Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Kranablaðamennska

Enn og aftur fer mbl.is inn á áróðurssíðu LÍÚ og endurbirtir gagnrýnislaust það sem LÍÚ fannst áhugaverðast af því sem fram kom á ráðstefnu um kvótamál. Er til of mikils mælst að Mogginn eða mbl.is mæti sjálfir á ráðstefnuna og segi frá einhverju öðru en því sem þóknast LÍÚ?

Ef Mogginn ætlar sér að halda einhverjum trúverðugleika í umfjöllun um sjávarútvegsmál verður að blaðið að gera betur en þetta.

Þar fyrir utan er nálgun prófessorsins á því hvað telst vera "góð" reynsla af kvótakerfum alveg úr takti við það sem flestum finnst, fyrir utan LÍÚ kvótagreifa.

Draumsýn prófessorsins um að láta menn með skammtímagróðasjónarmið síðan taka yfir fiskveiðistjórnun vekur upp óþægilegar minningar frá bankahruninu.


mbl.is Almennt góð reynsla af kvótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ sýnir klærnar

LÍÚ er búið að fá Samtök atvinnulífsins til að hóta uppsögn kjarasamninga ef kvótagreifar fá ekki áfram gefins kvóta að verðmæti 30 miljarða á ári.

Nú reynir á hvort stjórnvöld hafa bein í nefinu til að að standa gegn grímulausum hótunum aðila sem eru tilbúnir að ráðast að launþegum til að verja hagsmuni sína.

Fyrirfram gefna niðurstaðan í samráði hlýtur að byggjast á því að flokkar með fyrningu á stefnuskrá náðu meirihluta í síðustu kosningum. Ef sú stefna nær ekki fram að ganga vegna öflugs þrýstihóps tekur því ekki að halda kosningar í landinu.

Sjá nánar um áætlaða 30 miljarða auðlindarentu af Íslandsmiðum hér: http://www.uppbod.net/30-miljarda-audlindarenta.aspx

Einnig umfjöllun um kvótauppboðskerfi hér: http://www.uppbod.net


mbl.is Fyrirvari vegna fyrningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útbreiddur misskilningur

Þó fyrrverandi ríkisstjórn hafi lýst vilja til þess að nýju bankarnir tækju yfir innlendan rekstur gömlu bankanna er það mál ekki ennþá frágengið.

Raunverulegir eigendur Vodafone eru kröfuhafar í þrotabúa gamla Landsbankans.

Ennþá er verið að reyna að ná samningum um hvað mikið og á hvaða gengi skuldabréfaeign gömlu bankanna verður tekinn yfir í nýju bankanna. Ekki er sjálfgefið að það takist. Vonandi verður sem minnst af gömlu skuldabréfunum tekið yfir til að minnka áhættu í rekstri nýju bankanna.

 


mbl.is Vodafone verður selt „eins fljótt og kostur er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsakennd bankaleynd

Viðskiptanefnd Alþingis fjallaði um þetta mál í morgun. Þar mætti fulltrúi Fjármálaeftirlits sem sagði þetta allt vera hið mesta leyndarmál sem Alþingismenn mættu ekki fá að vita um.

Samt styttist í að Alþingi þurfi að taka afstöðu til þessa máls.

Það er ekki að undra að þingmenn stjórnarandstöðu OG stjórnar lýstu yfir undrun á því að þetta væri með þessum hætti.

Hvenær ætlar fjármálaheimurinn, þar með talið Fjármálaeftirlitið að átta sig á því að þeir eru ekki guðir sem allir verða að taka trúanlega án skoðunar þegar taka þarf ákvarðanir sem varða hundruð miljarða.

Eitt stórmál í þessu uppgjöri milli gömlu og nýju bankanna er hvort ekki verði örugglega tekið tillit til fyrningar kvóta þegar skuldahali útgerðarinnar í gömlu bönkunum verður metinn. Annars væri verið að hafa tugmiljarða tekjur af ríkinu. Ef skuldahalinn verður fluttur yfir í nýju bankana á háu gengi verður illmögulegt að fyrna kvótana án þess að stórskaða nýju bankana.


mbl.is Stefnt að samkomulagi á skömmum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin sátt verður um frekari gjafakvóta

Ef ríkisstjórnin lætur hræða sig til þess að halda áfram að gefa kvótana til LÍÚ manna er hún að bregðast kjósendum sínum.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson helsti talsmaður og hugmyndafræðingur gjafakvótans eigi eftir að fá stuðningsmenn í Vinstri grænum og Samfylkingu.


mbl.is Boðað til sáttafundar um fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróðursherferð kvótagreifa

Ég skora á ríkisstjórnina að láta ekki hræða sig frá því að framfylgja boðaðri stefnu í sjávarútvegsmálum.

Þjóðin er búin að fá sig fullsadda á þeirri siðblinduvæðingu sem hófst með gjafakvótakerfinu og náði hámarki með hruni bankanna.

Með eða án innköllunar er ljóst að nákvæmlega jafnmikill fiskur kemur á land og útflutningsverðmæti haldast óbreytt. Það eina sem gæti breyst er að smátt og smátt gæti orðið bráðnauðsynleg endurnýjun í útgerðaraðilum og arðurinn rennur til þjóðarinnar en ekki kvótagreifa.

Ályktun Samtaka fiskvinnslustöðva segir okkur ekkert annað en að þar eru meira og minna sömu aðilar á ferðinni og í LÍU sem vilja halda áfram að fá gjafakvóta.


mbl.is SF leggst gegn hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður kvótagreifa

Þrotabú og kröfuhafar gömlu bankanna eiga skuldir útgerðarfyrirtækjanna. Það er síðan samningsatriði milli nýju bankanna í eigu ríkisins og þrotabúanna að hve miklu leyti skuldir flytjast yfir í nýju bankanna og á hvaða gengi. Ekki er búið að semja um það enn. Treysta verður því að samningamenn ríkisins álpist ekki til að semja af sér þannig að kvótinn verði metinn einhvers virði.

Það er því algjör fásinna að halda því fram að nýju bankarnir þurfi að bera skaða af lélegum lánum til útgerðar. Þeir sem voru nógu vitlausir að taka kvóta sem veð fyrir lánum eiga að gjalda fyrir þá heimsku með peningatapi sínu.

Innkallaður kvóti sem yrði síðan settur á uppboð myndi seljast á nákvæmlega því verði sem greiðslugeta kaupenda segir til um, hvorki meira né minna. Ef hún er litil vegna fyrri skuldsetningar verður að hafa það.

Þá væri kannski von til þess eðlileg endurnýjun gæti hafist aftur í sjávarútvegi sem ekki hefur verið undanfarin ár.


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með kenningu Svensmarks?

Þetta er í fullkominni andstöðu við niðurstöður Svensmarks sbr. ágæta samantekt Ágústs Bjarnasonar: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/128319/

Einnig verður áhugavert að sjá niðurstöðuna af CLOUD rannsókn CERN sem er ætlað að kanna áhrif geimgeisla á skýjamyndun.

 


mbl.is Engin tengsl sögð vera á milli geimgeisla og loftlagsbreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangar skoðanir í loftslagsmálum brottrekstrarsök á Mbl.?

Sigurður Grétar Guðmundsson pípulagningameistari skrifaði grein í Morgunblaðið í dag, 27. nóv. þar sem hann kveður lesendur eftir 16 ára samfylgd í dálkum sínum Lagnafréttir í Fasteignablaði Morgunblaðsins.

Þar sem ég hef oft gluggað í dálka hans og haft gagn og gaman af, fór ég að lesa hvað hann skrifaði um ástæður þess að hann hætti.

Í stuttu máli var honum einfaldlega sagt að pistill frá honum hefði verið yfirfarinn af "hlutlausum aðila" og hefði reynst vera faglega rangur. Ekki fékkst uppgefið hver þessi "hlutlausi aðili" var.

Einnig var sagt frá því að margar kvartanir hefðu borist vegna skrifa hans um loftslagsmál. Ekki tek ég undir það. Mér fannst skrif Sigurðar um þau efni mun skynsamlegri en gengur og gerist í Morgunblaðinu um þau mál. Að sjálfsögðu má deila um hvort hann sé ekki komin of langt frá efni dálksins í þeim skrifum en þá hefði verið einfalt að flytja greinarnar yfir í viðhorfsdálk eða almennar greinar blaðsins.

Magnús Jónsson þáverandi Veðurstofustjóri skrifaði grein fyrir 10 árum eða svo í Morgunblaðið þar sem hann varaði við skoðanakúgun í tengslum við loftslagsmál. Ég sé ekki betur en það hafi verið full ástæða til.


Óþægilegar staðreyndir um rangfærslur Gore

Ætli einhver hafi spurt Gore um dómsúrskurð í Lundúnum á síðasta ári þar sem heimildamynd hans var ekki talin hæf til birtingar fyrir skólanemendur nema með athugasemdum og útskýringum á því hvað væri rangt farið með í myndinni.  - sjá hér: http://www.timesonline.co.uk/tol/news/uk/science/article2632660.ece

Einnig mætti spyrja Gore um hvað honum finnst um að hlýnun hefur stöðvast á jörðinni síðustu 8 ár eða svo. Þar að auki var síðasta ár óvenju kalt.

Loks mætti spyrja Gore um það hvort hann sé trúverðugur í sínum málflutningi þar sem hann er stór hluthafi í fyrirtæki sem hefur það að meginmarkmiði að braska með losunarkvóta.


mbl.is Þróun sem hægt er að stöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband