7.4.2018 | 12:40
Þess vegna á að byggja á nýjum stað
Það blasir við að það er miklu fljótlegra að byggja nýjan spítala á nýjum stað þar sem er nægt athafnavæði, greið aðkoma og ekki þarf að taka tillit til sjúklinga og fyrirliggjandi starfsemi á svæðinu. Einnig sparast tími þar sem ekki þarf að brjóta niður myglaðar byggingar sem ekki er hægt að gera við. Ég hef upplifað það sjálfur að vinna í næsta húsi þar sem verið var að byggja. Endalausir höggborara allan daginn með hávaða og hristingi. Að ætla sér að setja niður sem svarar tveimur Smáralindum í núverandi Landspítalalóð samhliða því að reka spítalaþjónustu er galin hugmynd.
Nágrannaþjóðum okkar tekst að byggja álíka stóra spítala á 7-8 árum. Ef núverandi framkvæmdaaðilar telja að þetta taka 15-20 ár þarf einfaldlega að finna nýja framkvæmdaaðila sem geta gert þetta á skikkanlegum tíma.
Nýr Landspítali þolir enga bið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg 100% sammála hverju orði í þessari grein.
Jóhann Elíasson, 7.4.2018 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.