Hræðsluáróður LÍÚ virkar ekki á almenning

Mér finnst það mjög ánægjulegt að um 70% almennings vill að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir kvótann í stað þess að fá hann gefins. Þessi könnun MMR var mjög þarft innlegg í umræðuna núna.

Massívur áróður og hótanir LÍÚ hefur greinilega ekki dugað til að draga athyglina frá aðalatriði málsins sem er að það er engin leið til að réttlæta það að ríkið færi fáeinum útvöldum aðilum gífurleg verðmæti á silfurfati.

Sjá tillögu að uppboðskerfi fyrir kvótann hérna: http://www.uppbod.net


mbl.is 2/3 vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Innköllun kvótans er sér mál og síðan kemur að því hvernig það verður gert. Það eru margir vankantar á því að ráðast á útgerðarfyrirtækin rétt eins og þau séu sek um einhverja glæpi. Það er fráleitt viðhorf.

Ein útfærslan gæti verið sú að ríkið tæki yfir skuldir útgerða og setti á stofn einhvers konar Fiskveiðasjóð. Það eru áreiðanlega einhverjar útgerðir þar sem er búið að hrifsa út arð og önnur verðmæti og bíða þess eins að láta afskrifa.

Síðan má ekki gleyma þætti Hafró í öllu þessu stóra dæmi. Það er opinber vitneskja en ekki staðfest af Hafró né ráðuneytinu að nú er tækifæri til að auka til muna aflheimildir í t.d. þorski allverulega.

Þá er komið að veiðikerfinu. Færeyingar spara sína fiskistofna með því að nota sóknarmark á sín skip og koma með aflann að landi.

Við höfnum þessu og notum aflamarkið sem býður upp á að þeim afla sé fleygt sem ekki stenst hámark í arðsemi. 

Árni Gunnarsson, 26.5.2011 kl. 13:38

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Mér finnst eðlilegast að skuldir vegna kvótakaupa sem útgerðin stendur ekki undir verði afskrifaðar. Þeir sem lánuðu til kvótakaupa með veði í kvóta án þess að lögformlegir pappírar væru til um eignarhald voru einfaldlega að taka mikla áhættu sem er eðlilegt að þeir þurfi núna að bera kostnað af.

Aflamark þar sem greitt væri fyrir með prósentu af aflaverðmæti við löndun felur ekki í sér neinn hvata til brottkasts. Þvert á móti væri hagkvæmara fyrir útgerðir að koma með allan veiddan afla að landi.

Veiðikerfi fyrir fiskveiðar þarf að mínu mati að uppfylla kröfur um jafnræði aðila í aðgangi að auðlindinni. Einnig þarf það að sjá til þess að auðlindarentan renni til eigandans, þ.e. þjóðarinnar. Hvort síðan er notað aflamark eða sóknarmark til að stýra sókninni er allt önnur umræða. Einnig hvernig hámarksafli er ákvarðaður.

Finnur Hrafn Jónsson, 26.5.2011 kl. 15:05

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er hafið yfir allan efa að í sóknarmarki kemur allur afli að landi. Það er í mínum huga hafið yfir efa að færeyskir sjómenn og pólitíkusar hafa næmari skilning á nýtingu þessarar auðlindar en hagfræðingar okkar Íslandinga hvort sem þeir eru búsettir heima eða í BNA.

Það eru líkindi til að prósentugjald tekið af lönduðum afla skili þeirri umgengni sem við viljum ástunda en það verður að koma í ljós.

Ég held mig við að Hafró þurfi að stokka upp og jafnvel að minnka verulega vald stofnunarinnar. Ekki þarf að leita lengra eftir rökum í þá átt en að benda á þann skelfilega árangur sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Árni Gunnarsson, 26.5.2011 kl. 15:18

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður fæst ekki uppgefið hversu mikill hluti skulda útgerðarinnar er vegna kvótakaupa, en það er talað um að 25-30% þeirra hafi farið í einkaneyslu og til kaupa á hlutabréfum í alls óskyldum rekstri.  Þetta fæst ekki staðfest og á meðan svo er þá verða sögusagnir á kreiki og ekki verða þær neitt lágstemmdari, þegar á þessu hvílir leyndarhjúpur..

Jóhann Elíasson, 26.5.2011 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband