19.2.2013 | 20:52
Skorður við greiðslumiðlun er ekki sama og netsíur
Peningaspil eru leyfisskyld á Íslandi. Þeir sem bjóða peningaspil yfir netið til netnotenda sem eru á Íslandi eru lögbrjótar. Greiðslumiðlunarfyrirtæki sem miðla peningum frá Íslandi til erlendra aðila sem eru ekki með leyfi á Íslandi eru að aðstoða við lögbrot að mínu mati. Þar með ætti ekki að þurfa sérstök lög til að banna slíka miðlun.
Ef banki í Tortola setti upp vefsíðu til að bjóða varðveislu peninga fyrir Íslendinga búsetta á Íslandi myndu íslensk greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki voga sér að aðstoða við slíka starfsemi.
![]() |
Mannréttindi að spila netpóker? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |