Færsluflokkur: Bloggar
5.2.2007 | 09:03
Loftslagsskýrsla SÞ lituð af pólitík?
Í samantekt Fréttablaðsins í dag 5. feb. kom fram að deilur hefðu verið milli nefndarfulltrúa IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna sem var að gefa út samantekt um rannsóknir um loftslagsmál. Fram kom að Kínverjar hefðu ekki verið sáttir við harðort orðalag um hlýnun af mannavöldum og að þeir hefðu fengið í gegn breytingar.
Ef um raunverulegar og ótvíræðar vísindaniðurstöður er að ræða þarf ekki fundahöld og samningaviðræður um hvernig á að birta útdrátt úr þeim.
Þetta styður við gagnrýni sem IPCC nefndin hefur fengið fyrir að láta pólitík hafa áhrif á rannsóknir og birtingu niðurstaða þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 15:07
Íslenskur áliðnaður í Stern skýrslunni - rétttrúnaður
Mér þótti áhugaverð ábending Jakobs Björnssonar fyrrverandi orkumálastjóra um íslenskan áliðnað í Stern skýrslunni sem birtist sunnudaginn 7. janúar í Morgunblaðinu.
Ekki er að sjá annað en skýrsluhöfundar séu ánægðir með að álframleiðsla fari vaxandi á Íslandi. Sérstaklega eru þeir ánægðir með mengunarlausar og endurnýjanlegar orkulindir á Íslandi sem eru í vaxandi mæli nýttar í stað mengandi orkulinda í öðrum löndum.
Miðað við hvað þessi skýrsla fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum á Íslandi verður að teljast merkilegt að ekki var minnst á þennan kafla í skýrslunni, að minnsta kosti ekki í þeim fréttum sem ég sá. Getur verið að íslenskir fjölmiðlamenn hafi einfaldlega ekki lesið skýrsluna sem þeir voru að skrifa um?
Eða það sem verra er, þeir hafi lesið hana en ákveðið að minnast ekkert á þennan kafla þar sem innihaldið passaði illa inn í pólitískan rétttrúnað sem núna viðgengst á Íslandi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 14:23
Upphafsblogg
Kæru lesendur,
Í bloggi þessu ætla ég að skrifa um umhverfismál og loftslagsbreytingar meðal annars. Mér þykir umræðan stundum vera á villigötum og byggjast á söluvænlegum fjölmiðlafréttum en minna á staðreyndum.
Sjálfur er ég hlynntur skynsamlegri nýtingu náttúrauðlinda samhliða því að ganga vel um umhverfið.
Ég hef miklar efasemdir um að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum hafa valdið meginhluta þeirra hlýnunar sem á sér stað um þessar mundir. Miðað við það sem ég hef lesið mér til, er málið miklu flóknara en svo að hægt sé með nokkurri vissu að kenna aukinni losun koltvíildis um hlýnunina.
Finnur Hrafn Jónsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)