Meiri vatnsorka og kjarnorka, minni jarðefnabrennsla

Í nánari fréttum af IPCC skýrslunni sbr. Morgunblaðið í dag er hvatt til aukinnar nýtingar vatnsorku og kjarnorku en dregið verði úr nýtingu jarðefnaeldsneytis.

Ég bíð bara eftir því að sjá íslenska umhverfisverndarsinna styðja aukna nýtingu vatnsorku.

Einnig verður fróðlegt að sjá hvort vestrænir umhverfisverndarsinnar taki ekki upp stuðning við aukna nýtingu kjarnorku.

Loks verður verður áhugavert að sjá hvort Kínverjar eru tilbúnir að draga úr rafmagnsframleiðslu með kolaorkuverum. Þeir taka í notkun eitt slíkt núna í hverri viku.


mbl.is Ban Ki-moon hvetur til stefnumótunar í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Finnur.

Í þessu sambandi vil ég benda á nýja grein eftir Jakob Björnsson Það liggur víst á að virkja

Ágúst H Bjarnason, 5.5.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Takk fyrir ábendinguna, greinar Jakobs eru skýr rödd skynsemi gegn endalausu flóði af greinum byggðu á tilfinningum án tilrauna til rökhugsunar.

Finnur Hrafn Jónsson, 5.5.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er önnur vitræn grein. Greinin er í Der Spiegel og nefnist Veldur IPCC vísindunum skaða?, eða á ensku Is the IPCC Doing Harm to Science?

Greinin er á fjórum síðum og byrjar hér í enskri þýðingu:

http://www.spiegel.de/international/world/0,1518,480766,00.html

Ágúst H Bjarnason, 5.5.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þessi grein var fróðleg lesning um hversu mikið starf IPCC loftslagsnefndarinnar mótast af pólitík frekar en vísindum.

Lesa má út úr greininni að í IPCC sé fjöldi vísindamanna sem er gjörsamlega ófær um að greina á milli pólitískrar afstöðu og vísinda. 

Formaður nefndarinnar Pachauri ásakar efasemdarmenn um að líkjast Hitler. Það hlýtur að vera erfitt að halda uppi rökræðu við slíkan mann.

Finnur Hrafn Jónsson, 6.5.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband