LÍÚ má ekki takast ætlunarverk sitt

"...Skuldahali útgerðarinnar kemur nýju bönkunum nákvæmlega ekkert við, ennþá. Helst er að sjá að baráttuaðferð LÍÚ byggi á því að ná skuldahalanum inn í nýju bankana sem gerir það erfitt að fyrna kvótana öðru vísi en að stórskaða rekstur þeirra..."

Þetta skrifaði ég í Morgunblaðið 21. júní síðastliðinn. Sjá alla greinina hér: http://www.uppbod.net/nei-við-fyrningu--mikið-tap-grein-í-mbl-.aspx

Ef þessi frétt Mbl. reynist vera rétt er ljóst að íslenska ríkið hefur orðið fyrir tugmiljarða ef ekki meiri skaða í þessum samningum um yfirfærslu útgerðarlána yfir í Nýja Landsbankann.

Mér finnst núna standa upp á stjórnvöld að mótmæla þessari frétt eða útskýra hvernig samningamönnum ríkisins líðst að semja út frá forsendum sem eru í andstöðu við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Fyrning gæti rýrt efnahag bankanna: NBI á mest undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

haltu áfram að berja höfðinu í stein. þér gengur ágætlega að blinda sjálfan þig fyrir sannleikanum.

Fannar frá Rifi, 29.11.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Alveg ótrúlegt hvernig blindir menn eins og þú Fannar minn sjáið til að skrifa?

Árni Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Klárt að LÍÚ sér til þess að láta afskrifa svona eins og 100 milljarða vegna "óhagsstæðs rekstrarumhverfis" vegna gengisfalls og annarra óáran. Annað dæmi er hinn snilldarlegi "FóðurSjóður" í landbúnaði. Guð minn góður, þvílík snilld.

Bjarni G. P. Hjarðar, 29.11.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband