Svikið kosningaloforð og stríðsyfirlýsing

Hérna má sjá stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar. Reyndar er þessi stefna enn í gildi á heimasíðu flokksins. Ég minnist ekki svikins kosningaloforðs af þessum skala áður. Flokkurinn getur ekki annað en skipst upp í flokk lýðræðissinnaða hægrimanna og sérhagsmunagæsluflokk.

Hér er sérhagsmunagæsluelítan að lýsa yfir stríði gegn almenningi í landinu. Það á ekki bara að tefja fyrir að við fáum að skoða ESB valkostinn heldur á að fyrirbyggja að hann komi til greina mörg ár fram í tímann. Það er ekki fordæmi fyrir því að þjóð hafi dregið ESB umsókn til baka. Það er þekkt að umsóknir hafa lent í biðstöðu en þá er ekki verið að eyðileggja starf sem búið er að vinna.

Stefnan 30. apríl 2013

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stríðsyfirlýsing við þjóðina? Geturðu útskýrt þetta nánar? að eru rétt um 30% fylgjandi ESB hér.

Í öðru lagi þá er best að tyggja það ofan í ykkur eina ferðina enn að það er enginnpakki að kíkja í og öllum ljóst sem það vilja sja og eru ekki blindaðir í trúarofstæki sínu. Það er ekkert um að semja. Ertu ekki að ná þessu?

Í þriðja lagi, þá er það ekki Sjálfstæðisflokkur sem leiðir þessa stjórn og málamiðlunarsamþykktir landsfundar eða stefnumið eru ekki stjórnarsáttmáli.

Það verður kosið um það hvort sótt verði um, ef mönnum dettur í hug slíkt feigðarflan. Nokkuð sem síðasta ríkistjórn neitaði þjóðinni um í tvigang, enda ljós andstaðan. Þeim þótti jú ekki tilhlýðilegt að leyfa fólki að ráða örlögum sínum þegar niðurstaðan yrði augljóslega andstæð þeirra væntingum.

Það er komið gott af þessu heimskulega hjali ykkar og illa upplýstu öfgaupphrópunum.

Ætlir þú í stríð, þá gerðu svo vel. Þú finnur vonandi einn eða tvo til að gera sig að fíflum með þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2014 kl. 18:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo benda þér á að síðasti landsfundur Sjálfstöðismanna samþykkti að aðildarviðræðum yrði hætt. Já, eiginlega í nákvæmlega þeim orðum.

Þú hefur kannski misst af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2014 kl. 19:41

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlynntur aðild að ESB skv. nýjustu skoðanakönnun. Meirihluti landsmanna er hlynntur því að klára umsóknarferlið. Ég var ekki að verja getuleysi síðustu ríkisstjórnar.

Ef ekkert er að semja um hvers vegna eru þá gerðir aðildarsamningar við öll ríki sem fara inn í ESB? Þessir aðildarsamningar eru síðan jafnréttháir stofnsamningi ESB. Engar langtíma undanþágur? Hvað með breska pundið? Það er ekki til bráðabirgða. Það eru ýmis álitamál í því hvernig á að túlka ESB skilmála fyrir hvert ríki. Um það er samið. 

Ef ekkert er um að semja hvers vegna eru þá ESB andstæðingar svo ofsahræddir við að þjóðin fái að sjá aðildarsamning?

ESB aðild er nauðvörn landsmanna gegn fégráðugri og spilltri valdaelítu sem einskis svífst til að skara eld að sinni köku.

Finnur Hrafn Jónsson, 22.2.2014 kl. 22:30

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meirihluti íbúa Reykjavíkur en EKKI meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu, Finnur, það á að vitna rétt í heimildir, sagði mamma þín þér ekki að það væri ljótt að ljúga?

Jóhann Elíasson, 23.2.2014 kl. 23:18

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Heimildin sem ég hafði fyrir mér var:

 http://www.visir.is/meirihluti-reykvikinga-segist-myndu-kjosa-med-adild-ad-evropusambandinu/article/2014702229929

Þar kemur fram að 56% Reykvíkinga styðja aðild og 48% fólks í nágrannasveitarfélögum.

Skv. þessari slóð er íbúafjöldi Reykjavíkur 118 þús. og nágrannasveitarfélaga 83 þús. samtals 201 þús (tölur frá 2010):

http://is.wikipedia.org/wiki/H%C3%B6fu%C3%B0borgarsv%C3%A6%C3%B0i%C3%B0

Einfaldur hlutfallsreikningur sýnir:
56 x 118 / 201 + 48 x 83 /201 = 53% íbúa höfuðborgarsvæðisins styðja inngöngu í ESB. 

Finnur Hrafn Jónsson, 24.2.2014 kl. 02:22

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru falsanir að túlka niðurstöðuna eftir íbúafjölda..............

Jóhann Elíasson, 2.3.2014 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband