LÍÚ sýnir klærnar

LÍÚ er búið að fá Samtök atvinnulífsins til að hóta uppsögn kjarasamninga ef kvótagreifar fá ekki áfram gefins kvóta að verðmæti 30 miljarða á ári.

Nú reynir á hvort stjórnvöld hafa bein í nefinu til að að standa gegn grímulausum hótunum aðila sem eru tilbúnir að ráðast að launþegum til að verja hagsmuni sína.

Fyrirfram gefna niðurstaðan í samráði hlýtur að byggjast á því að flokkar með fyrningu á stefnuskrá náðu meirihluta í síðustu kosningum. Ef sú stefna nær ekki fram að ganga vegna öflugs þrýstihóps tekur því ekki að halda kosningar í landinu.

Sjá nánar um áætlaða 30 miljarða auðlindarentu af Íslandsmiðum hér: http://www.uppbod.net/30-miljarda-audlindarenta.aspx

Einnig umfjöllun um kvótauppboðskerfi hér: http://www.uppbod.net


mbl.is Fyrirvari vegna fyrningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú getur bölvað þér upp á það að stjórnvöld LYPPAST niður í þessu eins og öðru.

Jóhann Elíasson, 25.6.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband