Árás á fársjúka einstaklinga

Eina hugsanlega niðurstaðan ef þetta frumvarp er samþykkt er að spilafíklum á Íslandi fjölgar.

Vitað er að 1-2% fólks hefur tilhneigingu til að þróa með sér spilafíkn sem getur lagt líf þess í rúst. Spilafíkn hefur verið opinberlega viðurkenndur geðsjúkdómur á Íslandi í áratugi.

Spilakassar og spilavíti hafa reynst mun áhrifaríkari til að virkja spilafíkn í fólki en hefðbundin happdrætti og lottó. Þeir sem leggja þetta að jöfnu hafa greinilega ekki kynnt sér málið.

Með því að lögleiða spilavíti er verið búa til löglega aðferð fyrir siðblinda peningamenn til að féfletta og rústa lífi fársjúks fólk sem eru spilafíklar. Nær væri að banna spilakassana sem hafa valdið ómældum hörmungum hjá fjölmörgum hér á Íslandi.

Spilafíklar eru þægilegur markhópur sem ekki er fær um að bera hönd fyrir höfuð sér. Aðstandendur spilafíkla er flestir líka svo uppteknir af því fást við fjölskylduvandamálin sem skapast í tengslum við fíknina að þeir eiga ekki eftir orku í baráttu á öðrum vettvangi.

Ef menn telja örlög spilafíkla vera ásættanlegan fórnarkostnað í nafni frelsis leyfi ég mér að efast um siðferðiskennd þeirra sem hafa slíka afstöðu.

Vonandi eru nægilega margir þingmenn á Alþingi með eðlilega siðferðiskennd til að stöðva þetta frumvarp.


mbl.is Vilja lögleiða fjárhættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband