Skorður við greiðslumiðlun er ekki sama og netsíur

Peningaspil eru leyfisskyld á Íslandi. Þeir sem bjóða peningaspil yfir netið til netnotenda sem eru á Íslandi eru lögbrjótar. Greiðslumiðlunarfyrirtæki sem miðla peningum frá Íslandi til erlendra aðila sem eru ekki með leyfi á Íslandi eru að aðstoða við lögbrot að mínu mati. Þar með ætti ekki að þurfa sérstök lög til að banna slíka miðlun.

Ef banki í Tortola setti upp vefsíðu til að bjóða varðveislu peninga fyrir Íslendinga búsetta á Íslandi myndu íslensk greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki voga sér að aðstoða við slíka starfsemi.


mbl.is Mannréttindi að spila netpóker?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband