Góðar fréttir

Þetta bendir til að þjóðir heims séu farnar að taka mark á sífellt stækkandi hópi vísindamanna sem efast um að maðurinn hafi umtalsverð áhrif á hlýnun jarðar.
mbl.is Samkomulagið í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ætli þeir eigi ekki eftir að koma hingað hinir sanntrúuðu og úthrópa þig sem villitrúarmann.

Fannar frá Rifi, 10.9.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Villitrúarmaður  (þetta er fyrir Fannar sem aðhyllist loftslagstrúarbrögð í staðinn fyrir loftslagsvísindi).

Fyrst ég er búinn að stimpla mig inn, geturðu þá frætt mig um það hvaða vísindamenn efast um að maðurinn hafi umtalsverð áhrif á hlýnun jarðar?

Höskuldur Búi Jónsson, 11.9.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Hérna má sjá frétt um yfir 650 (núna reyndar orðnir 700) vísindamenn með efasemdir:

http://www.hawaiireporter.com/story.aspx?3bdc515f-70d4-4583-8af5-eb517991319f

Hérna er listi á Wikipedia yfir vísindamenn með efasemdir:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_scientists_opposing_the_mainstream_scientific_assessment_of_global_warming

Í þessum hópi má finna Nóbelsverðlaunahafa og prófessora við virta háskóla. 

Áður en þú ferð að nefna að ýmsir af þeim sem eru upptaldir séu ekki loftslagsfræðingar langar mig að benda á að yfirgnæfandi meirihluti of 2500 vísindamönnum IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna er það ekki heldur. Rannsóknir á langtíma veðurfari eru stundaðar í ýmsum vísindagreinum. Loftslagsfræðingar eiga ekki einkarétt á þeim.

Algeng röksemd gegn þessum efasemdarvísindamönnum er sú að þeir séu á mála hjá olíufélögunum. Ekki efast ég um að einhverjir þeirra hafi fengið greitt fyrir ráðgjafavinnu hjá þeim. Það þarf ekki endilega að þýða að hægt sé að panta niðurstöður hjá þeim.

Hins vegar ber að athuga að þúsundir vísindamanna myndu missa rannsóknarstyrki og jafnvel vinnuna ef sýnt yrði fram á að hlýnun af mannavöldum væri röng kenning.

Mér finnst áberandi hvað eldri vísindamenn, jafnvel á eftirlaunum eru áberandi í hópi þeirra sem eru með efasemdir. Þeir þurfa síður að að hafa áhyggjur af því að missa framfærsluna þó að þeir viðri "rangar" skoðanir.

Finnur Hrafn Jónsson, 12.9.2009 kl. 02:10

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Skoðaðu þessa grein:

http://www.loftslag.is/?page_id=1073

Höskuldur Búi Jónsson, 12.9.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Mér finnst greinin einkennast af því sem á ensku er kallað "cherry picking" eða því að valdar eru úr upplýsingar sem falla vel að óskaniðurstöðu höfundar. T.d. skoðanir jarðvísindamanna sem hafa verið miklu hallari undir kenninguna um hlýnun af mannavöldum en t.d. stjarneðlisfræðingar.

Svo má spyrja að ef að þetta er orðin svo ótvíræð vísindaleg niðurstaða að hlýnun stafi af mannvöldum hvers vegna eru þá þúsundir ef ekki tugþúsundir vísindamanna um allan heim að rannsaka málið? Væri ekki nær að beina kröftum alls þessa fólks í einhverja nýtilegri hluti heldur en að rannsaka aftur og aftur eitthvað sem er vísindalega afgreitt.

Kenning Newtons um þyngdarafl er eftir því sem ég best veit óumdeild. Mér vitanlega eru ekki stundaðar neinar vísindarannsóknir lengur til að sýna fram á að hún sé rétt. Menn hafa einfaldlega snúið sér að öðru.

Finnur Hrafn Jónsson, 13.9.2009 kl. 14:21

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það eru einstaka vísindamenn sem eru enn að staðfesta kenninguna með rannsóknum - fínstilla þekkinguna, en núorðið fer mestur kraftur vísindamanna í að komast að því hversu mikið mun hlýna, hverjar afleiðingarnar verða og hvað sé hægt að gera til að minnka þær afleiðingar sem búist er við.

Höskuldur Búi Jónsson, 14.9.2009 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband