LÍÚ má ekki takast ætlunarverk sitt

"...Skuldahali útgerðarinnar kemur nýju bönkunum nákvæmlega ekkert við, ennþá. Helst er að sjá að baráttuaðferð LÍÚ byggi á því að ná skuldahalanum inn í nýju bankana sem gerir það erfitt að fyrna kvótana öðru vísi en að stórskaða rekstur þeirra..."

Þetta skrifaði ég í Morgunblaðið 21. júní síðastliðinn. Sjá alla greinina hér: http://www.uppbod.net/nei-við-fyrningu--mikið-tap-grein-í-mbl-.aspx

Ef þessi frétt Mbl. reynist vera rétt er ljóst að íslenska ríkið hefur orðið fyrir tugmiljarða ef ekki meiri skaða í þessum samningum um yfirfærslu útgerðarlána yfir í Nýja Landsbankann.

Mér finnst núna standa upp á stjórnvöld að mótmæla þessari frétt eða útskýra hvernig samningamönnum ríkisins líðst að semja út frá forsendum sem eru í andstöðu við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Fyrning gæti rýrt efnahag bankanna: NBI á mest undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband