Hvað með kenningu Svensmarks?

Þetta er í fullkominni andstöðu við niðurstöður Svensmarks sbr. ágæta samantekt Ágústs Bjarnasonar: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/128319/

Einnig verður áhugavert að sjá niðurstöðuna af CLOUD rannsókn CERN sem er ætlað að kanna áhrif geimgeisla á skýjamyndun.

 


mbl.is Engin tengsl sögð vera á milli geimgeisla og loftlagsbreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hóst hóst... Er einhver hissa á því að raunverlug vísindi framkalla aðrar niðurstöður en þau vísindi sem hagræða niðurstöðum svo þær falli betur að kenningunum?

Hörður Þórðarson, 17.12.2008 kl. 14:47

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég hef enga ástæða til að ætla annað en bæði Jón Egill og Svensmark séu báðir hæfir fræðimenn. Það breytir því ekki að ekki geta þeir báðir haft rétt fyrir sér.

Ef rétta niðurstaðan er svo augljós má velta því fyrir sér hvers vegna CERN sem er ein öflugasta rannsóknamiðstöð heims sé að eyða sem svarar einum miljarði króna í að rannsaka þessi tengsl.

Finnur Hrafn Jónsson, 17.12.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

"the reliability of the Danish team seems to be seriously compromised"...

http://www.marxist.com/global-warming-deniers-and-climate-change-ideologues-part-three.htm

Þeir sem viljandi hagræða niðurstöðum ættu að snúa sér að öðru en vísindum...

Þeir sem falsa niðurstöður um jafn alverlega hluti og loftslagsbreytingar eru glæpalýður sem ætti að refsa. 

Hörður Þórðarson, 17.12.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Hafi mig einhvertímann vantað staðfestingu á því að þessi loftslagmál snúast ekkert síður um pólitík en vísindi, er hún kominn hér sbr. tilvitnun hér að ofan í www.marxist.com.

Ég ætla að bíða eftir niðurstöðu CERN áður en ég mynda mér skoðun á kenningu Svensmark.

Finnur Hrafn Jónsson, 17.12.2008 kl. 15:26

5 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Hvernig bjóða þeir sem halda að hlýnun jarðar sé að miklu leyti af mannavöldum upp á afsannanleika?

Ég er ekki sérfræðingur í þessum fræðum en ég hef ekki séð neina "hliðina" bjóða upp á afsönnun á fullyrðingum sínum sem mér skilst að sé eitt af einkennum gervivísinda.

Það að fjöldi manns "haldi" með kenningu er ekki það sama og að endurtaka tilraun og vegur bara ekki þungt í hjá mér pesónulega.

Best er víst að taka fram að ég er hættur að taka afstöðu í með og á móti í þessari umræðu. Ég hinsvegar held því fram að fólksfjölgun og staðbundin mengun séu alvarglegri mál en losun gróðurhúslofttegunda á hnattræna vísu, þó svo að þetta tengist nú allt saman að þá finnst mér áherlsan á "global" í þessu samhengi yfirborðsleg.

Mér finnst að þjóðir eigi bara að drullast til þess að taka til hjá sér og vera fyrirmyndir, í stað þess að ræða það hvernig best sé að hefta alla í einu.

Framtíðarspár um afdrif mannkyns eru oft á tíðum barnalega einfaldar og taka ekki á tækniframförum eða á viðbrögðum okkar við breyttu veðurfari í formi aðstoðar hvort við annað eða breyttra lifnaðarhátta. Það kannski gerist ekki fyrr en sjór flæðir um kjallara Wallstreet, en það mun hafa áhrif.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 17.12.2008 kl. 15:33

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hagsmunaðilar hafa því miður skapað það sem kalla mætti efasemdaiðnað í kringum loftslagsbreytingar og ástæður þeirra. Sumir sem stunda þessa "iðngrein" hafa lagst svo lágt að hagræða niðurstöðum sér í hag.

Hérna eru meiri upplýsingarÆ

"Will these results be a spur to future research? Possibly. But the ridiculous spin put on this paper is liable to continue to put off mainstream scientists from pursuing it. It's as though Svensmark and co. want to enhance the field of solar-terrestrial research's bad reputation for agenda-driven science. "

http://www.realclimate.org/index.php/archives/2006/10/taking-cosmic-rays-for-a-spin/#more-359

Hörður Þórðarson, 17.12.2008 kl. 15:40

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Mín persónulega skoðun er sú að tími efasemda um hnattræna hlýnun af mannavöldum er löngu liðinn.

Auk þess virðist það hafa sýnt sig að erfitt verður að hafa hemil á útblæstri koltvísýrings.

Það sem eftir stendur er að meta á raunsæjan hátt hvaða loftslagsbreytingar muni verða á næstunni og hvernig best verði brugðist við þeim.

Hörður Þórðarson, 17.12.2008 kl. 15:51

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tilvísun Harðar í marxíska áróðurssíðu sannar að umhverfisvernd er hinn nýi sósíalismi.

Ég hef lengi flokkast undir efasemdarmann í hnatthlýnunarumræðunni, en ég held ekki með neinu "liði" í þeim efnum. Mér hefur fundist merkilegt hvernig "rétttrúnaðarfólkið" bregst við, þegar fram kemur gagnrýni á kenningarnar, það verður nefnilega öskureitt.  

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 11:41

9 identicon

Líffræðingar ergja sig líka merkilega mikið þegar því er haldið framan að þróunarkenningin er bull. Skv. rökum Gunnars þýðir það væntanlega að þróunarkenningin sé vafasöm.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:14

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, þeir verða nefnilega ekkert reiðir, þeir hlæja bara

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 17:26

11 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Tilvísun Harðar í marxíska áróðurssíðu sannar að umhverfisvernd er hinn nýi sósíalismi."

Gunnar er augljóslega "vísindamaður" í sama gæðaflokki og Svensmark nokkur... 

Hörður Þórðarson, 19.12.2008 kl. 09:15

12 identicon

Hvers vegna eru menn að æsa sig yfir þessu :)

Hvort svo sem hlýnunin er af mannavöldum eður ei, þá er hún staðreynd. Það er hins vegar líka staðreynd að loftslag hefur breyst reglulega í gegnum tíðina, með hlýskeiðum og kuldaskeiðum og maðurinn hefur sjaldnast komið að þeim breytingum, svo vitað sé.

Tökum lífinu með ró og njótum hlýnunarinnar á meðan við getum (þeir sem una sér í hlýindum í það minnsta). Til lengri tíma skiptir engu máli hvort þetta (hugsanlega) hlýindaskeið er af mannavöldum eða ekki. Það mun koma kuldaskeið aftur og ætli menn fari þá ekki aftur að rífast um það hvort það sé af mannavöldum eða ekki :)

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:54

13 identicon

Rétt athugað Gunnar. Það er leiður siður margra sem deila í þessum málum að geta ekki einbeitt sér að röksemdunum heldur finna sig knúna til að ráðast á persónu manna. Þetta er mun algengara meðal þeirra sem trúa að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum þó dæmin finnist beggja vegna borðsins.

Annars er hér hvorki verið að sanna né afsanna neitt. Ein stök rannsókn getur aldrei gert það, sama hvað verið er að rannsaka. Það er einn af grunnþáttum vísindanna að rannsókn verði að vera hægt að endurtaka með sömu niðurstöðu í hvert sinn sem hún er framkvæmd til að hægt sé að tala um sannanir. Mig grunar að sumir hafi ekki einu sinni lesið það sem í fréttinni stendur:

"– Ut fra våre funn ser det ut til å være liten sannsynlighet for at endringer i kosmisk stråling bidrar til global oppvarming"

Lauslega þýtt:Af rannsóknum okkar að dæma lítur út fyrir að það séu litlar líkur á að breytingar á geimgeislum hafi áhrif á hnattræna hlýnun.

Vísindamðaurinn sjálfur heldur því ekki fram að hann hafi sannað eitt né neitt heldur leitt líkur að tilteknum hlutum. Gott og blessað og ég hef enga ástæðu til að trúa öðru en að hér hafi verið heiðarlega unnið. Sömuleiðis er engin ástæða til að trúa því að Svensmark og félagar stundi óheiðarleg vinnubrögð og slúður í marxisku vefriti breytir engu þar um. Eftir stendur að mikið er eftir að rannsaka í þessum efnum áður en niðurstaða fæst.

Hörður Sigurðarson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:39

14 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Maður heyrir oft að tími efasemda um hlýnun af mannavöldum sé liðinn.

Fyrir 500 árum trúðu menn á jarðmiðjukenninguna um að sólin snérist í kringum jörðina. Ef menn hefðu ákveðið þá að tími efasemda væri liðinn og ekki hlustað á Kóperníkus væri sú kenning þá í fullu gildi nú í dag.

Finnur Hrafn Jónsson, 19.12.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband