Hagkvæmni myndi þvert á móti aukast með fiski á markað

Einfaldlega vegna þess að fiskvinnslur sem kaupa fisk á markaði geta og hafa alltaf greitt miklu hærra verð en aðrar vinnslur með eigin útgerð.

Alveg er sama hversu fullyrðingin um hagkvæmni sameinaðrar vinnslu og útgerðar er endurtekin oft, hún alltaf jafn röng.

Þetta er í raun sama röksemdafærsla og Sovétmenn notuðu til að réttlæta áætlanabúskapinn sinn. Þeir væru að að spara sér kostnaðinn sem fylgdi markaðinum. Sem er í sjálfu sér alltaf rétt þegar horft er á eitt fyrirtæki en óhagkvæmt fyrir heildina.

Annað dæmi væri ef vöruheildsala og smásala væri á sömu hendi, þá þyrfti smásalan ekki að borga markaðsverð fyrir sín aðföng, heildsölur spöruðu sér markaðssetningu. Fínt dæmi fyrir hvert fyrirtæki um sig þegar öðrum væri meinað að komast inn í greinina. En ekki fyrir heildina.

Það er með ólíkindum að vestrænir hagfræðingar fáist til að mæla þessu bulli bót.


mbl.is Vill ekki allan fisk á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Það er með ólíkindum að vestrænir hagfræðingar fáist til að mæla þessu bulli bót"  Ætli þeir fái ekki rangar upplýsingar, rétt eins og þegar minnsta spilling var hér á landi, þegar slíkir aðilar voru spurðir.   Algjörlega sammála þér.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2016 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband