Pólitískt hugrekki miklu frekar

Mér finnst ummælin miklu frekar lýsa pólitísku hugrekki. Það er ekkert áhlaupaverk að ganga gegn sérhagsmunum LÍÚ sem er með her spunameistara, heilt dagblað og sjávarútvegsráðherra á sínum snærum.
mbl.is LÍÚ lýsir ráðherra með lagi Þursaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sjávarútvegsráðherra ?

Hvað áttu við ?

Níels A. Ársælsson., 23.10.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna get ég ekki verið sammála þér, mér finnst þessi ummæli ÁPÁ síður en svo lýsa pólitísku hugrekki - frekar heimsku og raunveruleikafirringu.

Jóhann Elíasson, 23.10.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Voðalega er´fólk að æsa sig yfir þessum eðlilegu ummælum ráðherra. Það eru allir fyrir löngu hættir að taka mark á þeim hagsmunagæslu- og spillingarsamtökum sem LIÚ eru. Þau eru krabbamein á þjóðinni. Síðan að láta erlend álfyrirtæki endalaust fá orku á tombóluverði er barnalegt en kannski í anda nautheimskara og spilltra framsóknar- og sjálfstæðismanna, þeirra sömu og settu þjóðina á hausinn með afglöpum sínum.

Guðmundur Pétursson, 23.10.2009 kl. 12:51

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Níels:

Ég veit að ég þarf ekki að útskýra þetta fyrir þér en það er alveg með ólíkundum að sjá og heyra til sjávarútvegsráðherra þegar hagsmunir LÍÚ eru annars vegar.

Að frétta af Vinstrigrænum sjávarútvegsráðherra á ferðalagi með formanni LÍÚ erlendis vakti strax grunsemdir.

Ekki batnaði það þegar hann komi skömmu síðar í Kastljósið og virtist hafa gleymt nýgerðum stjórnarsáttmála um fyrningu veiðiheimilda.

Jóhann:

Mér finnst það frekar raunveruleikafirring ef LÍÚ telur að það geti hirt áfram 30 miljarða auðlindarentu af Íslandsmiðum á hverju ári. Ríkissjóð gæti munuð þó nokkuð um þá upphæð einmitt núna.

Sjá nánar á www.uppbod.net

PS

Þar fyrir utan er ég ekki sammála Árna Páli hvað varðar stóriðjuna. Þar er um að ræða útlenda fjárfesta sem koma inn á viðskiptalegum forsendum skv. samningum sem ekki er hægt að breyta einhliða. Sægreifarnir hins vegar eru að reyna að eigna sér verðmæti sem lögum samkvæmt þeir eiga ekki.

Finnur Hrafn Jónsson, 23.10.2009 kl. 13:04

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Finnur, þessi ummæli fjölluðu bara ekkert um þetta atriði og ÁPÁ fór þarna langt útfyrir það sem eðlilegt má teljast með ummælum sínum.  Þú ættir að vita það ósköp vel að ég er mikill andstæðingur núverandi kvótakerfis og fagna allri umræðu til breytinga á því en svona ummæli alveg útí loftið dæma sig mest sjálf.

Jóhann Elíasson, 23.10.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband