Áróðursherferð kvótagreifa

Ég skora á ríkisstjórnina að láta ekki hræða sig frá því að framfylgja boðaðri stefnu í sjávarútvegsmálum.

Þjóðin er búin að fá sig fullsadda á þeirri siðblinduvæðingu sem hófst með gjafakvótakerfinu og náði hámarki með hruni bankanna.

Með eða án innköllunar er ljóst að nákvæmlega jafnmikill fiskur kemur á land og útflutningsverðmæti haldast óbreytt. Það eina sem gæti breyst er að smátt og smátt gæti orðið bráðnauðsynleg endurnýjun í útgerðaraðilum og arðurinn rennur til þjóðarinnar en ekki kvótagreifa.

Ályktun Samtaka fiskvinnslustöðva segir okkur ekkert annað en að þar eru meira og minna sömu aðilar á ferðinni og í LÍU sem vilja halda áfram að fá gjafakvóta.


mbl.is SF leggst gegn hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Ég er ekki vanur að svara þessu ómerkilega ,,moggabloggi" en get ekki annað í þetta skiptið.

  Það er auðséð Finnur með þessari færslu þinni að þú hefur ekki kynnt þér mikið íslenskan sjávarútveg heldur einungis haft af honum spurnir. Þú talar um ,,siðblinduvæðinguna" sem átti að hafa hafist með ,,gjafakvótanum". Nú ertu farinn óbeint að kenna sjávarútveginum um bankahrunið sem varð hér á landi síðast liðið haust. Auk þess voru það ekki íslenskir útgerðarmenn sem stóðu fyrir siðblindunni sem hrjáði bankageirann heldur var hún upprunin af frá þeim sjálfum. Margir útgerðarmennirnir urðu fórnarlömb þessara manna ekki bara fólkið á höfuðborgarsvæðinu.

  Gjafarkvótinn svokallaði varð til eftir að ofveiði hafði verið stunduð á íslandsmiðum í áratugi. Útgerðarmenn, sem þá voru oftast fleiri en tveir á hvern bát, öfluðu sér veiðireynslu sem svo var höfð til hliðsjónar á kvótaúthlutun. Miklar breytingar hafa átt sér stað á því kerfi sem sett var á laggirnar árið 1984 og ekki eru þær allar af hinu góða. En hingað til hefur enginn komið með betri lausn á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Og þetta síðasta útspil ríkisstjórnarinnar er ein af vitlausari hugmyndum sem fram hafa komið. Þessi hugmynd hefur poppað upp áður eða árið 2003 og voru menn ekki hrifnir af henni þá og síður en svo núna.

  Staðreyndin er sú að íslenskur sjávarútvegur er einn af þeim sterkustu og arðbærustu í heimi. Þetta vita þeir sem fylgjast með sjávarútveginum og hafa bæði af því gaman og atvinnu. Á síðasta ári dó ekki einn einasti sjómaður við Ísland. Þetta er óbeint núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi að þakka. En ef skipin eru háð ákveðnum kvóta er enginn hagur af því að halda skipum úti í öllum veðrum.

  Ég ætla ekki að vera með of mikla langloku hér en hef verið að reyna að verja Íslenskan sjávarútveg á síðustu dögum enda er að honum vegið. ÉG hef starfa innan sjávarútvegs allan minn starfsferill. Ég tek það fram að ég er ekki útgerðarmaður og einu hagsmunir mínir eru að hér sé öflugur sjávarútvegur því á því hagnast þeir sem innan hans starfa sem og þjóðin í heild sinni.

  Það að slátra einu mjólkurkú sinni í dag er glapræði og áætlun ríkisstjórnarinnar er ekkert annað en aðför að landsbyggðinni þar sem allir hafa atvinnu af greininni.

 Vona að þú skiljir þetta betur nú.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:55

2 identicon

Finnur þú segir réttilega að kvótagjöfin á sínum tíma var upphafið að siðblinuvæðingunni. fólk flest virðist ekki gera sér grein fyrir að þetta voru mestu eignatilfærslur Íslandssögunnar, þegar þingið færði aflaheimildir ríkissjóðs í hendur örfáum útgerðarmönnum til eignar. Stór hluti þessara manna seldi aflaheimildirnar frá sér og fór með gróðan úr greininni. Aðrir fóru útí leigubrasko en restin rak sína útgerð á heiðarlegan hátt. Ríkissjóður er eini réttmæti eigandi aflaheimildanna, þær ber að innkalla tafarlaust á einni nóttu ásamt gróðanum sem braskararnir liggja á. LÍÚ-mafíuna þarf að leysa upp og ákæra fyrir landráð.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:03

3 identicon

Þorbjörn Víglundsson er annaðhvort að misskilja málið eða að verja einhverja hagsmuni sem hann hefur af braski með aflaheimildir. Hann er þó hátíð samanborið við lögfræðingalýðinn sem hefur tekið að sér að verja kvótabraskarana. Þeir beita lygum, útúrsnúningum, innihaldslausum hræðsluárórðri og blekkingum til að berjast fyrir óréttlætinu. Ótrúlegt hvað fjölmiðlar og félagasamtök eins og SA láta þessa glæpamenn kúga sig.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þorbjörn:

Ég tók þátt í því að gera út og róa 10 tonna báti í 12-15 ár bæði á handfæraveiðar og net þannig að ég hef starfað í íslenskum sjávarútvegi.

Málflutningur þinn er alveg í takt við það sem kvótagreifarnir reyna, sem er að spyrða saman nauðsyn þess að setja kvóta og að gefa þá.

Að sjálfsögðu þarf áfram að stýra veiðum, hvort sem það væri gert með aflamarki eins og núna eða sóknarstýringu.

Það er hins vegar engin þörf á að gefa þá nema eftirspurnin væri minni en framboðið. Ef eftirspurnin er meiri en framboðið þarf að bjóða kvótana upp. Hugsa mætti sér að hver landhluti fengi sér uppboðskvóta þar sem tilboðsgjafar þyrftu að vera staðsettir í tilteknum landshluta.

Með siðblinduvæðingunni á ég við að fólk horfði upp á að tilteknum aðilum voru færð gífurleg verðmæti á silfurfati. Í kjölfarið komu síðan bankamenn og fleiri með brenglað siðferðismat.

Sjávarútvegurinn jafn skuldsettur eins og hann er núna er ekki öflugur. Þeir sem voru nógu vitlausir til að lána háar upphæðir út á gjafakvóta verða bara að bjarga sér sjálfir. Þær skuldir á að sjálfsögðu að skilja eftir eftir í þrotabúum gömlu bankanna.

Finnur Hrafn Jónsson, 12.5.2009 kl. 22:17

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Tökum til samanburðar tíðnisvið fjarskipta í Bandaríkjunum. Þau eru augljóslega takmörkuð auðlind sem er einskis virði nema nýtingunni sé stjórnað af stjórnvöldum.

Bandaríkjamenn bjóða tíðnisviðin upp, en einungis tímabundið í 10-15 ár. Síðan eru þau innkölluð og boðin upp aftur. Réttlæta má 10-15 ára nýtingartíma vegna þess að fjárfestingin er bundin ákveðnum tíðnisviðum.

Fiskveiðar eru miklu sveiflukenndari í eðli sínu og auðvelt að breyta nýtingu fiskiskipa við breyttar aðstæður. Þess vegna er engin þörf á því að miða við lengri tíma en eitt á í uppboðum á veiðileyfum. Ekkert væri heldur á móti því að veiðileyfi væru framseljanleg innan veiðiársins.

Fiskverkendur sem kaupa fisk á markaði kaupa aðföng sín á uppboði á hverjum degi án þess að það virðist valda erfiðleikum.

Finnur Hrafn Jónsson, 12.5.2009 kl. 22:28

6 identicon

  Það eina að kalla alla handhafa aflaheimilda ótýnda glæpamenn er ekkert annað en að kalla alla Íslendinga eiturlyfjasmyglar vegna skútumálsins. Ef við tökum sem dæmi Ísfélag Vestmannaeyja sem hefur verið starfrækt allt frá árinu 1901 glæpafyrirtæki er ósanngirni á háu stigi. Aflaheimildir Íslendinga eru ekki það miklar að hvert mannsbarn geti haft beina atvinnu af þeim og mun svo aldrei verða.

  Auk þess vil ég benda á það að ef úthlutun kvótans á sínum tíma hafi verið ,,mestu eignar tilfærslur íslandssögunnar" hvað má þá kalla innköllun aflaheimildanna í dag.

  Það er líka engin leið að skilja eftir skuldir núverandi sjávarútvegs í gömlu bönkunum þar sem þeir hafa verið yfirteknir af ríkinu með öllum þeim skuldbindingum sem því fylgir.

  Aflahiemildirnar liggja nú af stærstum hluta úti á landsbyggðinni og lifa þau sveitarfélög á sjávarútveginum. Það hefur tekið upp undir 30 ár að ná ákveðnu forskoti á sölumörkuðum erlendis og er sá árangur beinlínis í hættu. Það eru jú aðrar þjóðir sem sitja að kjötkötlunum en Íslenskir sjómenn hafa með mikilli vinnu og markvissri náð að vinna markaðina á sitt band.

  Þess vegna skil ég ekki afhverju þarf að refsa þeim sem innan greinarinnar starfa í dag í sátt og samlindi við menn og dýr. Sjómannasamtök um land allt hafa mótmælt fyrirhuguðum aðgerðum sem og flest allir aðilar innan greinarinnar.

  Það að ákveðnir aðilar hafa verið að braska þarf ekki að vera ástæða til þess að kippa grundvellinum undan rekstri annara fyrirtækja, ekki frekar en að loka eigi og ríkisvæða allar fjármálastofnanir á landinu í heild sinni.

  Ég vill aftur taka það fram að ég hef enga beina hagsmuni í kvóta. Ég hef starfað sem sjómaður frá árinu 1990 og starfaðu hjá mörgum útgerðum og fyrirtækjum. Guleg landsinsliggur í dag ekki síður í sölumörkuðum fisks frekar en í fisknum sjálfum. Það eina að leyfa því fólki sem mest vit hefur á þessum málum í dag að fá að starfa í friði og ró kemur til hagsbótar fyrir landið allt. Það græðir enginn á fyriráætlunum stjórnvalda nema slepjurnar sem aura sjá í hverju svindli. Og trúið mér, þeir líta hýru auga á fiskinn í sjónum í dag.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:58

7 identicon

Þorbjörn það er tímasóun að reyna að rökræða við þig. Það mætti fylla heilt íþróttahús af því sem þú "skilur ekki" þú rangtúlkar og snýrð útúr nánast öllu sem sagt er við þig. Internetið er fullta af rökföstum málflutningi gegn kvótabraski. Ég ráðlegg þér að kynna þér það svo þú gerir þig ekki að fífli með þínum ranghugmyndum. Birjaðu á jonas.is og farðu svo á eyjan.is og tölum svo saman þegar þú ert kominn með upplýsta skoðun á málinu.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:56

8 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þorbjörn:

Sem betur fer er þetta misskilningur hjá þér (reyndar nokkuð útbreiddur) að ríkið sé búið að taka yfir gömlu bankana. "Virtir" erlendir hagfræðingar sem hafa komið hingað hafa flaskað líka á þessu.

Ríkið stofnaði nýja banka á grundvelli innanlandsstarfsemi gömlu bankanna. Tók yfir fasteignir, innlán og hluta af innlenda lánasafninu til bráðabirgða. Enn er þó beðið eftir verðmati á eignasafni gömlu bankanna og þangað til verður ekki hægt að semja um frágang á skilum á milli gömlu og nýju bankanna.

Hvernig sem allt veltist er ljóst að gömlu bankarnir og síðan þrotabúa þeirra munu sitja uppi með mörg þúsund miljarða skuldahala sem íslenska ríkið þarf sem betur fer ekki að borga. IceSave er nógu erfitt samt.

Jón Gunnar Jónsson hagfræðingur færði sterk rök fyrir því nýlega í Silfri Egils að nýju bankarnir ættu einungis að taka yfir íslenskar innstæður gömlu bankanna. Allt annað væri of áhættusamt. Í nóvember síðastliðnum talaði þáverandi ríkisstjórn um að stefnt væri að því að taka yfir hluta af innlendum skuldum hjá gömlu bönkunum á einhverju gengi sem eftir væri að semja um.

Þó innkölluð veiðileyfi yrðu boðin upp, væri ekkert því til fyrirstöðu að gerðar yrðu kröfur til tilboðsgjafa að þeir væru frá þeim sjávarbyggðum sem eru núna að nýta kvótann.

Sátt um það kerfi sem er núna í dag er bara ímyndun, hún er ekki til staðar.

Finnur Hrafn Jónsson, 12.5.2009 kl. 23:59

9 identicon

@Þorbjörn

Hér er eitt dæmi af síðu Ólínu þorvarðardóttur:

Það er hálf ógeðfelt að bara svona venjulegt og að því maður gæti haldið, heiðarlegt fólk sé að berjast fyrir réttindum kvótabraskaranna. Hvað fær manneskju til að haga sér þannig? Ég held það sé undirlægjuhátturinn við FLokkinn sinn, seig heil SjálfstæðisFLokkurinn uber alles! Það er önurlegt þegar heiðarlegt fólk veður villu í óréttlæti og ver spillingu annarra.

ónefndur úr Vinnslustöðinni, sem ég var á sjó með á Rauðseynni í den, var spurður að því í morgun eftir að hann var búinn að halda því fram að það væri engin afgangur til að borga auðlindagjald, en þá var hann spurður að því hvort hann treysti sinni útgerð ekki til að greiða sama gjald og hann sjáfur leigði öðrum kvótalausum útgerðum kvótann, þá varð hann kjaftstopp! þessir glæpamenn þykjast og ljúga fyrir sinn málstað. Þessir fuglar geta leigt öðrum kvóta á uppsprengdu verði en treysta síðan ekki sjálfum sér eða útgerð sinni að gera út upp á þannig kvóta. Þvílikir hræsnarar, ég get ekki annað sagt og þið hin hérna sem eruð að leggja þessu pakki lið ættuð að skammast ykkar.

Valsól, 10.5.2009 kl. 23:03

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:01

10 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þeir sem eru hrifnastir af þessari þjóðnýtingu, fyrir utan Huga Chavez, eru einmitt þeir sem hafa annað hvort selt sig út úr atvinnugreinninni.  Leyst út talsverðan hagnað með sölu á kvóta sem þeir fengu gefins.  Svo má ekki gleyma þeim sem hafa farið á hausinn í rekstri í greininni og staðfest endanlega að þeir eiga ekki að vera í forsvari á þessu sviði.  Þetta er harkalegt að segja, en skoðið bara málflutninginn og sanniði til.   En sannleikurinn svíður ekki satt?

Þetta eru einmitt þau skilaboð sem við þurfum að senda alþjóðlegum fjárfestum, eða hvað?  Fjárfestið á Íslandi og ef pólitískir vinda blása á einhvern óheppilegan hátt fyrir ykkur, verður eign ykkar þjónýtt.  Þetta er nefnilega bara þjónýting.  Fólk ætti ekki að láta einhver rómantísk rök rugla sig í rýminu.  Halda einhverjir að þetta hafi t.d. góð áhrif á þessa eigendur jöklabréfa, sem stjórnvöld eru nú að biðja um að beina sjóðum sínum til innlendrar atvinnuuppbyggingar?  Þetta rekst hvað á annað hjá þeim!

Svo tala málpípur vinstri manna fjálglega um að "tryggja" eigi nýliðun og svo framvegis.  Setja eigi þessar þjóðnýttu aflaheimildir á markað.  Hverjir eiga mesta peninga til þess að kaup þær eða leigja á hæsta verði á uppboðsmarkaði?  Ætli það séu þeir sem mest fjármagnið hafi?  Ætli það tryggi einhverjá "nýliðun"?

Þetta dæmigerður hringlandaháttur vinstrimanna sem er settur fram fyrir kosningar til þess eins að veiða atkvæði, enda hafa þau mestan áhuga á því, frekar en að veiða fisk.  Fyrirgefið, en það eru ekki á allir eitt sáttir um þetta.  Í lokin er rétt að taka það fram að ég á ekki gramm í kvóta og hef aldrei átt.  Mínir hagsmunir eru eins og 99% Íslendinga óbeinir og mér er annt um að þessi auðlynd sé nýtt sem skynsamlegast fyrir okkur öll.  Það gerum við ekki með því að tryggja sóun.

Óska eftir því að þeir sem svari þessum pósti hafi ekki selt sig út úr greininni fyrr á árum!  Þeir sem það hafa gert geta varla talist "hlutlausir", eða hvað?

Helgi Kr. Sigmundsson, 13.5.2009 kl. 01:27

11 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Viðar, þú segir:

Þessir fuglar geta leigt öðrum kvóta á uppsprengdu verði en treysta síðan ekki sjálfum sér eða útgerð sinni að gera út upp á þannig kvóta.

Þessir "fuglar" sem þú bendir á hafa lagt í fjárfestingu með einum eða öðrum hætti sem liggur að baki þessum aflaheimildum.  Það hafa þeir ekki gert sem einungis leigja aflaheimildirnar.  Það er munurinn og þess vegna er erfitt að bæta við þessari "sömu" leigu, þegar einnig á að borga fyrir þessa fjárfestungu.  Þú getur ekki bæði átt kökuna og haldið henni, það verður ríkisstjórnin og fylgismenn fyrningarleiðar að gera sér grein fyrir.

Helgi Kr. Sigmundsson, 13.5.2009 kl. 06:12

12 identicon

Sigurður og Helgi bjóða hér uppá kristaltæra útúrsnúninga. Reka gamaldags "vinstri" hræðsluáróður sem kemur þessu máli ekkert við. Helgi Kristinn er talsmaður þeirra lækna sem vildja viðhalda spillingu ofurgróða yfirstéttarinnar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki veit ég hvaða hvatir reka hann áfram en síðan hans er full af óhróðri um fólk sem berst fyrir jöfnu réttlæti manna.

Tilgangslaust er að svara fólki sem tekur ekki rökum og viðurkennir ekki staðreyndir. Læt hér fljóta með pistil sem byrtist á eyjunni, fyrir þá sem áhuga hafa á upplýsandi umræðum um kvótamálið:

10. maí, 2009

Feigðarleið eða rétta leiðin?

Höfundur: Jón Páll Jakobsson sjómaður

Flokkur: Óflokkað

Hvers vegna halda allflestir útvegsmenn, sjálfstæðismenn og flestir ef ekki allir framsóknarmenn, að ef einhverju verði breytt í sambandi við kvótakerfið, þá verði fjöldauppsagnir og flest sjávarútvegsfyrirtæki fari á hausinn? Með þessu er þetta ágæta fólk að segja að með því að stokka upp úr sér gengið kvótakerfi þá munu bara öll frystihús og öll útgerð stoppa og fara á hausinn í framhaldinu.

Kvótakerfið sem slíkt skapar ekki verðmætið ; það gerir fiskurinn þegar hann hefur verið veiddur og unninn. Við hljótum að halda áfram að veiða fisk þó að kvótakerfið verði stokkað upp. Fólkið á Suðureyri mun halda vinnunni alveg eins og annað fólk í öðrum sjávarbyggðunum. Annað er bara fjarstæða.

Stóra vandamálið er að þessi auðlind er takmörkuð og það mun ekki verða sátt um hana nema stokka kerfið upp eins og segir í lögunum um stjórn fiskveiða:

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Þessi grein segir nú allt sem segja þarf. Ekkert af þessu sem þarna stendur hefur staðist. Hvar er hin trausta atvinna? Ég veit ekki betur en að á einni nóttu geti heilt sjávarþorp orðið atvinnulaust útaf þessu kerfi og eignir fólksins orðið verðlausar, alls staðar hefur orðið mikill byggðaröskun vegna þessara laga og svo síðast en ekki síst hefur verndun engu skilað nema minnkandi fiskistofnum!

Sá áróður sem L.Í.Ú er að predika er sá að ef innköllun aflaheimilda á sér stað fari öll sjávarútvegsfyrirtæki á hausinn og forstjóri Vinnslustöðvarinar í Vestmannaeyjum hefur gengið svo langt að segja að það taki 6,5 ár fyrir hans fyrirtæki og sex önnur að fara á hausinn ef farið verði í þessa fyringarleið. Það er verið að tala um að innkalla veiðiheimildinar á 20 árum, 5% á ári; ef Vinnslustöðin og önnur sjávarútvegsfélög þola ekki 5 % fyrningu þá hljóta þau að vera mjög illa stödd og frekar illa rekin.

Við vitum að þessi fyrirtæki hafa verið að kaupa upp kvóta (veiðiheimildir) fyrir ofurverð og er það aðalástæðan fyrir því að svona er komið fyrir stórum hluta sjávarútvegsfyrirtækja að þau séu yfirskuldsett. Tökum hvernig þessir aðilar höguðu sér þeir grenjuðu yfir of sterkri krónu því þá fengu þeir ekki nógu margar krónur fyrir afurðinar en á sama tíma tóku þeir ódýr erlend lán til að kaupa upp aflaheimildir á uppsprengdu verði og veðjuðu þá á að krónan myndi frekar styrkjast heldur en veikjast!.

Annar stór misskilningur er í gangi að með þessari fyrningu hverfi 5% af fisknum á ári og hann verði ekki veiddur meir þannig að eftir 20 ár verði enginn fiskur veiddur á Íslandsmiðum. Þetta er svo mikið bull hvernig þetta sett upp. Er það ekki fiskurinn sem skapar gjaldeyristekjurnar ekki kvótinn. Aflaverðmætið fæst með sölu á fiskinum ekki með kvótanum og sjálfsögðu verður veiddur fiskur áfram. Eina sem breyttist að útgerðin þarf að borga hóflegt gjald fyrir. Ef útgerðin ræður ekki við að borga hóflega leigu fyrir aflaheimildirnar þá er hún mjög illa stödd fyrir og þá hljóta að koma nýir aðilar sem geta veitt fiskinn og unnið hann og borgað fyrir nýtinguna á auðlindinni, en ég tel þetta bara vera áróður hjá LÍÚ. Alla vega hefur mörgu útgerðarmönnum fundist allt í lagi að leigja þær aflaheimildir sem þeir hafa fengið úthlutað á okurverði sem þeir hafa verðlagt einhliða sjálfir.

Sigurgeiri Brynjari forstjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur fundist allt í lagi að leigja frá sér aflaheimildir á okurverði þegar aðrir en hann á að leigja þær. En sannleikurinn er sá að forsenda þessa kerfis sem nú er í gildi er sú að halda uppi háu leiguverði á aflaheimildum til þess að hækka verðið á varanlegum nýtingarétti til þess að sína betri rekstrarafkomu með þessari fyringarleið verður þetta allt upp á borðinu og þeir sem ætla í útgerð fara í útgerð til þess að veiða fisk og selja hann, ekki til þess að braska með veiðiheimildir( nýtingarrétt á auðlindinni) sín á milli eins og hefur verið í núverandi kerfi.

Útvegsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa keypt sér nýtingarrétt af þessum veiðiheimildum svona dýrt. Þeir voru bara gambla með auðlindina. Vissulega eru til góðar og vel reknar útgerðir sem hafa hagnast á því að veiða og vinna fisk og þær munu lifa góðu lífi áfram, en flestar þær hafa hagnast á því að verðmæti nýtingaréttsins hefur alltaf hækkað og í raun og veru hefur arðsemin komið frá hækkandi kvótaverði heldur en af veiðum og vinnslu á fiski og oft hafði aðgangur þeirra að lánastofnunum mikið að segja. Það er auðvita alrangt því eins og ég sagði hér að ofan að lokum er það fiskurinn sem gefur okkur verðmætið ekki aflaheimildirnar sem slíkar, þannig að með þessari fyrningu mundum við ná hámarks verðmæti út úr þessari auðlind við sem myndum veiða og vinna fisk myndum borga hóflega leigu til samfélagsins fyrir að fá að nýta þessa auðlind og svo myndum við leita allra leiða til að fá sem allra hæst verð fyrir fiskinn og skapa þannig hámarksarðsemi út úr auðlindinni en ekki vera með einhver fölsk verðmæti í formi kvóta eins og staðan er í dag.

Þessi áróður um að byggðir leggist í eyði þó að kvótinn verði innkallaður er bara vitleysa. Hvers vegna ætti fólkið í Grímsey, í Ísafjarðarbæ eða Grindavík að missa vinnuna? Ef þessi fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu þar í dag geta ekki borgað hæfilegt gjald fyrir afnotin þá koma bara önnur fyrirtæki sem geta það og þannig hefur það alltaf verið, þannig ég hef enga áhyggjur af þessum byggðum. En við ættum að hafa áhyggjur af þessum byggðum eins og kerfið er uppbyggt í dag, því núna gætu þeir sem hafa afnotarétt af auðlindinni hætt eða selt sinn afnotarétt í burtu úr þessum byggðalögum og þá væri raunveruleg hætta til staðar í þessum byggðalögum.

Svo að lokum, hverju hefur þessi svokallaða hagræðing skilað okkur? Okkur hefur alltaf verið talið trú um það að uppkaup á aflaheimildum og skilja heilu byggðinar eftir í sárum og þann mannauð í sjávarþorpunum eftir atvinnulaust og eignir þeirra verðlausar, sé vegna þess að skussarnir myndu hverfa og þeir hæfustu myndi sigra og þannig myndum við ná hámarksarðsemi út úr auðlindinni. Hvers vegna eru þá þessi fyrirtæki svona skuldsett? Þetta voru kannski ekki þeir hæfustu? Voru þetta kannski bara þeir sem höfðu bestan aðgang að lánastofnunum og stjórnmálamönnum, var t.d fólkið á Bíldudal og sá mannauður sem bjó þar kannski eftir allt saman betur í stakk búið að veiða og vinna fisk og gera úr honum verðmæti heldur en þeir sem keyptu burt þær veiðiheimildir sem voru þar á sínum tíma? Hver veit, allavega er eitt ljóst að þeir sem eru í sjávarútvegnum í dag skulda þrefalda ársframleiðslu sína; það er nú allur árangurinn af besta “fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi”!

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 07:30

13 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sæll Viðar, leitt að þú treystir þér ekki rökræðu um þetta mál við þá sem eru þér ekki 100% sammála.  Reyndar virðast margir þeirra sem eru hrifnir af fyrningarleið eiga erfitt með að taka gagnrýni.  Miklar tilfinningar blandast inn í þetta og e.t.v. er það skiljanlegt.  Viðar þú mátt trúa því að mér gengur ekkert nema gott til og tel mikilvægt að fram fari hreinskiptin umræða um þetta mál.  Umræða þar sem allar skoðanir koma fram.  Varla er það slæmt mál?

Eitt þarfnast skýringar.  Þú segir:

Helgi Kristinn er talsmaður þeirra lækna sem vildja viðhalda spillingu ofurgróða yfirstéttarinnar innan heilbrigðiskerfisins.

Geturðu útskýrt hvað spillingu þú ert að tala um þarna og hvernig ég er talsmaður hennar?  Ég hreinlega vissi ekki til þess að það væri einhver "ofurgróði yfirstéttarinnar" innan heilbrigðiskerfisins, en það hefur e.t.v. farið fram hjá mér.  Ég vissi ekki heldur að ég væri talsmaður hennar þegar ég gagnrýni s.k. "fyrningarleið" í sjávarútvegsmálum.

Helgi Kr. Sigmundsson, 13.5.2009 kl. 12:36

14 identicon

Helgi margar sögur hefur maður heyrt um sukk lækna og sérfræðinga í heilbrygðiskerfinu þar sem þeir eru starfani á spítölum og með einkastofur úti í bæ. Mig rennir í grun að þú rekir þinn áróður gegn Þór Saari á svo lágu plani, vegna ummæla hans um opinberar stofnanir og starfshætti þeirra.

Ég setti inn teksta frá Völusól, sem kallaði þá fugla. Tek undir málflutning hennar.

Í kastljósinu í kvöld var viðtal við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, hann segir: "Öll útgerðarfélög landsins verða orðin gjaldþrota eftir sjö ár verði fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna að veruleika." Þetta er hræðsluáróður og sem engin innistæða er fyrir. útgerðarfyrirtæki sem halda sig við sjávarútveg og ekki staðið í braski munu standa traustum fótum. Hinsvegar þau útgerðarfyrirtæki sem dregið hafa fjármuni út úr rekstrinum, farið að braska með fjárfestingarfyrirtæki, kaup á bílaumboðum, þyrlukaup og annað sukk sem kemur útgerð ekkert við, þau munu og verða að fara á hausinn. Losna þarf við óreiðumennina úr hreininni og hleypa hæfum einstaklingum að. Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði andmælti Sigurgeir með rökum og rak ofan í hann þvæluna. Ef þú hefur misst af þessu kastljósi skalt þú nálgast það og endilega láttu okkur vita hvað þér fynnst um málflutning þeirra. Þórólfur benti Sigurgeir á að aflaheimildirnar væru ekki hans prívateig af þeirri einu ástæðu að hann færði þær svo í bækur fyrirtækisins.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband