Fyrningin er vandamál gömlu bankanna, ekki nýju bankanna!

Það er ekkert sem segir að nýju bankarnir þurfi að taka yfir þessi lán á fullu gengi. Léleg áhættustýring gömlu bankanna og erlendra lánardrottna þeirra á ekki að koma niður á íslenska ríkinu.
mbl.is „Hendið þessari hugmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

fylgdist þú ekki með í vetur? það er búið að færa öll innlán og útlán til nýju bankanna. það er ekkert valkvætt um að taka ekki þetta eða hitt. en þú ert ekki að fatta þetta samt. við fyrningu þá fara verða þessi útlán að engu. hvernig sem nýju bankarnir taka þetta yfir þá mun eigið fé þeirra rýrna um þessa upphæð.

ættir að skoða í kringum þig. þjóðnýtingarleið ríkisstjórnarinnar er nú þegar farin að skaða alla þá sem eiga í viðskiptum við sjávarútvegsfyrirtæki. öll verslun og þjónusta við sjávarútveg skaðast beint af gjaldþroti útvegsfyrirtækja. fyrirtækin halda að sér höndum núna því engin fjárfestir til framtíðar í því sem á að taka af þeim. 

Fannar frá Rifi, 4.6.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Fyrningaleiðin getur hæglega orðið vandamál allrar þjóðarinnar. Í þeim þremur plöggum Samfylkingarinnar sem ég hef lesið í gegnum varðandi þetta mál er ekkert að finna um útfærslu, t.d. kvóta sem lenda í eigu banka, kvóta í eigu byggðarlaga, hvað átt er við með "í ákveðinn tíma", hvort framsal er heimilt á leigutíma o.s.frv., o.s.frv.

Meðan ekki er svarað þessum tveimur grundvallarspurningum: Hvernig á að innkalla kvótann og Hvað á að koma í staðinn? verður "fyrningaleiðin" ekki annað en pólitískt slagorð. Því miður.

Haraldur Hansson, 4.6.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Það sjá líka allir að núverandi kerfi gengur alls ekki upp. Sjávarútvegurinn er í raun gjaldþrota og allar tekjur hans fara í að greiða niður erlenda vexti.  Hitt er  alveg rétt þeir eru ekki með neitt plan. 20 ára fyrning á veiðiheimildum sem er úthlutað til eins árs í senn! Þetta á að ná yfir a.m.k. 5 kjörtímabil og er í raun bara teoría.  Þeir hafa heldur ekki hugmynd um hvernig á að stjórna veiðunum. Ætla þeir að hafa kvóta og þvinga menn til að henda fiski?  Færeyingar skiptu um kerfi á einni nóttu og í dag eru þar allir ánægðir. Enginn þarf að henda fiski lengur. Skuldir útgerðarinnar sem voru miklar er aðeins brot af því sem útgerðin skuldar hér. Og Færeyingar styrkja Íslendinga.

Sigurður Þórðarson, 4.6.2009 kl. 16:46

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Fannar:

Fyrrverandi ríkisstjórn lýsti því yfir að stefnt væri að því að nýju bankarnir tækju yfir innlendan hluta rekstrar gömlu bankanna.

Ástæðan fyrir því að nýju bankarnir eru ekki ennþá komnir með efnahagsreikning er sú að eftir er að klára að semja um þetta mál við kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna. Ekkert liggur fyrir um það hver verður niðurstaða slíkra samninga eða hvort þeir takast yfirleitt.

Ekki er nema nokkrir dagar síðan að sagt var frá mikið skuldsettri útgerð á Grundarfirði í Mogganum. Meðal þess sem þar kom fram var að það stefndi í það að skuldir þess fyrirtækis (10 miljarðar) yrðu skildar eftir í gömlu bönkunum. Fyrirtækið var talið það skuldsett að ekki var talið að það gæti haldið áfram rekstri.

Finnur Hrafn Jónsson, 4.6.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Haraldur:

Ég get tekið undir það að erfitt er að meta ávinning af fyrningarleið fyrr en vitað er hvað kemur í staðinn. Rætt hefur verið um uppboð sem mér líst vel á en einnig um nýja úthlutun sem mér finnst vekja spurningar.

Ég hef sett fram tillögu um það hvernig mætti standa að kvótauppboðum á því sem búið væri að fyrna:

http://finnur.blog.is/blog/finnur/entry/886270/

Þessi tillaga hefur þá kosti að arðurinn af auðlindinni rennur til þjóðarinnar, brottkast hættir, aðgangur nýrra aðila inn í útgerð opnast og hagur landsbyggðar er betur tryggður með því að kvóta er skipt niður í uppboðspotta eftir landshlutum.

Finnur Hrafn Jónsson, 4.6.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Sigurður:

Ég er sammála því að núverandi kerfi gengur ekki upp. Einnig að æskilegra væri að fyrna kvótann hraðar t.d. á fimm árum í stað 20.

Tillaga mín sem gengur út á uppboð þar sem boðin er prósenta af verðmæti við löndun hefur þann kost að hvati til brottkasts hverfur.

Sjá hér: http://finnur.blog.is/blog/finnur/entry/886270/

Finnur Hrafn Jónsson, 4.6.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Finnur Hrafn: Ég las færsluna sem þú bendir á og get tekið undir margt. Andstaðan við fyrningaleiðina hlýtur að stafa af því að ekki er vitað hvað tekur við. Þar er ég sammála. Í því sem út hefur komið á prenti er ekkert marktækt um útfærslu.

Hugmyndin um að kvótagjald verði prósenta af aflaverðmæti er góð. Held samt að það útiloki ekki brottkast þar sem menn vilja koma með sem mest verðmæti að landi upp í þann kvóta sem fæst.

Hef líka séð fleiri ágætar hugmyndir, t.d. um að hægt verði að tryggja sér veiðirétt til 3-5 ára vegna skipulags við markaðsmál og að uppboð á kvóti geti verið í gangi allan ársins hring. Jafnvel vikulega vegna kvóta sem menn kynnu að vilja skila.

Með grein eins og þinni er boltinn gefinn upp fyrir málefnalega umfjöllun og ekki veitir af.

Haraldur Hansson, 4.6.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband