Svikið kosningaloforð og stríðsyfirlýsing

Hérna má sjá stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar. Reyndar er þessi stefna enn í gildi á heimasíðu flokksins. Ég minnist ekki svikins kosningaloforðs af þessum skala áður. Flokkurinn getur ekki annað en skipst upp í flokk lýðræðissinnaða hægrimanna og sérhagsmunagæsluflokk.

Hér er sérhagsmunagæsluelítan að lýsa yfir stríði gegn almenningi í landinu. Það á ekki bara að tefja fyrir að við fáum að skoða ESB valkostinn heldur á að fyrirbyggja að hann komi til greina mörg ár fram í tímann. Það er ekki fordæmi fyrir því að þjóð hafi dregið ESB umsókn til baka. Það er þekkt að umsóknir hafa lent í biðstöðu en þá er ekki verið að eyðileggja starf sem búið er að vinna.

Stefnan 30. apríl 2013

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband