Íslenskur áliðnaður í Stern skýrslunni - rétttrúnaður

Mér þótti áhugaverð ábending Jakobs Björnssonar fyrrverandi orkumálastjóra um íslenskan áliðnað í Stern skýrslunni sem birtist sunnudaginn 7. janúar í Morgunblaðinu.

Ekki er að sjá annað en skýrsluhöfundar séu ánægðir með að álframleiðsla fari vaxandi á Íslandi. Sérstaklega eru þeir ánægðir með mengunarlausar og endurnýjanlegar orkulindir á Íslandi sem eru í vaxandi mæli nýttar í stað mengandi orkulinda í öðrum löndum.

Miðað við hvað þessi skýrsla fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum á Íslandi verður að teljast merkilegt að ekki var minnst á þennan kafla í skýrslunni, að minnsta kosti ekki í þeim fréttum sem ég sá. Getur verið að íslenskir fjölmiðlamenn hafi einfaldlega ekki lesið skýrsluna sem þeir voru að skrifa um?

Eða það sem verra er, þeir hafi lesið hana en ákveðið að minnast ekkert á þennan kafla þar sem innihaldið passaði illa inn í pólitískan rétttrúnað sem núna viðgengst á Íslandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband