Rangfærslur um uppboðsleið

Enn og aftur eru menn að gefa sér fáránlegar forsendur um útfærslu uppboða og gagnrýna út frá þeim.

Það er ekkert sem segir að bankar þurfi að koma við sögu fjármögnunar kvótakaupa. Kvótinn gæti einfaldlega verið greiddur við löndun á markaði.

Með skynsamlegu fyrirkomulagi uppboða þar sem lifandi markaður væri til staðar fyrir kvóta á uppboði breytist kvóti frá því að vera eign yfir í að vera aðföng til rekstrar. Þar fyrir utan er hægt eftir sem áður að viðhalda núverandi skorðum við hversu mikill kvóti væri nýttur af sama rekstraraðila.

Sú hugmynd að bankarnir taki ekki lengur hluta af auðlindarentunni til sín í gegnum fjármögnun langtíma kvótakaupa hljómar sjálfsagt skelfilega í hugum bankamanna. Við eigendur auðlindarinnar teljum hins vegar eðlilegt að auðlindarentan renni öll til okkar.


mbl.is Samþjöppun fylgir uppboðsleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ágætis punktur - flott hjá þér

Rafn Guðmundsson, 11.10.2016 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband