5.2.2007 | 09:03
Loftslagsskýrsla SÞ lituð af pólitík?
Í samantekt Fréttablaðsins í dag 5. feb. kom fram að deilur hefðu verið milli nefndarfulltrúa IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna sem var að gefa út samantekt um rannsóknir um loftslagsmál. Fram kom að Kínverjar hefðu ekki verið sáttir við harðort orðalag um hlýnun af mannavöldum og að þeir hefðu fengið í gegn breytingar.
Ef um raunverulegar og ótvíræðar vísindaniðurstöður er að ræða þarf ekki fundahöld og samningaviðræður um hvernig á að birta útdrátt úr þeim.
Þetta styður við gagnrýni sem IPCC nefndin hefur fengið fyrir að láta pólitík hafa áhrif á rannsóknir og birtingu niðurstaða þeirra.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.