnun į jöršinni undanfariš sé manngerš. Ef ķ ljós kemur aš hśn hafi veriš żkt eins og margir halda fram, er ljóst aš verulega hriktir ķ stošum kenninga IPCC.

CRU hefur veriš mikiš ķ alžjóšlegum fréttum undanfariš vegna svokallašs "Climategate" mįls žar sem tölvupóstum og fleiri gögnum var lekiš į netiš. Tölvupóstarnir žóttu sżna fram į óheišarleg vinnubrögš og vķsindafśsk. Phil Jones, yfirmanni CRU hefur veriš vikiš frį störfum į mešan įrannsókn mįlsins stendur.

Gögnin sem nś eru ķ fréttum varša hitafarsmęlingar frį Kķna sem voru unnin af Wei-Chyung Wang  ķ rķkishįskóla New York Univerisity of Albany og sķšan notuš aš žvķ er viršist gagnrżnislaust ķ CRU. Wang segist nś ekki finna gögnin sem śrvinnslan hans byggšist į.

Vķsindamenn frį Englandi, Bandarķkjunum, Indlandi og vķšar hafa blandast ķ fréttir af fśski ķ śrvinnslu vešurfarsgagna og tilraunum til aš sópa óžęgilegum stašreyndum undir teppiš. Fullyršingar um alžjóšlegt samsęri til aš breiša yfir fśskiš geta ekki talist óešlilegar mišaš viš žęr fréttir sem hafa borist. Hversu vķštękt mį deila um, en žegar er um aš ręša eina af meginstošum IPCC nefndar Sameinušu žjóšanna hlżtur žetta aš teljast alvarlegt.

Frétt Guardian į netinu: http://www.guardian.co.uk/environment/2010/feb/01/leaked-emails-climate-jones-chinese

Ķ ljósi žessarar fréttar og fleiri slķkra vekur furšu aš ķ tengslum viš žessi mįl gefur ķslenska Vešurstofan śt eftirfarandi yfirlżsingu:

"Vešurstofan sér įstęšu til žess aš vķsa į bug įsökunum um umfangsmikiš samsęri vķsindamanna sem hśn telur engan fót fyrir."

Sjį grein hér: http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1805

Eftirfarandi mį sjį ķ gögnum sem hefur veriš lekiš:

  • Ķtrekaš hefur veriš reynt aš komast hjį žvķ aš verša viš óskum um aš afhenda gögn, žó óskin hafi veriš byggš į bresku upplżsingalögunum.
  • Sendir hafa veriš tölvupóstar milli landa meš tilmęlum um aš eyša póstum sem gętu reynst óžęgilegir ef žeir vęru birtir.
  • Margsinnis hefur žaš gerst aš gögn sem eru forsendur fyrir mikilvęgum rannsóknanišurstöšum finnast ekki. Varla er hęgt aš ķmynda sér alvarlegra brot į višurkenndu verklagi viš vķsindarannsóknir.
  • Forrit fyrir śrvinnslu gagna eru sum hver ķ slķku įstandi aš fyrsta įrs nemi ķ tölvunarfręši yrši felldur ef hann skilaši slķkri vinnu.

Er žaš forsvaranlegt aš ķslenska Vešurstofan taki aš sér aš verja slķk vinnubrögš?


Rangar skošanir ķ loftslagsmįlum brottrekstrarsök į Mbl.?

Siguršur Grétar Gušmundsson pķpulagningameistari skrifaši grein ķ Morgunblašiš ķ dag, 27. nóv. žar sem hann kvešur lesendur eftir 16 įra samfylgd ķ dįlkum sķnum Lagnafréttir ķ Fasteignablaši Morgunblašsins.

Žar sem ég hef oft gluggaš ķ dįlka hans og haft gagn og gaman af, fór ég aš lesa hvaš hann skrifaši um įstęšur žess aš hann hętti.

Ķ stuttu mįli var honum einfaldlega sagt aš pistill frį honum hefši veriš yfirfarinn af "hlutlausum ašila" og hefši reynst vera faglega rangur. Ekki fékkst uppgefiš hver žessi "hlutlausi ašili" var.

Einnig var sagt frį žvķ aš margar kvartanir hefšu borist vegna skrifa hans um loftslagsmįl. Ekki tek ég undir žaš. Mér fannst skrif Siguršar um žau efni mun skynsamlegri en gengur og gerist ķ Morgunblašinu um žau mįl. Aš sjįlfsögšu mį deila um hvort hann sé ekki komin of langt frį efni dįlksins ķ žeim skrifum en žį hefši veriš einfalt aš flytja greinarnar yfir ķ višhorfsdįlk eša almennar greinar blašsins.

Magnśs Jónsson žįverandi Vešurstofustjóri skrifaši grein fyrir 10 įrum eša svo ķ Morgunblašiš žar sem hann varaši viš skošanakśgun ķ tengslum viš loftslagsmįl. Ég sé ekki betur en žaš hafi veriš full įstęša til.


Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband