27.10.2011 | 00:16
Krónan margfaldaði tjón almennings af bankahruninu.
Maðurinn hefur greinilega ekki sjálfur upplifað kjaraskerðingu og lánahækkanir af völdum krónunnar.
Ef Íslendingar hefðu haft evru eða dollar í stað krónunnar þegar bankarnir hrundu:
- Hefðu líkast til verið starfandi útibú erlendra banka á Íslandi sem hefðu haldið áfram starfsemi eins og ekkert hefði í skorist þegar íslensku bankarnir hrundu.
- Hefði ekki skollið á gjaldeyriskreppa sem stórskaðaði utanríkisviðskipti Íslendinga.
- Hefði þjóðarframleiðsla Íslendinga ekki minnkað um ca. 40% á fyrsta árinu eftir hrunið mælt í alþjóðlegum myntum. Líkast til frekar um 10% sem var hlutur bankanna í þjóðarframleiðslunni fyrir hrun.
- Hefði verðlag ekki hækkað um 40%.
- Hefðu gengistryggð og verðtryggð lán einstaklinga og fyrirtækja ekki hækkað um 30-100%.
- Hefðu Íslendingar ekki þurft að leggjast á hnén til að biðja AGS og nágrannaríki um gjaldeyrislán.
- Væru Íslendingar ekki að borga miljarðatugi ef ekki meira árlega í vexti af lánum til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.
- Hefði fjöldi fyrirtækja ekki orðið tæknilega og mörg raunverulega gjaldþrota vegna gengishrunsins.
- Mun færri hefðu misst vinnuna vegna þess að mun færri fyrirtæki hefðu orðið gjaldþrota.
Bankahrunið var mikið áfall fyrir efnahagslíf Íslendinga. Gjaldeyriskreppan sem fylgdi í kjölfarið og afleiðingar hennar ollu margfalt stærra áfalli, sérstaklega fyrir almenning.
Þess vegna er með ólíkindum að einhverjir skuli nú koma fram og lofa kosti krónunar við að takast á við áfallið sem var að miklu leyti tilkomið einmitt vegna krónunnar.
![]() |
Wolf segir krónuna reynast vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)