29.9.2009 | 14:35
Leggjum niður umhverfisráðuneytið
Þar sem brýn nauðsyn er nú að spara í ríkisrekstrinum legg ég til að umhverfisráðuneytið verði lagt niður.
Stofnun sem gerir ekkert annað en að reyna að bregða fæti fyrir margt að því sem reynt er að gera til að endurreisa efnahag Íslendinga hlýtur að mega missa sig.
Þetta er augljóslega geðþóttaákvörðun sem virðist vera hugsuð til að friða umhverfisöfgasinna í Vinstri grænum.
Var einhver að tala um að Bretar og Hollendingar væru að níðast á okkur efnahagslega? Við þurfum kannski ekki að leita svo langt.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Facebook
Athugasemdir
finnur... við ættum kannski að hætta að reka klóakskerfi og fara bara og skíta í garðinn hjá nágrönnum... en kannski við ættum það sama á hættu með okkar lóð líka.
Jón Ingi Cæsarsson, 29.9.2009 kl. 16:02
Jón Ingi enn við sama heigarðshornið, ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar fram í rauðan dauðann. Lið sem vinnur á móti hagsmunum lands og þjóðar hefur ekkert að gera í áhrifastöðum og ætti að víkja hið snarasta. Ekki gat ég betur heyrt en að frú Svandís Svavarsdóttir hefði í HÓTUNUMvið SA hún sagði "það er betra fyrir SA að hafa GÓÐ samskipti við Umhverfisráðuneytið" ef ekki er hægt að túlka þessi orð sem hótun þá er hótun undir rós ekki til.
Jóhann Elíasson, 2.10.2009 kl. 09:21
Ha...verja ??... ég var bara að koma með sparnaðartillögu ..hvernig færðu það út að texti minn sé vörn við ríkisstjórnina Jóhann ???
Jón Ingi Cæsarsson, 2.10.2009 kl. 17:46
Það er góð hugmynd hjá Jóni Inga, að breyta bara um nafn á Umhverfisráðuneytinu og nefna það Króaksráðuneyti. Þá gæti Svandís ótrufluð fengist við sitt heldsta hugðarefni, að segja klóaks-rottunum til vegar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.10.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.