2.6.2016 | 16:50
Aðskiljum frekar ríki og útvarp
Ríkið styrkir og styður allskonar félaga- og menningarstarfsemi. Ég skil ekki þessa þráhyggju sumra Pírata að vilja þennan aðskilnað frekar en til dæmis að ríkið dragi sig út úr rekstri útvarpsstöðva eða hljómsveita.
Vilja segja upp samningi ríkis og kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna hittir þú naglann beint á höfuðið......
Jóhann Elíasson, 2.6.2016 kl. 18:01
þetta er hveru orði sannara hjá þér, og alveg með ólíkindum hvað þessi RUV ófreskja kemst upp með að haga sér eins og ríki í ríkinu endalaut án þess að nokkrum vörnum verði við komið.
kv.
hrossabrestur.
Hrossabrestur, 2.6.2016 kl. 21:44
það þarf að gera bæði - ríkið (við) á ekki að vera í þessu rugli
Rafn Guðmundsson, 2.6.2016 kl. 23:08
Finnur: Hvaða önnur fyrirbæri í íslensku samfélagi hafa fengið að *selja* ríkinu jarðir án þess að verðmat fari fram með samningi sem hefur enga lokadagsetningu og því er ekki hægt að greina í sundur afborganir frá vöxtum því enginn veit hver höfuðstóllinn er og hvernig eigi að deila honum niður? Í þessum meinta kaupsamningi borgar ríkið því bara endalausa vexti án þess að eiga nokkurn tíma von til þess að eignast það sem það *keypti*. Fáránlegt, ekki satt?
Ef til er kraftaverk í þessum heimi er það að þessi samningur skuli hafi komist á í upplýstu samfélagi því hann er kjánalegri og vitlausari en brennandi runnar og talandi snákar.
Óli Jón, 3.6.2016 kl. 09:50
Þetta er kjánalegur samningur ef þú lítur á hann sem hefðbundinn viðskiptasamning. Ef þú setur hann í samhengi við að ríkið er samkvæmt stjórnarskránni að styðja við starfsemi kirkjunnar er hann fullkomlega eðlilegur.
Síðan má deila um hvort rétt sé að ríkið yfirleitt sé að styðja menningar- og/eða félagastarfsemi.
Finnur Hrafn Jónsson, 3.6.2016 kl. 11:35
Finnur: Ég kýs að líta á þetta stjórnarskrárákvæði þannig að ríkið styðji við kirkjuna ef hún þarf á því að halda, t.d. vegna heybrests eða fjárfellis. Ef staðan er sú að kirkjan þurfi linnulausan og stöðugan stuðning (og staðan er þannig) og hann ríkulegan og mikinn (sem hann sannarlega er), þá verður að velta fyrir sér af hverju svo er.
Óli Jón, 3.6.2016 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.