4.6.2009 | 23:31
Það væri frekar pólitískt sjálfsmorð að standa ekki við kosningaloforð strax eftir kosningar
Ef ríkisstjórnin lætur undan LÍÚ í þessu máli á hún ekki mikinn tilverurétt. LÍÚ á alveg eftir að færa rök fyrir þessum hræðsluáróðri sínum.
Útgerðarfyrirtæki með glórulausri skuldsetningu fara á hausinn óháð fyrningu. Fiskurinn, skipin og sjómennirnir hverfa hins vegar ekki þannig að nógir eru til að koma í staðinn til að veiða á eðlilegum forsendum með því að greiða gjald á uppboði fyrir notkun auðlindarinnar.
Pólitískt sjálfsmorð að kollvarpa sjávarútveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skyldi Atli halda að fiskurinn sem fyrnist hjá sjávarútveginum, fyrnist líka í sjónum og hverfi. Það er pólitískt heimska að halda að ef einn hætti að veiða fisk, þá geti ekki annar veitt hann. Það eina sem gæti gerst fyrir fisk sem ekki verður veiddur er að hvalurinn æti hann.
Kristinn Sigurjónsson, 4.6.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.