Hræðsluáróður LÍÚ virkar ekki á almenning

Mér finnst það mjög ánægjulegt að um 70% almennings vill að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir kvótann í stað þess að fá hann gefins. Þessi könnun MMR var mjög þarft innlegg í umræðuna núna.

Massívur áróður og hótanir LÍÚ hefur greinilega ekki dugað til að draga athyglina frá aðalatriði málsins sem er að það er engin leið til að réttlæta það að ríkið færi fáeinum útvöldum aðilum gífurleg verðmæti á silfurfati.

Sjá tillögu að uppboðskerfi fyrir kvótann hérna: http://www.uppbod.net


mbl.is 2/3 vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband