31.5.2011 | 20:10
Fyrningin lá fyrir áður en lánin voru flutt yfir í nýju bankana
Stefna ríkisstjórnarinnar um að fyrna kvótann lá fyrir áður en lán útgerðarinnar voru flutt yfir í nýju bankana. Ef þau hafa verið tekinn yfir á gengi sem miðast við það að kvótinn yrði ekki fyrndur verður það að teljast glæpsamleg vanræksla þeirra samningamanna ríkisins sem höfðu með það að gera.
Hérna má sjá grein sem ég skrifaðið í Morgunblaðið sumarið 2009 m.a. til að vara við því að skuldahalinn yrði fluttur yfir í nýja bankana:
http://www.uppbod.net/nei-við-fyrningu--mikið-tap-grein-í-mbl-.aspx
![]() |
Talsverð áhætta vegna fiskveiðifrumvarps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2011 | 12:49
Hræðsluáróður LÍÚ virkar ekki á almenning
Mér finnst það mjög ánægjulegt að um 70% almennings vill að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir kvótann í stað þess að fá hann gefins. Þessi könnun MMR var mjög þarft innlegg í umræðuna núna.
Massívur áróður og hótanir LÍÚ hefur greinilega ekki dugað til að draga athyglina frá aðalatriði málsins sem er að það er engin leið til að réttlæta það að ríkið færi fáeinum útvöldum aðilum gífurleg verðmæti á silfurfati.
Sjá tillögu að uppboðskerfi fyrir kvótann hérna: http://www.uppbod.net
![]() |
2/3 vilja innkalla kvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)