Farsakennd bankaleynd

Viðskiptanefnd Alþingis fjallaði um þetta mál í morgun. Þar mætti fulltrúi Fjármálaeftirlits sem sagði þetta allt vera hið mesta leyndarmál sem Alþingismenn mættu ekki fá að vita um.

Samt styttist í að Alþingi þurfi að taka afstöðu til þessa máls.

Það er ekki að undra að þingmenn stjórnarandstöðu OG stjórnar lýstu yfir undrun á því að þetta væri með þessum hætti.

Hvenær ætlar fjármálaheimurinn, þar með talið Fjármálaeftirlitið að átta sig á því að þeir eru ekki guðir sem allir verða að taka trúanlega án skoðunar þegar taka þarf ákvarðanir sem varða hundruð miljarða.

Eitt stórmál í þessu uppgjöri milli gömlu og nýju bankanna er hvort ekki verði örugglega tekið tillit til fyrningar kvóta þegar skuldahali útgerðarinnar í gömlu bönkunum verður metinn. Annars væri verið að hafa tugmiljarða tekjur af ríkinu. Ef skuldahalinn verður fluttur yfir í nýju bankana á háu gengi verður illmögulegt að fyrna kvótana án þess að stórskaða nýju bankana.


mbl.is Stefnt að samkomulagi á skömmum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband