Vísindasagnfræðingur á villigötum

Conway virðist hafa látið sannfærast um að hlýnun stafi af mannavöldum og er tilbúinn að afgreiða stækkandi hóp efasemdarmanna sem handbendi áróðursafla með vafasöm markmið.

Stækkandi hópur efasemdarmanna stafar af mínu mati af því að fleira fólk hefur kynnt sér málin. Einnig er sífellt að koma betur í ljós að spálíkön síðustu 10-20 ára hafa ekki reynst forspá um hitann á jörðinni.

Söguþekking Conway ætti að duga honum til að átta sig á því að meirihluti vísindamanna er alls ekki staðfesting á því að kenning sé rétt.

Olíufyrirtækin eru flest farin að fjárfesta í öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Þá græða þau, óháð hvað gert verður.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum eyða miljörðum dollara árlega í rannsóknir og ráðstafanir vegna þess sem þau telja manngerða hlýnun. Einstaka rannsóknastyrkir olíufélaga til vísindamanna sem rannsaka málið út frá öðrum sjónarhóli eru einungis dropi í hafið miðað við þessa miljarða.

Harkan í fordæmingu á öllum sem eru með efasemdir fer vaxandi, raddir eru farnar að heyrast um að tjáningarfrelsið eigi ekki lengur við, menn eru stimplaðir sem afneitarar til að reyna tengingu við þá sem afneita helför Gyðinga og safnað er undirskriftum til að hrekja efasemdarmenn úr starfi hjá rannsóknastofnunum. Allt þetta þykir mér benda til að aðilar sem gera út á hlýnun af mannavöldum séu farnir að óttast þessar vaxandi efasemdaraddir.


mbl.is Reykurinn mengar enn loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband