5.4.2011 | 18:32
Stríðsyfirlýsing í formi sáttatillögu
Samkvæmt núgildandi lögum er kvótanum úthlutað til eins árs í einu. Að kalla kröfu um úthlutun til 35 ára, tilraun til sátta er í besta falli hægt að kalla brandara. Einnig mætti kalla það ósvífna stríðsyfirlýsingu gegn almenningi sem á auðlindina en ekki útgerðarmenn.
Af hverju vilja útgerðarmenn ekki að kvótinn verði settur á árleg uppboð? Með því væri tryggt að ekki væri farið fram úr greiðslugetu útgerðarinnar. Ástæðan er sú að útgerðarmenn vilja gera nánast hvað sem er til að koma í veg fyrir að raunveruleg geta útgerðarinnar til að greiða fyrir kvótann komi í ljós.
Uppboðin myndu fljótlega leiða í ljós að hægt væri að greiða til ríkisins árlega um 30 miljarða samfara því að reka útgerðir með góðri arðsemi.
Hins vegar liggur líka fyrir að sá hópur útgerðarmanna sem gæti skilað slíkri auðlindarentu til ríkisins samfara arðbærum rekstri yrði að hluta til öðruvísi samsettur en útgerðarmenn eru í dag. Ofurskuldsettar útgerðir yrðu að fá að fara í gegnum endurskipulagningu til að geta tekið þátt í slíkum rekstri. Kröfuhafar gömlu bankanna yrðu að sætta sig við afskriftir í framhaldi af fyrningu kvóta.
Sjá tillögu um uppboðskerfi fyrir kvóta hér: http://www.uppbod.net
Afnotatími útgerða verði til 35 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2010 | 19:39
VG vilja gefa íslenskum fyrirtækjum auðlindir, ekki útlendum
Miðað við fréttir af starfi sáttanefndar um fyrningarleið er helst að sjá að fulltrúi Vinstri grænna hafi tekið að sér að verja hagsmuni LÍÚ þegar þeir gengu úr nefndinni.
Áframhaldandi gjafakvótar til LÍÚ greifa, kosta ríkið 30-40 miljarða á hverju ári. VG finnst það kannski allt í lagi. ESB-andstæðingavinum VG í Sjálfstæðisflokknum finnst það líka allt í lagi.
Einu sinni stóð maður í þeirri trú að VG væru uppfullir af kreddum en þeir væri ekki beinlínis spilltir. Afstaða þeirra til gjafakvóta og fleiri mála bendir til þess að þeir séu ekki síður tilbúnir til að verja sérhagsmuni ef þeim sýnist svo.
Það er einnig svolítið skrýtið að sjá einbeitta ESB andstæðinga ganga svona langt í því að vernda EES samninginn. Það er ekki einu sinni þannig að verið sé að brjóta EES samninginn en það má segja að það sé kannski ekki í anda samningsins að fyrirtæki í ríkjum utan EES fari þessa leið til að komast í þennan geira. Skatttekjurnar lenda þó alltént í EES.
Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2010 | 11:33
30% af heimildum IPCC ekki rýndar
Fyrir þá sem ekki vita er IPCC alþjóðanefnd Sameinuðu þjóðanna fremst í flokki þeirra sem halda því fram að hlýnun jarðar undanfarið stafi af mannavöldum.
IPCC stundar engar rannsóknir sem slík en kannar rannsóknaniðurstöður frá vísindamönnum og leggur mat á þær.
Eitt af því sem notað hefur verið til að rökstyðja það að við ættum að trúa IPCC er að IPCC byggi niðurstöður sínar einungis á jafningjarýndum (peer reviewed) heimildum.
Formaður nefndarinnar Pachauri hefur ítrekað þetta við mörg tækifæri, sjá t.d. eftirfarandi tilvitnun:
"People can have confidence in the IPCC's conclusions Given that it is all on the basis of peer-reviewed literature." - Rajendra Pachauri, IPCC chairman, June 2008
Mörg önnur dæmi um þessa fullyrðingu með tilvísunum má sjá á þessari síðu:
http://www.noconsensus.org/ipcc-audit/not-as-advertised.php
Sjálfur man ég ekki betur en Pachauri hafi ítrekað þetta í fyrirlestri í Háskólabíói á síðasta hausti.
Síðan þá hefur ýmislegt gerst. Climategate staðfesti meðal annars það sem marga hafði grunað lengi að jafningjarýnisferlið í loftslagsvísindum væri ekki að virka sem skyldi. Ýmsir tölvupóstar staðfestu það. Síðan kom Himalayagate og fleiri tengd mál þar sem staðfest var að minnsta kosti einhverjar heimildir voru byggðar á blaðafréttum eða álíka vísindalegum grunni. IPCC viðurkenndi mistökin, sagði að það yrðu áfram jöklar í Himalaya eftir nokkra áratugi og sagði að það hefði verið einstak óhapp að þetta hefði ekki uppgötvast áður en skýrslan var gefin út.
Síðan gerðist það nýlega að alþjóðlegur hópur 43 borgara frá 12 löndum kannaði allar 18.531 heimildirnar. Þetta hlýtur að hafa verið býsna mikil vinna og á þessi hópur þakkir skilið fyrir vinnuframlagið.
Verkefninu var stjórnað af Donna Laframboise, kanadískri konu sem heldur úti síðunni www.noconsensus.org
Niðurstöðuna úr rannsókninni má finna hér: http://www.noconsensus.org/ipcc-audit/findings-main-page.php
Hver kafli í heimildalistanum var rýndur af þremur óháðum rýnendum og linkað er á niðurstöður hvers þeirra. Alltaf var valin sú niðurstaða sem var hagstæðust IPCC.
Niðurstaðan var að af 18.531 tilvísuðum heimildum voru 5.587 ekki jafningjarýndar. Niðurstaðan er sem sé að meira en 30% af heimildum IPCC voru ekki ritrýndar!
Þessi 30 prósent samanstanda m.a. af stúdentaritgerðum, blaðagreinum og jafnvel áróðursbæklingum frá umhverfisverndunarsinnum.
Í fyrstu var ég vantrúaður á að þetta gæti verið rétt, svo að ég kíkti á nokkrar heimildir í IPCC skýrslunni af handahófi. Og mikið rétt. Þarna mátti finna tilvísanir í útgáfur af ýmsu tagi m.a. frá Cato stofnun hægri sinnaðra Bandaríkjamanna, Vinnuskjöl "Working papers" sem eru það væntanlega vegna þess að ekki er búið að rýna þau, fréttatilkynningar af ýmsu tagi og skjöl frá WWF (World Wildlife Fund) sem er þekkt alþjóðleg stofnun sem berst fyrir hagsmunum dýrategunda.
Sjá má umfjöllun um þetta í Daily Telegraph hérna: http://www.telegraph.co.uk/comment/columnists/christopherbooker/7601929/Climategate-a-scandal-that-wont-go-away.html
Þó virðing mín fyrir IPCC hafi farið minnkandi með hverju ári undanfarið, verð ég að viðurkenna að ég er alveg dolfallinn. Nefndin er svo gjörsamlega rúin trúverðugleika að það er ekkert annað að gera en leggja nefndina niður og reyna að nálgast málin með öðrum hætti.
Ég held að það sé kominn tími fyrir dugnaðarforkana á www.loftslag.is að bæta einni mýtu á listann sinn.
2.2.2010 | 09:14
Climategate og Veðurstofan
Í prentútgáfu Guardian í dag 2. febrúar, er forsíðufrétt, þar sem fjallað er um nýjar ásakanir um að gallar í mæligögnum um hitafar á jörðinni hafi verið faldir.
Um er að ræða gögn á vegum University of East Anglia Climate Research Unit (CRU), sem hefur verið ein helsta heimild IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna um hlýnun síðustu áratugi. Mikil hlýnun síðustu áratugi er að sjálfsögðu ein meginstoð fullyrðinga IPCC um að hlýnun á jörðinni undanfarið sé manngerð. Ef í ljós kemur að hún hafi verið ýkt eins og margir halda fram, er ljóst að verulega hriktir í stoðum kenninga IPCC.
CRU hefur verið mikið í alþjóðlegum fréttum undanfarið vegna svokallaðs "Climategate" máls þar sem tölvupóstum og fleiri gögnum var lekið á netið. Tölvupóstarnir þóttu sýna fram á óheiðarleg vinnubrögð og vísindafúsk. Phil Jones, yfirmanni CRU hefur verið vikið frá störfum á meðan árannsókn málsins stendur.
Gögnin sem nú eru í fréttum varða hitafarsmælingar frá Kína sem voru unnin af Wei-Chyung Wang í ríkisháskóla New York Univerisity of Albany og síðan notuð að því er virðist gagnrýnislaust í CRU. Wang segist nú ekki finna gögnin sem úrvinnslan hans byggðist á.
Vísindamenn frá Englandi, Bandaríkjunum, Indlandi og víðar hafa blandast í fréttir af fúski í úrvinnslu veðurfarsgagna og tilraunum til að sópa óþægilegum staðreyndum undir teppið. Fullyrðingar um alþjóðlegt samsæri til að breiða yfir fúskið geta ekki talist óeðlilegar miðað við þær fréttir sem hafa borist. Hversu víðtækt má deila um, en þegar er um að ræða eina af meginstoðum IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna hlýtur þetta að teljast alvarlegt.
Frétt Guardian á netinu: http://www.guardian.co.uk/environment/2010/feb/01/leaked-emails-climate-jones-chinese
Í ljósi þessarar fréttar og fleiri slíkra vekur furðu að í tengslum við þessi mál gefur íslenska Veðurstofan út eftirfarandi yfirlýsingu:
"Veðurstofan sér ástæðu til þess að vísa á bug ásökunum um umfangsmikið samsæri vísindamanna sem hún telur engan fót fyrir."
Sjá grein hér: http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1805
Eftirfarandi má sjá í gögnum sem hefur verið lekið:
- Ítrekað hefur verið reynt að komast hjá því að verða við óskum um að afhenda gögn, þó óskin hafi verið byggð á bresku upplýsingalögunum.
- Sendir hafa verið tölvupóstar milli landa með tilmælum um að eyða póstum sem gætu reynst óþægilegir ef þeir væru birtir.
- Margsinnis hefur það gerst að gögn sem eru forsendur fyrir mikilvægum rannsóknaniðurstöðum finnast ekki. Varla er hægt að ímynda sér alvarlegra brot á viðurkenndu verklagi við vísindarannsóknir.
- Forrit fyrir úrvinnslu gagna eru sum hver í slíku ástandi að fyrsta árs nemi í tölvunarfræði yrði felldur ef hann skilaði slíkri vinnu.
Er það forsvaranlegt að íslenska Veðurstofan taki að sér að verja slík vinnubrögð?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.1.2010 | 18:51
Mbl. staðfestir að við höldum fullveldi inni í ESB
"... En evrusvæðið samanstendur af fullvalda ríkjum og þar af leiðandi hafa stjórnmálamenn tilhneigingu til þess að hafa þjóðlega sýn á efnahagsvandann. ..."
Mikið er nú gott að hafa staðfestingu Moggans á því að við missum ekki fullveldið við að ganga í ESB.
Greinin gengur annars út á að það sé allt í lagi að hlaða upp skuldum og reka ríkið með halla. Svo lengi sem menn eru með eigin gjaldmiðil sem er hægt að gengisfella til að lækka laun allra á einu bretti. Þetta losar stjórnvöld undan þeirri leiðindakröfu að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum.
Krónuaðdáun og ESB andstaða Davíðs Oddssonar og félaga skín í gegn í allri greininn.
Mikill og djúpstæður vandi í evrulandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2009 | 19:40
LÍÚ má ekki takast ætlunarverk sitt
"...Skuldahali útgerðarinnar kemur nýju bönkunum nákvæmlega ekkert við, ennþá. Helst er að sjá að baráttuaðferð LÍÚ byggi á því að ná skuldahalanum inn í nýju bankana sem gerir það erfitt að fyrna kvótana öðru vísi en að stórskaða rekstur þeirra..."
Þetta skrifaði ég í Morgunblaðið 21. júní síðastliðinn. Sjá alla greinina hér: http://www.uppbod.net/nei-við-fyrningu--mikið-tap-grein-í-mbl-.aspx
Ef þessi frétt Mbl. reynist vera rétt er ljóst að íslenska ríkið hefur orðið fyrir tugmiljarða ef ekki meiri skaða í þessum samningum um yfirfærslu útgerðarlána yfir í Nýja Landsbankann.
Mér finnst núna standa upp á stjórnvöld að mótmæla þessari frétt eða útskýra hvernig samningamönnum ríkisins líðst að semja út frá forsendum sem eru í andstöðu við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Fyrning gæti rýrt efnahag bankanna: NBI á mest undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 12:13
Pólitískt hugrekki miklu frekar
LÍÚ lýsir ráðherra með lagi Þursaflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 14:35
Leggjum niður umhverfisráðuneytið
Þar sem brýn nauðsyn er nú að spara í ríkisrekstrinum legg ég til að umhverfisráðuneytið verði lagt niður.
Stofnun sem gerir ekkert annað en að reyna að bregða fæti fyrir margt að því sem reynt er að gera til að endurreisa efnahag Íslendinga hlýtur að mega missa sig.
Þetta er augljóslega geðþóttaákvörðun sem virðist vera hugsuð til að friða umhverfisöfgasinna í Vinstri grænum.
Var einhver að tala um að Bretar og Hollendingar væru að níðast á okkur efnahagslega? Við þurfum kannski ekki að leita svo langt.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2009 | 20:54
Góðar fréttir
Samkomulagið í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 13:30
Kranablaðamennska
Enn og aftur fer mbl.is inn á áróðurssíðu LÍÚ og endurbirtir gagnrýnislaust það sem LÍÚ fannst áhugaverðast af því sem fram kom á ráðstefnu um kvótamál. Er til of mikils mælst að Mogginn eða mbl.is mæti sjálfir á ráðstefnuna og segi frá einhverju öðru en því sem þóknast LÍÚ?
Ef Mogginn ætlar sér að halda einhverjum trúverðugleika í umfjöllun um sjávarútvegsmál verður að blaðið að gera betur en þetta.
Þar fyrir utan er nálgun prófessorsins á því hvað telst vera "góð" reynsla af kvótakerfum alveg úr takti við það sem flestum finnst, fyrir utan LÍÚ kvótagreifa.
Draumsýn prófessorsins um að láta menn með skammtímagróðasjónarmið síðan taka yfir fiskveiðistjórnun vekur upp óþægilegar minningar frá bankahruninu.
Almennt góð reynsla af kvótakerfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)