1.8.2007 | 19:07
Þetta hljóta að vera mistök
Stóriðjuandstæðingar á Íslandi hafa haldið því fram áratugum saman að almenningur væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Til þess þarf orkuverð til almennings að vera hærra en ekki lægra en í nágrannalöndunum.
Nema stóriðjuandstæðingar hafi verið að bulla allan tímann!
Íslensk heimili greiða lægsta raforkuverð á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ef ekki væri stóriðja þyrfti að byggja miklu minni og óhagkvæmari virkjanir. Eins er líka dreifingarkostnaður hár hérna miðað við nágrannalöndin vegna fólksfæðar.
Finnur Hrafn Jónsson, 1.8.2007 kl. 21:14
Verðið hér er ekki lægst, verð á rafmagni í Reykjavík er kr.10,70 per kwstund
en kr. 11,53 aurar per kw ef seðilgjaldi er bætt við en án þess að greiða það
fæst ekkert rafmagn keypt.Fréttatilkynning OR fær litla stoð í gögnum Eurostat. Sennilega er norska verðið tímabundið ástand vegna áfalla í orkubúskap ( haft
hátt til að takmarka notkun tímabundið enda lítil orka til), gengi norsku krónunnar er í dag kr. 10,7 íslenskar.
Samkv. Eurostat er því verðið í Noregi per kílówattstund kr 16 , í Svíþjóð og Danmörku er verðið hærra en hér en það er lægra í Finnlandi en á
Íslandi .Þegar skattar eru dregnir frá verði á rafmagni þá kemur í ljós að verðið er 15 % ódýrara hjá orkuveitu í Danmörku en á Íslandi , Þannig að hærri skattar bjarga OR en ekki að rafmagnið sé ódýrast á Íslandi.
Athyglisvert er að sjá að verð hér er nálægt meðaltali evrulanda en langlangdýrast ef miðað er við kaupmátt .Og örugglega langlanglangdýrast ef
miðað er við framleiðsluverð söluaðila( okur per kw ) en glöggt má sjá að álagning OR er um 80% ofan á allt of mikinn rekstarkostnað.En orkuveita af
þessari stærð hefur kannski 6 til 8 starfsmenn en þessi hefur 400 hundruð.
Sjálfur er ég á þeirri skoðun að sveitarfélög eigi að selja hlut sinn í OR borga
skuldir og setja mismuninn á bankareikning og reka þau svo bara fyrir rentuféð og þá yrði skatttaka sveitarfélaga óþörf.Akraneskaupstaður gæti t.d. gert þetta og þannig orðið samkeppnisfær gagnvart útlöndum. Okur á
rafmagni og heitu vatni er hvergi meira en hér og því getur ástandið verðlega séð ekki versnað.Einkaaðilar mundu hagræða með að fækka blaðafulltrúum og kommisörum, selja höfuðstöðvarnar til íbúðar og reka þetta með sparnaði á
rekstarhliðinni.
Kv
Einar
einar guðjónsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:03
Aftur og nýbúinn. Skoðaði frumheimildina enn betur og þá kemur í ljós að
verð án skatta er auðvitað langdýrast í Reykjavík.
Þá eru Norðurlandaverðin svona í samanburði við Ísland.
IS eur 14 per 100 kw
IS eur 12,50 per 100 kw m.gengi í janúar
NO eur 13,61 per 100 kw
DK eur 11,70
SE eur 10,88
FI eur 8,77
Sjálfum finnst mér vitleysa að flokka Ísland með Norðurlöndunum því að við
erum frekar í hópi með Kulusuk.
Kv
Einar
einar guðjónsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:34
Kannski er eina leiðin til að fá botn í þessa umræðu að einkavæða orkuframleiðslu og leyfa ekki sama fyrirtækinu að framleiða bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Þá væri einnig búið að fyrirbyggja að pólitíkusar noti orkufyrirtæki undir gæluverkefni.
Það virðist vera ofvaxið skilningi margra að kostnaður við framleiðslu og afhendingu rafmagns er ekki einungis háður kílóvattsstundum sem eru afhentar. Magn og afl skiptir líka máli.
Finnur Hrafn Jónsson, 2.8.2007 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.