Kranablaðamennska

Enn og aftur fer mbl.is inn á áróðurssíðu LÍÚ og endurbirtir gagnrýnislaust það sem LÍÚ fannst áhugaverðast af því sem fram kom á ráðstefnu um kvótamál. Er til of mikils mælst að Mogginn eða mbl.is mæti sjálfir á ráðstefnuna og segi frá einhverju öðru en því sem þóknast LÍÚ?

Ef Mogginn ætlar sér að halda einhverjum trúverðugleika í umfjöllun um sjávarútvegsmál verður að blaðið að gera betur en þetta.

Þar fyrir utan er nálgun prófessorsins á því hvað telst vera "góð" reynsla af kvótakerfum alveg úr takti við það sem flestum finnst, fyrir utan LÍÚ kvótagreifa.

Draumsýn prófessorsins um að láta menn með skammtímagróðasjónarmið síðan taka yfir fiskveiðistjórnun vekur upp óþægilegar minningar frá bankahruninu.


mbl.is Almennt góð reynsla af kvótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband