Fyrningin er BEST fyrir dreifbýlið

Mér finnst þetta undarlegt val á fyrirsögn fyrir þessa frétt Mbl. Blaðamaður virðist gefa sér að fyrningin yrði slæm og myndi koma verst út fyrir dreifbýlið.

Fyrningarleið er hins vegar pólitískt umdeilt mál, flokkar sem styðja hana hafa meirihluta á Alþingi en minnihlutaflokkar eru á móti.

Mín skoðun er sú að fyrningin sé til bóta hvort sem hún gerist í sjávarútvegi í þéttbýli eða dreifbýli. Ef henni verður fylgt eftir með kvótauppboðum mun nauðsynleg endurnýjun og uppbygging hefjast í sjávarútvegi, ekki síst úti á landi. Ofurskuldsett útgerðarfyrirtæki munu hætta rekstri í stað þess að nota arð nota allan sinn arð í að greiða skuldir næstu 10 árin.

Tekjur sem kæmu af kvótauppboðum mætti nýta til uppbyggingar á landsbyggðinni. Ef ekki verður fyrnt mun arður útgerðarinnar hins vegar lenda hjá erlendum kröfuhöfum í gömlu bankanna.

Sjá nánar um tillögu að uppboðskerfi fyrir sjávarútveg hér: http://www.uppbod.net

 


mbl.is Fyrningin yrði verst í dreifbýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

og hvaðan á peningurinn að koma? þegar núverandi heimildir verða fyrndar þá munu gömlu skuldirnar í sjávarútvegi falla á bankanna og þar með ríkisjóð vegna þess gömlu sjávarútvegsfyrirtækin fara í gjaldþrot.

eina sem fyrning myndi leiða til er samþjöppun á eignarhaldi auðlinda. en þú mátt trúa því sem þú vilt. ættir kannski að spá í því hvaða afleiðingar þetta hefur nú þegar haft á allan iðnað og þjónustu í kringum sjávarútveg. allir halda að sér höndum sem þýðir að þeir sem þjónusta sjávarútveg (t.d. vélsmiðjur) hafa minna að gera. 

Fyrningarleiðin er leið til að hleypa þeim aftur inn í kerfið sem hafa selt sig út úr því. 

Fannar frá Rifi, 20.6.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það liggur ekkert fyrir ennþá um að gömlu skuldir bankanna flytjist yfir í nýju bankana.

Eina vitið væri að skilja skuldahalann eftir og láta kröfuhafa gömlu bankana taka skellinn. Þeir voru að spila djarft og eiga að taka afleiðingunum.

Finnur Hrafn Jónsson, 20.6.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband