2.3.2014 | 21:46
Það sem stjórnarliðar segja og það sem þeir meina
Þegar stjórnarliðar tjá sig um mál, er ekki einfalt fyrir fáfróðan almenning eins og ég tilheyri að átta sig á því hver raunverulega meining er. Ég misskildi stjórnarliða hrapallega fyrir kosningar sem olli því að mér finnst núna að ég hafi kastað atkvæði mínu á glæ.
Eftir ítarlega skoðun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þegar stjórnarliðar segja að engar sérlausnir fáist í samningum um ESB aðild, séu þeir raunverulega að meina að sérlausnir muni fást, eða að minnsta kosti hagstæð túlkun á því hvernig ESB reglum verður beitt gagnvart Íslendingum.
Þetta skelfir þá ákaflega vegna þess að þá telja þeir hættu á því að þjóðin myndi samþykkja ESB samning, sem myndi þýða ógn við valdaelítu þeirra og þeirra hefðbundnu atvinnugreina, landbúnaðar og sjávarútvegs sem þeir standa helst fyrir.
![]() |
Viðræðunum við ESB sjálfhætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |