Á hvaða plánetu býr maðurinn?

Helgi Björnsson jöklafræðingur á mbl.is 7. júní 2007 í viðtali:

"...Ég held að það sé enginn fræðimaður á þessu sviði í vafa um það lengur að þessar loftslagsbreytingar verða ekki skýrðar lengur með náttúrulegum sveiflum..."

Mér finnst alveg með ólíkindum að vísindamaður á þessu sviði hafi misst af allri umræðu efasemdarmanna um manngerða hlýnun.

Sjá til dæmis nöfn nærri 30 vísindamanna með efasemdir hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Global_warming_skeptics

 


mbl.is Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...and the publication of at least one peer-reviewed article in the broad area of natural sciences, though not necessarily in a field related to climate."

"...Ég held að það sé enginn fræðimaður á þessu sviði ..." 

Jonni (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Skarpur

Nei nei - Helgi Björnsson er ekki búinn að tapa sér og týna sér. Það er alveg ljóst. Þetta snýst einfaldlega um að skilja hvernig forritið hegðar sér (smá samlíking). Það hefur alltaf hegðað sér á ákveðinn hátt með sveiflum, en þegar saman fara gögn um hlýnun og gífurlega aukningu CO2, sjáum við að eitthvað er bogið við dæmið. Við bætum við þessari skýringu og hún útskýrir þessa anómalíu!

Skarpur, 7.6.2007 kl. 18:08

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fyrir 3000 árum voru engir jöklar á íslandi og loftslag töluvert hlýrra en það er í dag... allir islenskir jöklar eru yngri en 3000 ára.. hvaða CO2 mengun var þá ?

Óskar Þorkelsson, 7.6.2007 kl. 21:58

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Jonni:
Ef þú ætlar að gera þá kröfu að þeir einir geti fjallað um málið sem séu loftslagsfræðingar verður þú að afskrifa loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) vegna þess að í henni eru fjölmargir vísindamenn sem eru ekki loftslagsfræðingar. Auk þess eru á síðunni sem ég linkaði á nefndir nokkrir loftslagsfræðingar eins og t.d. Richard Lindzen.

Skarpur:
Ég var ekki að gagnrýna Helga fyrir að trúa gróðurhúsakenningunni, heldur fullyrðingu hans um að að hún væri óumdeild.

Finnur Hrafn Jónsson, 8.6.2007 kl. 00:08

5 identicon

Það eru nú líka efsemdarmenn um þróunnarkenninguna, þó svo að það sé almennt viðurkennt að hún gildi......

Þorleifur Örn (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 15:31

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekkert vit í að bera saman efasemdaremenn um þróunarkenninguna og efasemdarmenn um hlýnun af völdum gróðuhúsalofttegunda.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband