Hræðsluáróður kvótagreifa

Þrotabú og kröfuhafar gömlu bankanna eiga skuldir útgerðarfyrirtækjanna. Það er síðan samningsatriði milli nýju bankanna í eigu ríkisins og þrotabúanna að hve miklu leyti skuldir flytjast yfir í nýju bankanna og á hvaða gengi. Ekki er búið að semja um það enn. Treysta verður því að samningamenn ríkisins álpist ekki til að semja af sér þannig að kvótinn verði metinn einhvers virði.

Það er því algjör fásinna að halda því fram að nýju bankarnir þurfi að bera skaða af lélegum lánum til útgerðar. Þeir sem voru nógu vitlausir að taka kvóta sem veð fyrir lánum eiga að gjalda fyrir þá heimsku með peningatapi sínu.

Innkallaður kvóti sem yrði síðan settur á uppboð myndi seljast á nákvæmlega því verði sem greiðslugeta kaupenda segir til um, hvorki meira né minna. Ef hún er litil vegna fyrri skuldsetningar verður að hafa það.

Þá væri kannski von til þess eðlileg endurnýjun gæti hafist aftur í sjávarútvegi sem ekki hefur verið undanfarin ár.


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi massívi hræðsluáróður kvótagreifanna gengur fram af heilbrigðri skynsemi. Þeir nauðga stæðstu fjölmiðlum landsins og komast upp með það. Það segir allt sem segja þarf um fjölmiðla á Íslandi í dag.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband