Stríðsyfirlýsing í formi sáttatillögu

Samkvæmt núgildandi lögum er kvótanum úthlutað til eins árs í einu. Að kalla kröfu um úthlutun til 35 ára, tilraun til sátta er í besta falli hægt að kalla brandara. Einnig mætti kalla það ósvífna stríðsyfirlýsingu gegn almenningi sem á auðlindina en ekki útgerðarmenn.

Af hverju vilja útgerðarmenn ekki að kvótinn verði settur á árleg uppboð? Með því væri tryggt að ekki væri farið fram úr greiðslugetu útgerðarinnar. Ástæðan er sú að útgerðarmenn vilja gera nánast hvað sem er til að koma í veg fyrir að raunveruleg geta útgerðarinnar til að greiða fyrir kvótann komi í ljós.

Uppboðin myndu fljótlega leiða í ljós að hægt væri að greiða til ríkisins árlega um 30 miljarða samfara því að reka útgerðir með góðri arðsemi.

Hins vegar liggur líka fyrir að sá hópur útgerðarmanna sem gæti skilað slíkri auðlindarentu til ríkisins samfara arðbærum rekstri yrði að hluta til öðruvísi samsettur en útgerðarmenn eru í dag. Ofurskuldsettar útgerðir yrðu að fá að fara í gegnum endurskipulagningu til að geta tekið þátt í slíkum rekstri. Kröfuhafar gömlu bankanna yrðu að sætta sig við afskriftir í framhaldi af fyrningu kvóta.

Sjá tillögu um uppboðskerfi fyrir kvóta hér: http://www.uppbod.net


mbl.is Afnotatími útgerða verði til 35 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þessir aðilar eru svo ósvífnir að mælirinn er byrjaður á öðrum hring. Ef gera á einka nýtingarsamning við nokkra sérvalda einstaklinga á verðmætustu sameign þjóðarinnar sem er svo langur að börnin manns eru farin að taka ellilífeyri þegar hann loks rennur út, mun ég ekki láta nægja að berja lyklaborðið. 

Atli Hermannsson., 5.4.2011 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband