29.9.2015 | 00:57
18 ár án hlýnunar draga úr trú fólks á hlýnun af mannavöldum
Meðalhiti jarðar hefur ekki hækkað síðustu 18 ár þrátt fyrir samfellda vaxandi losun CO2 og hækkun á styrk CO2 í andrúmslofti. Fleiri efast um kenningar af hlýnun af mannavöldum og snúa sér að öðrum meira aðkallandi vandamálum.
Hreint loft ekki næg ástæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2015 | 21:16
Penni til leigu
Ég held að blaðamaður mbl.is myndi líka reyna að stöðva bíómynd þar sem honum væri lýst sem penna til leigu. Sjá lýsingu á myndinni hérna í imdb: http://www.imdb.com/title/tt3675568/
Reyndu að stöðva mynd um afneitun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 20:20
Staðreyndir, líkur og léleg loftslagsmódel
Schmidt:
"...Grundvallarstaðreyndir málsins eru að aukið magn koltvísýrings er vegna losunar manna, aukning koltvísýrings á eftir að hita upp jörðina og sú hlýnun verður ekki smávægileg. Þessar þrjár grundvallarstaðreyndir hafa verið vel þekktar frá því á seinni hluta 9. áratugarins og jafnvel allt frá 8. áratugnum, segir Schmidt í viðtali við mbl.is...."
IPCC:
"...Human influence has been detected in warming of the atmosphere and the ocean, in changes in the global water cycle, in reductions in snow and ice, in global mean sea level rise, and in changes in some climate extremes (see Figure SPM.6 and Table SPM.1). This evidence for human influence has grown since AR4. It is extremely likely that human influence has been
the dominant cause of the observed warming since the mid-20th century. {10.310.6, 10.9}..."
Á meðan Schmidt talar um staðreyndir talar milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna IPCC um yfirgnæfandi líkur á að ráðandi þáttur í hlýnun stafi af mannavöldum.
Loftslagsmódelin sem Schmidt tók þátt í að smíða hafa ekki reynst forspá um síðustu 15 ár. Af hverju ættum við frekar að trúa því að þau reynist betur í framtíðinni?
Koldíoxíðið er brennuvargurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2015 | 12:32
Vísindasagnfræðingur á villigötum
Conway virðist hafa látið sannfærast um að hlýnun stafi af mannavöldum og er tilbúinn að afgreiða stækkandi hóp efasemdarmanna sem handbendi áróðursafla með vafasöm markmið.
Stækkandi hópur efasemdarmanna stafar af mínu mati af því að fleira fólk hefur kynnt sér málin. Einnig er sífellt að koma betur í ljós að spálíkön síðustu 10-20 ára hafa ekki reynst forspá um hitann á jörðinni.
Söguþekking Conway ætti að duga honum til að átta sig á því að meirihluti vísindamanna er alls ekki staðfesting á því að kenning sé rétt.
Olíufyrirtækin eru flest farin að fjárfesta í öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Þá græða þau, óháð hvað gert verður.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum eyða miljörðum dollara árlega í rannsóknir og ráðstafanir vegna þess sem þau telja manngerða hlýnun. Einstaka rannsóknastyrkir olíufélaga til vísindamanna sem rannsaka málið út frá öðrum sjónarhóli eru einungis dropi í hafið miðað við þessa miljarða.
Harkan í fordæmingu á öllum sem eru með efasemdir fer vaxandi, raddir eru farnar að heyrast um að tjáningarfrelsið eigi ekki lengur við, menn eru stimplaðir sem afneitarar til að reyna tengingu við þá sem afneita helför Gyðinga og safnað er undirskriftum til að hrekja efasemdarmenn úr starfi hjá rannsóknastofnunum. Allt þetta þykir mér benda til að aðilar sem gera út á hlýnun af mannavöldum séu farnir að óttast þessar vaxandi efasemdaraddir.
Reykurinn mengar enn loftið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2014 | 22:46
Ekki heldur án ræstingafólks
Fjölmargar starfsgreinar koma við sögu í starfsemi nútíma heilbrigðisþjónustu. Hversu lengi gæti Landspítalinn starfað án ræstingafólks?
Hrýs hugur við ástandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2014 | 17:36
Árás á fársjúka einstaklinga
Eina hugsanlega niðurstaðan ef þetta frumvarp er samþykkt er að spilafíklum á Íslandi fjölgar.
Vitað er að 1-2% fólks hefur tilhneigingu til að þróa með sér spilafíkn sem getur lagt líf þess í rúst. Spilafíkn hefur verið opinberlega viðurkenndur geðsjúkdómur á Íslandi í áratugi.
Spilakassar og spilavíti hafa reynst mun áhrifaríkari til að virkja spilafíkn í fólki en hefðbundin happdrætti og lottó. Þeir sem leggja þetta að jöfnu hafa greinilega ekki kynnt sér málið.
Með því að lögleiða spilavíti er verið búa til löglega aðferð fyrir siðblinda peningamenn til að féfletta og rústa lífi fársjúks fólk sem eru spilafíklar. Nær væri að banna spilakassana sem hafa valdið ómældum hörmungum hjá fjölmörgum hér á Íslandi.
Spilafíklar eru þægilegur markhópur sem ekki er fær um að bera hönd fyrir höfuð sér. Aðstandendur spilafíkla er flestir líka svo uppteknir af því fást við fjölskylduvandamálin sem skapast í tengslum við fíknina að þeir eiga ekki eftir orku í baráttu á öðrum vettvangi.
Ef menn telja örlög spilafíkla vera ásættanlegan fórnarkostnað í nafni frelsis leyfi ég mér að efast um siðferðiskennd þeirra sem hafa slíka afstöðu.
Vonandi eru nægilega margir þingmenn á Alþingi með eðlilega siðferðiskennd til að stöðva þetta frumvarp.
Vilja lögleiða fjárhættuspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2014 | 20:49
Íslenska kafala kerfið
Það er alveg óþarfi fyrir Íslendinga að hneykslast á því að Arabar noti kafala kerfi, nákvæmlega sama kerfi er notað á Íslandi. Það hefur oft verið gagnrýnt en stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að breyta því. Lagaleg staða útlendinga sem koma til Íslands með þessum leyfum er jafnslæm og þeirra sem koma til Arabalanda.
Sjá: http://www.utl.is/index.php?option=com_content&view=article&id=6&Itemid=7&lang=is
Á þessari síðu Útlendingastofnunar kemur fram að ráðningarsamningur undirskrifaður af atvinnurekanda er forsenda fyrir dvalarleyfi til að vinna á Íslandi.
Billjónum varpað fyrir róða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2014 | 21:46
Það sem stjórnarliðar segja og það sem þeir meina
Þegar stjórnarliðar tjá sig um mál, er ekki einfalt fyrir fáfróðan almenning eins og ég tilheyri að átta sig á því hver raunverulega meining er. Ég misskildi stjórnarliða hrapallega fyrir kosningar sem olli því að mér finnst núna að ég hafi kastað atkvæði mínu á glæ.
Eftir ítarlega skoðun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þegar stjórnarliðar segja að engar sérlausnir fáist í samningum um ESB aðild, séu þeir raunverulega að meina að sérlausnir muni fást, eða að minnsta kosti hagstæð túlkun á því hvernig ESB reglum verður beitt gagnvart Íslendingum.
Þetta skelfir þá ákaflega vegna þess að þá telja þeir hættu á því að þjóðin myndi samþykkja ESB samning, sem myndi þýða ógn við valdaelítu þeirra og þeirra hefðbundnu atvinnugreina, landbúnaðar og sjávarútvegs sem þeir standa helst fyrir.
Viðræðunum við ESB sjálfhætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2014 | 16:32
Svikið kosningaloforð og stríðsyfirlýsing
Hérna má sjá stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar. Reyndar er þessi stefna enn í gildi á heimasíðu flokksins. Ég minnist ekki svikins kosningaloforðs af þessum skala áður. Flokkurinn getur ekki annað en skipst upp í flokk lýðræðissinnaða hægrimanna og sérhagsmunagæsluflokk.
Hér er sérhagsmunagæsluelítan að lýsa yfir stríði gegn almenningi í landinu. Það á ekki bara að tefja fyrir að við fáum að skoða ESB valkostinn heldur á að fyrirbyggja að hann komi til greina mörg ár fram í tímann. Það er ekki fordæmi fyrir því að þjóð hafi dregið ESB umsókn til baka. Það er þekkt að umsóknir hafa lent í biðstöðu en þá er ekki verið að eyðileggja starf sem búið er að vinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2013 | 18:24
Íslendingar gætu lært af Kúbverjum.
Kúba hættir með tvöfalt gjaldmiðlakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |