2.2.2010 | 09:14
Climategate og Veðurstofan
Í prentútgáfu Guardian í dag 2. febrúar, er forsíðufrétt, þar sem fjallað er um nýjar ásakanir um að gallar í mæligögnum um hitafar á jörðinni hafi verið faldir.
Um er að ræða gögn á vegum University of East Anglia Climate Research Unit (CRU), sem hefur verið ein helsta heimild IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna um hlýnun síðustu áratugi. Mikil hlýnun síðustu áratugi er að sjálfsögðu ein meginstoð fullyrðinga IPCC um að hlýnun á jörðinni undanfarið sé manngerð. Ef í ljós kemur að hún hafi verið ýkt eins og margir halda fram, er ljóst að verulega hriktir í stoðum kenninga IPCC.
CRU hefur verið mikið í alþjóðlegum fréttum undanfarið vegna svokallaðs "Climategate" máls þar sem tölvupóstum og fleiri gögnum var lekið á netið. Tölvupóstarnir þóttu sýna fram á óheiðarleg vinnubrögð og vísindafúsk. Phil Jones, yfirmanni CRU hefur verið vikið frá störfum á meðan árannsókn málsins stendur.
Gögnin sem nú eru í fréttum varða hitafarsmælingar frá Kína sem voru unnin af Wei-Chyung Wang í ríkisháskóla New York Univerisity of Albany og síðan notuð að því er virðist gagnrýnislaust í CRU. Wang segist nú ekki finna gögnin sem úrvinnslan hans byggðist á.
Vísindamenn frá Englandi, Bandaríkjunum, Indlandi og víðar hafa blandast í fréttir af fúski í úrvinnslu veðurfarsgagna og tilraunum til að sópa óþægilegum staðreyndum undir teppið. Fullyrðingar um alþjóðlegt samsæri til að breiða yfir fúskið geta ekki talist óeðlilegar miðað við þær fréttir sem hafa borist. Hversu víðtækt má deila um, en þegar er um að ræða eina af meginstoðum IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna hlýtur þetta að teljast alvarlegt.
Frétt Guardian á netinu: http://www.guardian.co.uk/environment/2010/feb/01/leaked-emails-climate-jones-chinese
Í ljósi þessarar fréttar og fleiri slíkra vekur furðu að í tengslum við þessi mál gefur íslenska Veðurstofan út eftirfarandi yfirlýsingu:
"Veðurstofan sér ástæðu til þess að vísa á bug ásökunum um umfangsmikið samsæri vísindamanna sem hún telur engan fót fyrir."
Sjá grein hér: http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1805
Eftirfarandi má sjá í gögnum sem hefur verið lekið:
- Ítrekað hefur verið reynt að komast hjá því að verða við óskum um að afhenda gögn, þó óskin hafi verið byggð á bresku upplýsingalögunum.
- Sendir hafa verið tölvupóstar milli landa með tilmælum um að eyða póstum sem gætu reynst óþægilegir ef þeir væru birtir.
- Margsinnis hefur það gerst að gögn sem eru forsendur fyrir mikilvægum rannsóknaniðurstöðum finnast ekki. Varla er hægt að ímynda sér alvarlegra brot á viðurkenndu verklagi við vísindarannsóknir.
- Forrit fyrir úrvinnslu gagna eru sum hver í slíku ástandi að fyrsta árs nemi í tölvunarfræði yrði felldur ef hann skilaði slíkri vinnu.
Er það forsvaranlegt að íslenska Veðurstofan taki að sér að verja slík vinnubrögð?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Facebook
Athugasemdir
Framkvæmdastjóri IPCC og Nóbelsverðlaunahafi, Dr. Pachauri, er greinilega fjölhæfur maður. Nú hefur hann gefið út skáldsögu, Return to Almora. Útgáfan hefur vakið verulega athygli.
Varúð: Eftirfarandi blaðagreinar eru ekki ætlaðar þeim sem eru yngri en 18 ára:
The Telegraph 30. janúar:
Revealed: the racy novel written by the world's most powerful climate scientist.
http://www.telegraph.co.uk/earth/environment/climatechange/7111068/Revealed-the-racy-novel-written-by-the-worlds-most-powerful-climate-scientist.html
Times of India:
Return to Almora: A spiritual potboiler.
http://timesofindia.indiatimes.com/home/sunday-toi/book-mark/Return-to-Almora-A-spiritual-potboiler-/articleshow/5491811.cms
Það má prófa að Googla "Return to Almora". Æði margar tilvísanir birtast.
Havð finnst þér um þetta framtak framkvæmdastjórans Finnur?
Ágúst H Bjarnason, 2.2.2010 kl. 10:50
Krækjurnar eru líklega betri svona:
The Telegraph 30. janúar:
Revealed: the racy novel written by the world's most powerful climate scientist.
http://www.telegraph.co.uk/earth/environment/climatechange/7111068/Revealed-the-racy-novel-written-by-the-worlds-most-powerful-climate-scientist.html
Times of India:
Return to Almora: A spiritual potboiler.
http://timesofindia.indiatimes.com/home/sunday-toi/book-mark/Return-to-Almora-A-spiritual-potboiler-/articleshow/5491811.cms
Ágúst H Bjarnason, 2.2.2010 kl. 10:53
Þessi maður kemur sífellt á óvart. Þó ekki fyrir þekkingu á loftslagsmálum. Ég er þó ekki viss um hvort ég á að hlæja eða hneykslast.
Í eftirfarandi grein má sjá lýsingu á fjármálaumsvifum járnbrautaverkfræðingsins Rajendra Pachauri, formanns IPCC, sem BBC kallaði eitt sinn fremsta loftslagsvísindamann heims.
Sjá: http://www.telegraph.co.uk/news/6847227/Questions-over-business-deals-of-UN-climate-change-guru-Dr-Rajendra-Pachauri.html
Ég sé ekki betur en að hann sé ennþá stórtækari en Al Gore í hinu og þessu braski til að reyna að græða á ýmsu sem tengist starfi IPCC nefndarinnar.
Glitnir Bank kemur við sögu í greininni en stórvinur Rajendra, Ólafur Ragnar Grímsson hefur væntanlega liðkað eitthvað fyrir þar.
Ég sé ekki betur en maðurinn verði að teljast vanhæfur til að vera formaður IPCC.
Finnur Hrafn Jónsson, 2.2.2010 kl. 12:54
Jæja,
Mig langar reyndar að benda á að í greininni sem Finnur bendir á, stendur eftirfarandi, hvað svo sem segja má um þetta ákveðna mál, sem ég persónulega hef ekki náð að setja mig inn í enn þá:
"The revelations on the inadequacies of the 1990 paper do not undermine the case that humans are causing climate change, and other studies have produced similar findings."
Það er líka fróðlegt að benda á aðra grein af Guardian síðan í gær, þar sem rætt er um þetta svo kallað Climategate mál, sú grein er einnig rituð af Fred Pearce, sem ritar þessa grein sem þú vitnar í Finnur;
How the 'climategate' scandal is bogus and based on climate sceptics' lies
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 13:50
Áður en þið missið ykkur alveg í samsæriskenningum, þar sem vísindamenn Veðurstofunnar eiga að vera í flokki, þá langar mig að benda á að Phil Jones hefur fengið að svara fyrir sig á Guardian, sjá "Climate scientist at centre of email row defends his research". Þar kemur m.a. fram:
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 21:39
2. febrúar 2010
http://www.guardian.co.uk/environment/2010/feb/02/hacked-climate-emails-flaws-peer-review
Climate change emails between scientists reveal flaws in peer review
A close reading of the hacked emails exposes the real process of science, its jealousies and tribalism
Fred Pearce
Scientists sometimes like to portray what they do as divorced from the everyday jealousies, rivalries and tribalism of human relationships. What makes science special is that data and results that can be replicated are what matters and the scientific truth will out in the end.
But a close reading of the emails hacked from the University of East Anglia in November exposes the real process of everyday science in lurid detail.
Many of the emails reveal strenuous efforts by the mainstream climate scientists to do what outside observers would regard as censoring their critics. And the correspondence raises awkward questions about the effectiveness of peer review – the supposed gold standard of scientific merit – and the operation of the UN's top climate body, the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC).
MEIRA:
http://www.guardian.co.uk/environment/2010/feb/02/hacked-climate-emails-flaws-peer-review
Ágúst H Bjarnason, 3.2.2010 kl. 08:43
Hér er meira eftir sama greinarhöfund, Fred Pearce.
Meira: http://www.guardian.co.uk/environment/2010/feb/01/climate-emails-sceptics
How the 'climategate' scandal is bogus and based on climate sceptics' lies
Claims based on email soundbites are demonstrably false – there is manifestly no evidence of clandestine data manipulation
Almost all the media and political discussion about the hacked climate emails has been based on brief soundbites publicised by professional sceptics and their blogs. In many cases, these have been taken out of context and twisted to mean something they were never intended to.
Elizabeth May, veteran head of the Canadian Green party claims to have read all the emails and declared: "How dare the world's media fall into the trap set by contrarian propagandists without reading the whole set?"
If those journalists had read even a few words beyond the soundbites, they would have realised that they were often being fed lies. Here are a few examples.
The most quoted "climategate" soundbite comes from an email from Prof Phil Jones, director of the Climatic Research Unit at the University of East Anglia, to Prof Mike Mann of the University of Virginia in 1999, in which he discussed using "Mike's Nature trick" to "hide the decline". The phrase has been widely spun as an effort to prevent the truth getting out that global temperatures had stopped rising.
The Alaskan governor Sarah Palin, in the Washington Post on 9 December, attacked the emailers as a "highly politicised scientific circle" who "manipulated data to 'hide the decline' in global temperatures". She was joined by the Republican senator James Inhofe of Oklahoma – who has for years used his chairmanship of the Environment and Public Works Committee to campaign against climate scientists and to dismiss anthropogenic global warming as "the greatest hoax ever perpetrated on the American people". During the Copenhagen climate conference, which he attended on a Senate delegation, he referred to the Jones's "hide the decline" quote and said: "Of course, he means hide the decline in temperatures."
This is nonsense. Given the year the email was written, 1999, it cannot be anything else. At that time there was no suggestion of a decline in global temperatures. The previous year was the warmest on record, coming on top of a run of record warm years in the warmest decade of the century. It is only in the decade since that the rise in temperatures has slackened, due to natural cycles of variability.
Meira: http://www.guardian.co.uk/environment/2010/feb/01/climate-emails-sceptics
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 09:14
Mér finnst merkilegt við það sem Ágúst afritar af guardian hér fyrir ofan - að það stangast gjörsamlega á við minn skilning á samsærum. Hvernig geta vísindamenn sem öfundast út í hvern annan, eru keppinautar og skipta sig í marga hópa (tribalism) - verið í einhvers konar samsæri - eins og oft er gefið í skyn?
Höskuldur Búi Jónsson, 3.2.2010 kl. 11:29
Í greininni í The Guardian er verið að fjalla um "...And the correspondence raises awkward questions about the effectiveness of peer review – the supposed gold standard of scientific merit...", en allir hljóta að vera sammála um mikilvægi þess, þó svo að það virki ekki alltaf. Það kemur bæði fram í fyrirsögn greinarinnar og innihaldi hennar, sem ég afritaði aðeins byrjunina af.
-
Hvernig líst mönnum annars á "fagurbókmenntir" framkvæmdastjórans ?
Ágúst H Bjarnason, 3.2.2010 kl. 11:41
Það er mikilvægt að stefna að því að hækka staðalinn á skýrslum IPCC og alltaf hægt að gera betur í þeim efnum. Þessar skýrslur eru um 3.000 bls. og það eru frekar fáir þættir sem hægt er að benda á þar sem ekki er unnið með þau allra bestu gögn sem til eru við skrif þeirra. Þetta mál með jökla Himalaya, sýnir að þrátt fyrir góð kerfi þá geta orðið mistök og þau þarf að laga.
En þegar tekin eru út einstök atriði (ég er ekki að segja að það megi ekki tala um þau) og látið líta út fyrir með þeim að um heildar samsæri sé að ræða eða að það sé verið að hylma yfir eitthvað, ber það merki þess að sérvalin gögn sé um að ræða, sem eiga að sýna fram á hið meinta samsæri.
Hér að neðan fer ég yfir nokkra punkta úr færslunni hjá Finni:
Ég er ekki að gera lítið úr þessum ásökunum og það þarf að rannsaka það frekar, eins þarf að rannsaka hvort það sé réttlætanlegt að vísindamenn fái stöðugt óskir frá sömu mönnum um að fá gögn afhend með allri þeirri vinnu sem það hefur í för með sér. Annars held ég að þetta mál eigi eftir að gera það að verkum að enn meira af gögnum verða gerð alveg opinber.
Einstakir tölvupóstar um þetta hafa fundist og geta ekki talist til vitnis um almennt viðhorf vísindamanna til gagna. Og ekki er neitt í þessu máli sem bendir til almenns samsæris vísindamanna.
Margsinnis; er nú djúpt í árina tekið, enda eru þau gögn sem t.d. er mest um rætt hitafarsgögn hjá CRU, þar sem þeir eyddu eitthvað af frumgögnum eftir vinnslu, til enn þá hjá þeim stofnunum sem útveguðu þau. Þau gögn sem um er rætt var eytt á meðan mikið var verið að huga að plássi varðandi geymslu gagna í tölvukerfum. Allir útreikningar í því tilviki er til í tölvukerfum CRU og frumgögn á hjá þeim sem útveguðu gögnin upphaflega.
Það getur hver sem er haldið þessu fram, og það er gert á mörgum síðum efasemdarmanna, út frá gögnum um forrit sem var í vinnslu og fannst í þessu Climategate máli. Climategate málið er nánast ekki annað en upphrópanir og stormur í vatnsglasi efasemdarmanna um hlýnun jarðar vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum.
En þegar þessi mál eru skoðuð í samhengi þá virðist vera sem það sé mikil bylgja þessa dagana til að reyna að sýna fram á einhverskonar alsherjar samsæri vísindamanna, sem er alrangt. Þetta er eins og að segja, ég þekki einn lélegan bifvélavirkja þar af leiðandi virka bílar almennt ekki.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 14:04
Ágúst:
Það er eðlilegt að þú notir skömmustulegan broskarl þegar þú hendir frá þér svona Ad Hominem rökleysu. Ef þetta var ekki slík tilraun hjá þér, hver er þá tilgangurinn með að henda þessu fram hér?
Höskuldur Búi Jónsson, 3.2.2010 kl. 15:30
Þó ámælisverð vinnubrögð séu stunduð við vísindarannsóknir er auðvitað ekki loku fyrir það skotið að menn slysist á rétta niðurstöðu.
Fyrir mér er Climategate engar nýjar fréttir. Málið er frekar staðfesting á því sem ég hef fylgst með hjá fjölmörgum vísindamönnum undanfarin ár sem hafa sætt margskonar persónulegum árásum og hindrunum ef þeir hafa leyft sér að efast um fræði IPCC vísindamanna. Sérstaklega þeir sem hafa reynt að kafa ofan í hvernig unnið úr gögnum.
Það sem Climategate hefur hins vegar gert, að með fréttum af leka eða stolnum gögnum varð málið nógu krassandi til að hefðbundnir fjölmiðlar fengu nægan áhuga á efninu til að birta fréttir um það. Sem er þó hálf vandræðalegt fyrir þá marga sem hafa vandlega ritskoðað út fréttir sem ekki samræmdust pólitíska rétttrúnaðinum sem fylgir loftslagsmálum.
Ég sagði hvergi að Veðurstofan væri hluti af einhverju samsæri. Hún blandaði sér hins vegar í málið alveg ein og hjálparlaust með þessari fáránlegu yfirlýsingu sinni. Núna er t.d. búið að úrskurða að CRU braut bresk upplýsingalög. Þeir sleppa hins vegar við ákæru vegna þess að brotið er meira en 6 mánaða gamalt.
Sjá hér: http://www.dailymail.co.uk/news/article-1246661/New-scandal-Climate-Gate-scientists-accused-hiding-data-global-warming-sceptics.html
Varðandi tilvísun í Elizabeth May er ljóst að hún hefur ekki skilið hvað málið snérist um. Hitalækkunin var í síðustu áratugunum frá árhringjagögnum. Það leit að sjálfsögðu ekki vel út og gat bent til að árhringjagögnin væru ekki sérlega marktæk þar sem auðvelt var að bera þau saman við önnur gögn. Þeim var því einfaldlega sópað undir teppið. Þetta er ekki hægt að kalla annað en vísindalega óheiðarleika. Eða það sem kallað er á ensku "cherry picking" og hefur verið gagnrýnt af sumum hér á blogginu.
Samsæri eða ekki samsæri. Skv. orðabókum er samsæri á ferðinni þegar tveir eða fleiri brjóta lög eða hegða sér með sviksamlegum hætti og bindast samtökum um að halda því leyndu. Samsærið verður alþjóðlegt þegar aðilar að því eru frá fleiri en einu landi. Augljóst er skv. þessu að samsæri geta átt sér stað þó að flestir starfi heiðarlega.
Varðandi jafningjarýniferlið er ljóst að það hefur verið meira og minna nafnið tómt hvað varðar greinar frá mörgum af þekktustu IPCC vísindamönnunum. Einfaldlega að taka vísindagrein til birtingar án þess að öll frumgögn væru greiðlega aðgengileg hverjum sem er, sýnir að rýniferlið var ekki að virka.
Varðandi forritin er ljóst að þar var fúsk á ferðinni sem engin leið er að afsaka með því að þau hafi verði í vinnslu. Sjálfur skoðaði ég hluta forritanna og blöskraði alveg vinnubrögðin. Háskólamenntun mín og áratuga reynsla af hugbúnaðargerð ætti að gera mig færan um að hafa skoðun á þessu.
Nú höfum við Climategate, einnig Glaciergate og loks Pachaurigate. Er ekki kominn tími til að leggja niður IPCC nefndina og nálgast málið með öðrum hætti?
Finnur Hrafn Jónsson, 3.2.2010 kl. 20:04
Þú íjaðir klárlega að því að Veðurstofan væri hluti af einhverju samsæri...þó þú viljir draga í land með það núna Finnur og kalla yfirlýsingu sem birtis á vefsíðu Veðurstofunnar, fáránlega yfirlýsingu...
Tvær skilgreiningar á samsæri:
Samsæri er hugtak, sem er oftast notað í neikvæðri merkingu, um samantekin ráð til þess að ná fram markmiði, oft með leynd.
Samsæri; leynileg samtök gegn e-u (e-m)
Við getum alveg verið sammála um að enn gegnsæjara ferli væri gott. En það má ekki gleym að ferlið er nokkuð gagnsætt í dag, t.d. getur hver sem er getur skýrslur IPCC og lesið þær, skoðað allar heimildir (þarf aðeins að hafa fyrir því) og grúskað í þeim ef þeir svo vilja. Hér má sjá mikið af gögnum sem eru opinber, Data sources, þannig að það eru nú ekki svo mikið af gögnum sem eru "leynileg" þó svo því sé fram haldið af efasemdarmönnum um hlýnun jarðar af mannavöldum.
Þess má líka geta að það eru margar óháðar stofnanir sem komast að svipaðri niðurstöðu í sambandi við hvað veldur því að hitastig er að hækka á jörðinni. Þannig að þó að við tækjum öll gögn CRU út í dag, þá hefði það væntanlega sáralítil áhrif á grunnniðurstöðuna.
En eins og áður segir og skal endurtekið í nýrri mynd, þá er Climategate bergmál þeirra upphrópanna sem hafa farið fram í umræðunni síðustu ár á ýmsum blogg- og fréttasíðum sem hafa tekið að sér að nálgast efasemdirnar með sínum hætti. Þeir sömu aðilar hafa enganvegin getað komið með sannfærandi rök eða rannsóknir til að styðja mál sitt.
Hvernig IPCC þróast í framtíðinni (með eða án Pachauri) verður að koma í ljós, en ég efast ekki um að það verður eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir mistök eins og þessi með jöklana hjá vinnuhóp 2. Vísindagrunnur skýrslunnar er gerður í vinnuhóp 1 og þar voru svona fullyrðingar ekki lagðar fram. Og ég er nokkuð viss um að grunnniðurstaða rannsóknanna verður hin sama, þ.e. að aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hafi áhrif á hitastig sem mögulega getur haft áhrif á loftslagið.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.