10.7.2010 | 19:39
VG vilja gefa íslenskum fyrirtækjum auðlindir, ekki útlendum
Miðað við fréttir af starfi sáttanefndar um fyrningarleið er helst að sjá að fulltrúi Vinstri grænna hafi tekið að sér að verja hagsmuni LÍÚ þegar þeir gengu úr nefndinni.
Áframhaldandi gjafakvótar til LÍÚ greifa, kosta ríkið 30-40 miljarða á hverju ári. VG finnst það kannski allt í lagi. ESB-andstæðingavinum VG í Sjálfstæðisflokknum finnst það líka allt í lagi.
Einu sinni stóð maður í þeirri trú að VG væru uppfullir af kreddum en þeir væri ekki beinlínis spilltir. Afstaða þeirra til gjafakvóta og fleiri mála bendir til þess að þeir séu ekki síður tilbúnir til að verja sérhagsmuni ef þeim sýnist svo.
Það er einnig svolítið skrýtið að sjá einbeitta ESB andstæðinga ganga svona langt í því að vernda EES samninginn. Það er ekki einu sinni þannig að verið sé að brjóta EES samninginn en það má segja að það sé kannski ekki í anda samningsins að fyrirtæki í ríkjum utan EES fari þessa leið til að komast í þennan geira. Skatttekjurnar lenda þó alltént í EES.
![]() |
Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |