Mbl. staðfestir að við höldum fullveldi inni í ESB

"... En evrusvæðið samanstendur af fullvalda ríkjum og þar af leiðandi hafa stjórnmálamenn tilhneigingu til þess að hafa þjóðlega sýn á efnahagsvandann. ..."

Mikið er nú gott að hafa staðfestingu Moggans á því að við missum ekki fullveldið við að ganga í ESB.

Greinin gengur annars út á að það sé allt í lagi að hlaða upp skuldum og reka ríkið með halla. Svo lengi sem menn eru með eigin gjaldmiðil sem er hægt að gengisfella til að lækka laun allra á einu bretti. Þetta losar stjórnvöld undan þeirri leiðindakröfu að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum.

Krónuaðdáun og ESB andstaða Davíðs Oddssonar og félaga skín í gegn í allri greininn.

 


mbl.is Mikill og djúpstæður vandi í evrulandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Efnahagslega hrunið land getur ekki tekið þátt í ecrusvæðinu! það tekur áratugi að retta landið við eftir óstjórn síðustu ára.

Árni Björn Guðjónsson, 17.1.2010 kl. 07:33

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Staðreyndin er reyndar sú að ábyrgðarleysi í efnahagsmálum hefur aukizt ef eitthvað er með tilkomu evrunnar í þeim ríkjum sem tekið hafa hana upp. Það er eins og menn hugsi sem svo að þeir þurfi ekki að sýna neina sérstaka ábyrgð fyrst þeir eru orðnir að hluta af stærra myntsvæði. Aðhaldið er sáralítið, svokallaður stöðugleikasáttmáli svæðisins sem átti einna helzt að veita aðhald er ekki pappírsins virði eftir að hann hefur ítrekað verið brotinn á sl. árum og þá einkum af Frökkum og Þjóðverjum án þess að neitt hafi verið gert í því.

Varðandi fullveldið, tökum dæmi um það hvað forystumenn innan Evrópusambandsins hafa sagt um það:

"The single currency is the greatest abandonment of sovereignty since the foundation of the European Community. It is a decision of an essentially political nature. We need this United Europe. We must never forget that the euro is an instrument for this project." — Felipe Gonzales, former Prime Minister of Spain, May 1998.

"From now on, monetary policy, usually an essential part of national sovereignty, will be decided by a truly European institution." — Wim Duisenburg, President of the European Central Bank, The Daily Telegraph, 1st January 1999.

"The time for individual nations [in Europe] having its own tax, employment and social policies if definitely over. We must finally bury the erroneous ideas of nations having sovereignty over foreign and defence policies. National sovereignty will soon prove itself to be a product of the imagination." — Gerhard Schröder, Chancellor of Germany, January 1999.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.1.2010 kl. 10:42

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Hjörtur:

Þú fullyrðir að ábyrgðarleysi í efnahagsmálum í einstökum ríkjum hafi aukist með tilkomu evrunnar. Á sama tíma tíma vitnar þú í menn sem fullyrða að upptaka evrunnar feli í sér mikið framsal á fullveldi.

Þetta stangast augljóslega á. Ef einstakar þjóðir hafa minna að segja um sín efnahagsmál vegna evru og ESB aðildar, hlýtur að minnka svigrúm fyrir ábyrgðarleysi í efnahagsmálum, ekki vaxa.

Þar fyrir utan er ég þeirrar skoðunar að evra og ESB aðild feli í sér hlutaafsal á fullveldi. Að mínu er það vel ásættanlegur fórnarkostnaður á móti ávinningunum. Fullveldisafsalið er þó ekki meira en það að við getum alltaf sagt okkur úr ESB ef okkur líkar ekki veran þar.

Tökum dæmi sem markaðshyggjumaður ætti að skilja:
Fyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að úthýsa rekstri upplýsingakerfa sinna. Með þessu missa þau beina stjórn á því hvernig þau eru rekin. Ávinningurinn er hins vegar sá að reksturinn er framkvæmdur af aðilum sem eru sérhæfðir í því og geta gert það betur og með minni tilkostnaði.

Sama gildir um evruna og fleira sem ESB býður. Vegna þess hver evran er miklu betri og traustari mælikvarði á verðmæti en krónan, þurfa þeir sem nota evru að greiða mun lægri vexti en þeir sem nota krónu. Viðskiptakostnaður þeirra sem nota evru er einnig lægri vegna þess að þörf fyrir gjaldeyriskaup stórminnkar. Markaðurinn segir okkur með skýrum hætti að evran sé betri gjaldmiðill en krónan.

Hefðbundnar valdaklíkur sjá hins vegar ógnun í evrunni. Með henni kemur nauðsyn aga í ríkisfjármálum. Ekki er lengur hægt að hringja í Seðlabankann og biðja hann um að prenta peninga þegar ríkiskassinn er tómur. Ekki er lengur auðvelt að minnka kaupmátt almennings með því að fella gengið.

Finnur Hrafn Jónsson, 17.1.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband