VG vilja gefa íslenskum fyrirtækjum auðlindir, ekki útlendum

Miðað við fréttir af starfi sáttanefndar um fyrningarleið er helst að sjá að fulltrúi Vinstri grænna hafi tekið að sér að verja hagsmuni LÍÚ þegar þeir gengu úr nefndinni. 

Áframhaldandi gjafakvótar til LÍÚ greifa, kosta ríkið 30-40 miljarða á hverju ári. VG finnst það kannski allt í lagi. ESB-andstæðingavinum VG í Sjálfstæðisflokknum finnst það líka allt í lagi.

Einu sinni stóð maður í þeirri trú að VG væru uppfullir af kreddum en þeir væri ekki beinlínis spilltir. Afstaða þeirra til gjafakvóta og fleiri mála bendir til þess að þeir séu ekki síður tilbúnir til að verja sérhagsmuni ef þeim sýnist svo.

Það er einnig svolítið skrýtið að sjá einbeitta ESB andstæðinga ganga svona langt í því að vernda EES samninginn. Það er ekki einu sinni þannig að verið sé að brjóta EES samninginn en það má segja að það sé kannski ekki í anda samningsins að fyrirtæki í ríkjum utan EES fari þessa leið til að komast í þennan geira. Skatttekjurnar lenda þó alltént í EES.

 


mbl.is Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er þér fyllilega sammála hvað varðar Vg og sáttanefndina um stjórnun fiskveiða. En ég skil ekki af hverju þessi færsla er sett hér í tengslum við vinnubrögð Iðnaðarráðuneytisins

Er þetta nokkuð smjörklípuaðferð til að slæva athyglina í tengslum við fréttina?

Árni Gunnarsson, 10.7.2010 kl. 21:00

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Allt er þetta hluti af stærra máli sem snýst um eignarhald og arð af auðlindum hér á Íslandi.

Ég er reyndar ekki hrifinn af því hversu langur nýtingarréttur jarðvarmans er þarna suðurfrá.

Eðlilegra hefði verið að nýtingarréttur hefði verið boðinn upp og til skemmri tíma sem væri í samræmi við afskriftatíma mannvirkja sem þarf til að nýta orkuna.

Svandís er bara allt of seint á ferðinni að fara núna að reyna að slá sig til riddara með því að reyna að hnekkja löglega gerðum samningum.

Að sjálfsögðu á að bjóða upp nýtingarrétt á öllum auðlindum í eigu almennings. Afnotatímabil sem miðað á við í uppboðum þarf að sjálfsögðu að vera í samræmi við eðli auðlindar.

T.d. auðlind eins og fiskur sem er mjög sveiflukennd og búnaður til að nýta hana er hreyfanlegur og auðseljanlegur, þá er alveg nóg að miða við eitt ár í einu fyrir nýtingartíma á uppboði.
Sjá nánar um það á http://www.uppbod.net

Finnur Hrafn Jónsson, 10.7.2010 kl. 22:30

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 11.7.2010 kl. 12:15

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Já, þetta er mjög góð grein hjá mínum gamla varmafræðikennara úr Háskólanum. Ég hafði ekki séð hana áður.

Ég er sammála Ágústi í því að það þarf nauðsynlega að marka stefnu í orkumálum. Hún þarf að miðast við hagsmuni almennings og án samráðs við sérhagsmunaaðila.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.7.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband