Staðreyndir, líkur og léleg loftslagsmódel

Schmidt:
"...„Grundvallarstaðreyndir málsins eru að aukið magn koltvísýrings er vegna losunar manna, aukning koltvísýrings á eftir að hita upp jörðina og sú hlýnun verður ekki smávægileg. Þessar þrjár grundvallarstaðreyndir hafa verið vel þekktar frá því á seinni hluta 9. áratugarins og jafnvel allt frá 8. áratugnum,“ segir Schmidt í viðtali við mbl.is...."

IPCC:
"...Human influence has been detected in warming of the atmosphere and the ocean, in changes in the global water cycle, in reductions in snow and ice, in global mean sea level rise, and in changes in some climate extremes (see Figure SPM.6 and Table SPM.1). This evidence for human influence has grown since AR4. It is extremely likely that human influence has been
the dominant cause of the observed warming since the mid-20th century. {10.3–10.6, 10.9}..."

Á meðan Schmidt talar um staðreyndir talar milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna IPCC um yfirgnæfandi líkur á að ráðandi þáttur í hlýnun stafi af mannavöldum.
 
Loftslagsmódelin sem Schmidt tók þátt í að smíða hafa ekki reynst forspá um síðustu 15 ár. Af hverju ættum við frekar að trúa því að þau reynist betur í framtíðinni?


mbl.is Koldíoxíðið er brennuvargurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innistæðulausar fullyrðingar og lítið gert úr þeim sem andmæla er gamalkunnugt bragð trúboða. Hann fær sennilega vel borgað fyrir hverja messu.

Jós.T. (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 20:50

2 identicon

Sæll.

Góðir punktar hjá þér. Þessi frétt er óttalegt bull. Fólk þarf ekki annað en lesa sér aðeins til og þá hrynur til grunna málflutningur þeirra sem vilja meina að allt sé mannkyni að kenna.

Það er svolítið merkilegt að þessi tölvumódel sem menn hafa mikla trú á eru svo léleg að þau geta ekki einu sinni spáð rétt fyrir um loftslag aftur á bak í tímann. Það ætti að segja fólki nokkuð!

Helgi (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 20:57

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta segja þeir sjálfir hjá IPCC um áreiðanleika loftslagslíkana:

 

"...In sum, a strategy must recognise what is possible. In climate research and modelling, we should recognise that we are dealing with a coupled non-linear chaotic system, and therefore that the long-term prediction of future climate states is not possible. The most we can expect to achieve is the prediction of the probability distribution of the system’s future possible states by the generation of ensembles of model solutions. This reduces climate change to the discernment of significant differences in the statistics of such ensembles". 

IPCC, Working Group I: The Scientific Basis
14.2.2.2 Balancing the need for finer scales and the need for ensembles
http://www.ipcc.ch/ipccreports/tar/wg1/505.htm

Ágúst H Bjarnason, 1.3.2015 kl. 22:09

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér má sjá niðurstöðu allra helstu loftslagslíkana ásamt raunveruleikanum til ársins 2012. Auðvelt er að framlengja þann feril til 2015 því hann er láréttur.

http://3.bp.blogspot.com/-zLZvFvWqy8Y/U8REucSDlfI/AAAAAAAAASg/-f_VHXdfaQY/s1600/CMIP5-73-models-vs-obs-20N-20S-MT-5-yr-means1.png

Ágúst H Bjarnason, 1.3.2015 kl. 22:15

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Takk fyrir Ágúst, þetta var býsna yfirgripsmikil myndræn samantekt sem þú krækir á. Munurinn á líkönunum og raunveruleikanum er sláandi. Ef ég hefði búið til svona líkön sem hefðu reynst svona illa, hefði ég snúið mér að einhverju öðru :)

Finnur Hrafn Jónsson, 1.3.2015 kl. 22:52

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég ætla ekki að reyna að útskýra fyrir ykkur hvar misskilningur ykkar á loftslagslíkönum byrjar og endar - en þó engin væru loftslagslíkön þá sjá menn fyrir að með því að auka styrk CO2 í lofthjúpnum þá eykst hiti jarðar, sem getur leitt til hærri sjávarstöðu, breytt  úrkomumynstri, aukið sýrustig sjávar og minnkað súrefni sjávar:

http://www.loftslag.is/?p=14484

Höskuldur Búi Jónsson, 2.3.2015 kl. 10:51

7 identicon

Höski alltaf góður :)

Málpípa www.skepticalscience.com, sem teiknimyndahöfundurinn John C(r)ook stýrir, ætlar sko ekkert að útskýra flottu loftslagslíkönin fyrir okkur dauðlegum . . .

. . . enda getur hann það ekki ;)

https://www.facebook.com/groups/gwhysteria/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband