8.4.2008 | 12:45
Óþægilegar staðreyndir um rangfærslur Gore
Ætli einhver hafi spurt Gore um dómsúrskurð í Lundúnum á síðasta ári þar sem heimildamynd hans var ekki talin hæf til birtingar fyrir skólanemendur nema með athugasemdum og útskýringum á því hvað væri rangt farið með í myndinni. - sjá hér: http://www.timesonline.co.uk/tol/news/uk/science/article2632660.ece
Einnig mætti spyrja Gore um hvað honum finnst um að hlýnun hefur stöðvast á jörðinni síðustu 8 ár eða svo. Þar að auki var síðasta ár óvenju kalt.
Loks mætti spyrja Gore um það hvort hann sé trúverðugur í sínum málflutningi þar sem hann er stór hluthafi í fyrirtæki sem hefur það að meginmarkmiði að braska með losunarkvóta.
Þróun sem hægt er að stöðva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Dómarinn benti á 9 rangfærslur ("error") í kvikmyndinni. Þær voru víst öllu fleiri.
Christopher Monckton of Brenchley: 35 Inconvenient Truths
Ágúst H Bjarnason, 8.4.2008 kl. 12:54
Það er svo falleg hugsjón að trúa á það að við mannfólkið séum sóðar sem séum í sífellu að eyðaleggja móður jörð. Einnig er í tísku að hlusta á gamla útbrunna pólitíkusa og hefur verið æði lengi. En að fólk hlusti á sérfræðinga tala um málefnið? Sérstaklega þegar þeir eru almennt á móti svona flottri og skemmtilegri poppkenningu? Ónei, það fer enginn að draga þennann mann í efa, þó svo að vel flest það sem út úr honum kemur varðandi þetta málefni sé tómt þvaður.
Þessi maður er sendur út af örkinni til þess að búa almenning á vesturlöndum undir það sem koma skal. Það er löngu búið að taka ákvörðun um það að almenningi verði bráðum skömmtuð orka. Það á að byrja á því að setja útblásturskvóta á td. flugfélög, (við eigum bara að ferðast um í lestum, og reyndar í framtíðinni eigum við helst ekkert að ferðast) Hefur þú heyrt einhvern tala um útblásturskvóta á eigendur einkaþotna? Sennilega ekki og ef að þú heyrir það einhverntíman, þá verður það skammlíf umræða.
Al Gore er versta tegund áróðurspresta. Og eins og oft vill verða með slíka menn, þá sér fólk ekki sólina fyrir þeim, hvað þá sannleikann!
Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 13:01
Þetta er nú meiri vitleysis bullið í þessum dómara
1) Dómarinn er ekkert ósammála, en hengir sig á að hann telji að grænlandsjökull gæti horfið á árhundraði, en hú er talið að hann gæti verið horfinn eftir 15-20 ár.
2) Hérna er dæmi sem dómarinn hefði getað Googlað
...
Það er varla hægt að svara restini af þessum fullyrðingum dómarans því þær lýsa frekar tilfinningum hans, frekar en vísindalegum staðreyndum.
Sorglegt dæmi um lögfræðilærðann mann (vonandi er hann það) sem telur sig geta "dæmt" um sanleiksgildi vísinda.
Fransman (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:13
Fundurinn með Gore virðist hafa verið dæmigerð vakningarsamkoma eins og þær þekkjast í ofstækisfullum trúfélögum. Sagt er að flónin sem þarna mættu hafi staðið upp í lok fundar og fagnað Goranum ógurlega. Jafnvel stuðningsmenn Gora segja frá því að erindi hans hafi verið sami ómálefnalegi og rangi málflutningur og hann hefur verða að selja um allan heim.
Það er hreint út sagt niðurlægjandi, að forseti landsins og einn stærsti bankinn skuli standa fyrir komu svona ófagnaðar hingað. Vinir Gora hér á landi hafa vonandi sýnt honum allar vindmyllurnar, sem hann var stöðugt að tönglast á að væri hér að finna.
Ef eitthvað væri nú til í því, að aukinn lífsandi (CO2) valdi auknum hlýindum, væri ljóst að vinátta við Gora og hans líka er föðurlandssvik ! Það er deginum ljósara, að ef hlýnaði hér á landi yrði lífvænlegra fyrir vikið. Það er engin bábilja, að Ísland er á mörkum hins byggilega heims. Við hljótum að fagna hverri gráðu sem histastig hækkar. Er því ekki augljóst að opinber stefna landsins á að vera "aukning lífsandans" en ekki minnkun ?
Nú er það auðvitað svo að lífsandinn hefur fyrir löngu náð því marki, að aukning hans getur ekki aukið hlýnunina, því að "mettun" hefur átt sér stað. Þar að auki sýna mælingar, að meðalhiti Jarðar fer lækkandi og allt ber því að sama brunni, Gori og hans félagar eru að flytja lygar og þeir hljóta að vera þess meðvitaðir. Ég fyrir mitt hleyti mun ekki lengur styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Við hljótum að geta fundið einhvern alþýðlegan mann til þessa starfa, sem hefur skilning á hagsmunum þjóðarinnar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.4.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.