30% af heimildum IPCC ekki rýndar

Fyrir þá sem ekki vita er IPCC alþjóðanefnd Sameinuðu þjóðanna fremst í flokki þeirra sem halda því fram að hlýnun jarðar undanfarið stafi af mannavöldum.

IPCC stundar engar rannsóknir sem slík en kannar rannsóknaniðurstöður frá vísindamönnum og leggur mat á þær.

Eitt af því sem notað hefur verið til að rökstyðja það að við ættum að trúa IPCC er að IPCC byggi niðurstöður sínar einungis á jafningjarýndum (peer reviewed) heimildum.

Formaður nefndarinnar Pachauri hefur ítrekað þetta við mörg tækifæri, sjá t.d. eftirfarandi tilvitnun:

"People can have confidence in the IPCC's conclusions…Given that it is all on the basis of peer-reviewed literature." - Rajendra Pachauri, IPCC chairman, June 2008

Mörg önnur dæmi um þessa fullyrðingu með tilvísunum má sjá á þessari síðu:
http://www.noconsensus.org/ipcc-audit/not-as-advertised.php

Sjálfur man ég ekki betur en Pachauri hafi ítrekað þetta í fyrirlestri í Háskólabíói á síðasta hausti.

Síðan þá hefur ýmislegt gerst. Climategate staðfesti meðal annars það sem marga hafði grunað lengi að jafningjarýnisferlið í loftslagsvísindum væri ekki að virka sem skyldi. Ýmsir tölvupóstar staðfestu það. Síðan kom Himalayagate og fleiri tengd mál þar sem staðfest var að minnsta kosti einhverjar heimildir voru byggðar á blaðafréttum eða álíka vísindalegum grunni. IPCC viðurkenndi mistökin, sagði að það yrðu áfram jöklar í Himalaya eftir nokkra áratugi og sagði að það hefði verið einstak óhapp að þetta hefði ekki uppgötvast áður en skýrslan var gefin út.

Síðan gerðist það nýlega að alþjóðlegur hópur 43 borgara frá 12 löndum kannaði allar 18.531 heimildirnar. Þetta hlýtur að hafa verið býsna mikil vinna og á þessi hópur þakkir skilið fyrir vinnuframlagið.

Verkefninu var stjórnað af Donna Laframboise, kanadískri konu sem heldur úti síðunni www.noconsensus.org
Niðurstöðuna úr rannsókninni má finna hér: http://www.noconsensus.org/ipcc-audit/findings-main-page.php

Hver kafli í heimildalistanum var rýndur af þremur óháðum rýnendum og linkað er á niðurstöður hvers þeirra. Alltaf var valin sú niðurstaða sem var hagstæðust IPCC.

Niðurstaðan var að af 18.531 tilvísuðum heimildum voru 5.587 ekki jafningjarýndar. Niðurstaðan er sem sé að meira en 30% af heimildum IPCC voru ekki ritrýndar!

Þessi 30 prósent samanstanda m.a. af stúdentaritgerðum, blaðagreinum og jafnvel áróðursbæklingum frá umhverfisverndunarsinnum.

Í fyrstu var ég vantrúaður á að þetta gæti verið rétt, svo að ég kíkti á nokkrar heimildir í IPCC skýrslunni af handahófi. Og mikið rétt. Þarna mátti finna tilvísanir í útgáfur af ýmsu tagi m.a. frá Cato stofnun hægri sinnaðra Bandaríkjamanna, Vinnuskjöl "Working papers" sem eru það væntanlega vegna þess að ekki er búið að rýna þau, fréttatilkynningar af ýmsu tagi og skjöl frá WWF (World Wildlife Fund) sem er þekkt alþjóðleg stofnun sem berst fyrir hagsmunum dýrategunda.

Sjá má umfjöllun um þetta í Daily Telegraph hérna: http://www.telegraph.co.uk/comment/columnists/christopherbooker/7601929/Climategate-a-scandal-that-wont-go-away.html

Þó virðing mín fyrir IPCC hafi farið minnkandi með hverju ári undanfarið, verð ég að viðurkenna að ég er alveg dolfallinn. Nefndin er svo gjörsamlega rúin trúverðugleika að það er ekkert annað að gera en leggja nefndina niður og reyna að nálgast málin með öðrum hætti.

Ég held að það sé kominn tími fyrir dugnaðarforkana á www.loftslag.is að bæta einni mýtu á listann sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er óneitanlega alveg gáttaður á þessu.

Ágúst H Bjarnason, 21.4.2010 kl. 23:04

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ekki bætir þessi listi málstað IPCC. Það er með ólíkindum hvað IPCC nefndin er gróf í að útiloka allar rannsóknir sem ekki samræmast pólitískum markmiðum hennar.

Finnur Hrafn Jónsson, 22.4.2010 kl. 18:46

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þið eruð náttúrulega alveg gáttaðir, en ef þið skoðið þessa mynd sem er á heimasíðu IPCC, þá verðið þið enn gáttaðari, en þarna stendur m.a. "...and selected non-peer reviewed literature...", þannig að þetta ratar ekki í mýtusafnið, þar sem þetta er ekki mýta, heldur vel þekkt staðreynd, sem engum sem nennir að athuga málið nánar ætti að vera hulið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.4.2010 kl. 21:30

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já það er eðlilegt að þið séuð gáttaðir á þessu - þið sem hafið úr nánast engu ritrýndu efni úr að moða, í ykkar vindmylluslag við samsæriskenningar um IPCC og loftslagsvísindamenn yfir höfuð.

Hitt er rétt að IPCC er alls ekki fullkomið og villur hafa slæðst inn í skýrslurnar frægu, en það má segja að mæliniðurstöður tali sínu máli og að villur í IPCC gangi í báðar áttir - ofmat hvað varðar bráðnun Himalaya og vanmat hvað varðar bráðnun hafíss og sjávarstöðubreytingar.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.4.2010 kl. 22:15

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 26.4.2010 kl. 22:28

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já Ágúst - það er von að þú brosir, er það ekki út af innsláttarvillunni hjá mér? Málið er að hjá Finni þá þarf maður ekki að spá 100% í það hvað maður setur inn - hann er ekki með jafn stranga ritstjórnarstefnu og þú

Höskuldur Búi Jónsson, 26.4.2010 kl. 23:27

8 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"...Allar helstu rannsóknarniðurstöður, eins og t.d. gögn sem notuð eru í matsskýrslur IPCC eru ritrýnd og rannsóknir eru almennt gerðar á mjög faglegan hátt. ..."

Svatli í aths (#32) í bloggfærslu hjá Ágústi Bjarnasyni 26. nóv. 2009.
Sjá: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/982131/


"People can have confidence in the IPCC's conclusions…Given that it is allon the basis of peer-reviewed literature." - Rajendra Pachauri, IPCC chairman, June 2008

Það er sem sagt ekki hægt að trúa sjálfum formanni IPCC nefndarinnar.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.4.2010 kl. 01:10

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

En það má allavega treysta niðurstöðum vinnuhóps 1 eða hvað? Sjá Vinnuhópur 1 fær toppeinkun

Höskuldur Búi Jónsson, 27.4.2010 kl. 08:01

10 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þegar einhver segir 100% margoft en raunveruleikinn er 93% er mitt traust horfið.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.4.2010 kl. 09:22

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur; geturðu komið með tengingu á t.d. þessi ummæli sem þú vitnar í hjá Pachauri, þarna stendur bara að hann hafi sagt þetta í júní 2008, en ef maður fær ekki heildarmyndina, þá er erfitt að fullyrða um samhengið. Þetta er reyndar mjög almennt hjá þeim sem afneita vísindunum, þ.e. að taka hlutina úr samhengi og gera svo einhvern stóra dóm út úr því...

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 09:43

12 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Finnur Hrafn Jónsson, 28.4.2010 kl. 10:35

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég leyfi mér að efast um að blaðatilvitnun í Pachauri í Times of India, hvort sem rétt er haft eftir honum eður ei, velti vísindunum á nokkurn hátt, enda eru þau svo mikið meira en persóna Pachauri.

Í skýrslu vinnuhóps 1 (sem er skýrslan sem fer í vísindalega hlutan) er 93% af tilvitnunum beint úr ritrýndum heimildum, þannig að það er auðveldlega hægt að halda því fram að niðurstaðan sé byggð á grunni (basis) ritrýndra vísindagreina, þó svo eitthvað komi af stuðningsefni frá stofnunum (t.d. Veðurstofu Íslands) um allan heim. Það er margskonar efni sem kemur frá t.d. Veðurstofunni, sem er nothæft sem heimildir þó svo ekki sé búið að fá það útgefið í ritrýndum tímaritum. Þetta geta verið skýrslur um snjóalög, hitastig, regn og fleira m.a. staðbundið.

Reyndar er ég viss um að þú hefur ekki sannfærst, en eins og þú  kannski tókst eftir á loftslag.blog.is, þá gerðum við þér tilboð sem þú mátt skoðar, sem er;

Þú mátt pikka út hvaða grein sem er af þessum 700 greina lista yfir "ritrýndar" greinar sem þú bentir á og við skullum ræða nánar um hana fyrir þig. Þitt er valið, gjörðu svo vel.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 21:36

14 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"...Ég leyfi mér að efast um ..."  - gerirðu þér grein fyrir því að það mætti kalla þig efasemdarmann ef þú lætur svona frá þér?

700 greina tilboðið verður að bíða betri tíma, ég hef allt of mikið að gera sem stendur.

Segjum þetta gott í bili og forðumst hjarðhegðun.

Finnur Hrafn Jónsson, 28.4.2010 kl. 22:05

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég efast ekki um að ég er efasemdarmaður, en lifi þó ekki afneitun eins og sumir.

Þú lætur bara vita þegar þú tekur tilboðinu, við höfum yfirleitt tíma í smá grúsk og rannsóknir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband