Færsluflokkur: Vísindi og fræði
17.1.2008 | 17:39
Hvað með faglegt álit Vegagerðarinnar?
Getur maður ekki treyst því að tekið verði tillit til faglegs álits Vegagerðarinnar sem taldi brú mun hagkvæmari kost í byggingu og rekstri. Einnig taldi hún brúna betri kost hvað varðaði minni röskun, afköst og umferðartengingar.
Verður ekki hægt að treysta því að þeir sem opinberlega hafa kvartað undan því að ekki hafi verið tekið tillit til faglegra álita hvað varðar mannaráðningar o.fl. láti í sér heyra um þetta mál?
Borgin þrýstir á ríkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2007 | 19:07
Þetta hljóta að vera mistök
Stóriðjuandstæðingar á Íslandi hafa haldið því fram áratugum saman að almenningur væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Til þess þarf orkuverð til almennings að vera hærra en ekki lægra en í nágrannalöndunum.
Nema stóriðjuandstæðingar hafi verið að bulla allan tímann!
Íslensk heimili greiða lægsta raforkuverð á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2007 | 10:37
Íslenskir veðurfræðingar með efasemdir um gróðurhúsaáhrif?
Í desember síðastliðnum birtust stutt viðtöl við Þór Jakobsson og Trausta Jónsson veðurfræðinga í Viðskiptablaðinu, sjá grein:
Þeir voru spurðir einfaldrar spurningar: Eiga sér stað loftslagsbreytingar af mannavöldum?
Svör þeirra voru athyglisverð svo ekki sé meira sagt. Báðir gerðu skýran greinarmun á mati sínu á loftslagsbreytingum sem vísindamenn annars vegar og skoðun á því hvort ástæða væri til aðgerða hins vegar, sem væri pólitísk spurning. Því miður eru margir aðrir vísindamenn sem sjá ekki ástæðu til að greina þarna á milli.
Þór taldi málið flókið og spurningunni vandsvarað. Ef hann ætti tilneyddur að gefa upp prósentu um hlýnun af mannavöldum nefndi hann 10-15%. Hann taldi reyndar að það væri það alvarlegt að ástæða væri til að grípa til aðgerða.
Trausti hinsvegar nefndi enga tölu en sagði ljóst að hlýnun væri nær örugglega að einhverju leyti af mannavöldum. Hann sagði málið flókið og margþætt og erfitt að fullyrða nokkuð um það. Trausti vildi hins vegar ekkert segja til um hvort hann teldi að ástæða væri að grípa til aðgerða sem hann taldi pólitíska spurningu eða jafnvel siðferðilega.
Þessi svör eru í mikilli andstöðu við fullyrðingar ýmissa vísindamanna sem halda því fram að 90% af hlýnuninni undanfarið stafi nánast örugglega af mannavöldum og að málið sé afgreitt fræðilega. Einn veðurfræðingar frá Veðurstofu Íslands talaði um vísindalega staðreynd í þessu samhengi í blogg athugasemd hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sjá: http://esv.blog.is/blog/esv/entry/251390/#comments
Sem betur fer eru Þór og Trausti ekki einir vísindamanna um að vera varkárir í yfirlýsingum um hlýnun af mannavöldum. Því miður er eðli fjölmiðla þó þannig að þeir sem hafa uppi stórkarlalegar yfirlýsingar fá mestu umfjöllunina jafnvel þó að vísindagrunnurinn sé veikur.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.6.2007 | 13:19
Er hnatthlýnunin gabb? - fræðslumynd í RÚV 19 júní kl. 20:55
Mig langar að vekja athygli á áhugaverðri fræðslumynd í ríkissjónvarpinu sem verður sýnd annað kvöld. Enskt heiti hennar er "The Great Global Warming Swindle". Netútgáfan af þessari mynd hefur vakið þó nokkra athygli og umræður.
Í myndinni koma fram ýmsir vísindamenn sem vefengja að hnatthlýnun sé að mestu leyti af mannavöldum.
Myndin verður líka endursýnd á sunnudaginn 24. júní ásamt fræðslumyndum eftir David Attenborough sem taka fyrir hina hliðina.
7.6.2007 | 17:11
Á hvaða plánetu býr maðurinn?
Helgi Björnsson jöklafræðingur á mbl.is 7. júní 2007 í viðtali:
"...Ég held að það sé enginn fræðimaður á þessu sviði í vafa um það lengur að þessar loftslagsbreytingar verða ekki skýrðar lengur með náttúrulegum sveiflum..."
Mér finnst alveg með ólíkindum að vísindamaður á þessu sviði hafi misst af allri umræðu efasemdarmanna um manngerða hlýnun.
Sjá til dæmis nöfn nærri 30 vísindamanna með efasemdir hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Global_warming_skeptics
Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.6.2007 | 02:06
Áhrifamaður bætist í sístækkandi hóp efasemdarmanna
Það er gott að sjá enn einn vísindamanninn lýsa yfir efasemdum um skelfileg áhrif manngerðar hlýnunar.
Þrátt fyrir að æðstiprestur dómsdagsspámannanna James Hansen vinni líka hjá NASA hefur NASA einnig birt rannsóknaniðurstöður sem veikja trú manna á dómsdagsmódel Hansens o.fl. Sérstaklega á ég við gervihnattamælingar NASA á lítilli hlýnun í neðsta hluta lofthjúps jarðar sem passa illa inn í módel sem spá hlýnun.
Mér fannst það góður punktur hjá Griffin að leyfa sér að efast um að við gætum ákveðið að meðalhiti jarðar fyrir 50 árum væri ákjósanlegur og að við ættum að reyna að viðhalda honum með öllum tiltækum ráðum.
Einnig finnst mér að hann hafi betri skilning en ýmsir á því að vísindamenn eigi að rannsaka og birta niðurstöður. Starf þeirra sé hins vegar ekki að taka pólitískar ákvarðanir um hvernig eigi að bregðast við niðurstöðunum.
Yfirmaður NASA ekki viss um að bregðast þurfi við loftslagsbreytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 18:38
Meiri vatnsorka og kjarnorka, minni jarðefnabrennsla
Í nánari fréttum af IPCC skýrslunni sbr. Morgunblaðið í dag er hvatt til aukinnar nýtingar vatnsorku og kjarnorku en dregið verði úr nýtingu jarðefnaeldsneytis.
Ég bíð bara eftir því að sjá íslenska umhverfisverndarsinna styðja aukna nýtingu vatnsorku.
Einnig verður fróðlegt að sjá hvort vestrænir umhverfisverndarsinnar taki ekki upp stuðning við aukna nýtingu kjarnorku.
Loks verður verður áhugavert að sjá hvort Kínverjar eru tilbúnir að draga úr rafmagnsframleiðslu með kolaorkuverum. Þeir taka í notkun eitt slíkt núna í hverri viku.
Ban Ki-moon hvetur til stefnumótunar í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2007 | 09:03
Loftslagsskýrsla SÞ lituð af pólitík?
Í samantekt Fréttablaðsins í dag 5. feb. kom fram að deilur hefðu verið milli nefndarfulltrúa IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna sem var að gefa út samantekt um rannsóknir um loftslagsmál. Fram kom að Kínverjar hefðu ekki verið sáttir við harðort orðalag um hlýnun af mannavöldum og að þeir hefðu fengið í gegn breytingar.
Ef um raunverulegar og ótvíræðar vísindaniðurstöður er að ræða þarf ekki fundahöld og samningaviðræður um hvernig á að birta útdrátt úr þeim.
Þetta styður við gagnrýni sem IPCC nefndin hefur fengið fyrir að láta pólitík hafa áhrif á rannsóknir og birtingu niðurstaða þeirra.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)