Bankar séu örugg geymsla fyrir þýfi

Er eðlilegt að lögreglan geti farið inn á heimili fólks til að leita að þýfi en geti ekki leitað í bönkum?
mbl.is Vilja bankaleynd í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eðlilegt að stjórnvöld geti farið inn á heimili fólks? Það er ekkert minnst á lögregluna í fréttinni. Er þetta ekki svipað og ef ríkisskipuð nefnd hefði óheftan aðgang að heimilum þegnanna? Er það næsta skrefið?

Stjórnvöld eru sum mjög dugleg við að nota hræðslu, tortryggni og fáfræði almennings til að auka völd sín með afnámi persónuverndar og frelsis.

First they came for the Socialists, and I did not speak out--
Because I was not a Socialist.

Then they came for the Trade Unionists, and I did not speak out--
Because I was not a Trade Unionist.

Then they came for the Jews, and I did not speak out--
Because I was not a Jew.

Then they came for me--and there was no one left to speak for me.

SonK (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 10:18

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Lögreglan hefur ekki óheftan aðgang að heimilum fólks, hún þarf að hafa rökstuddan grun og dómsúrskurð til að fara inn.

Rökstuddur grunur og dómsúrskurður dugar ekki fyrir skattayfirvöld til að komast inn í bankana, a.m.k. ekki í Sviss.

Að sjálfsögðu þurfum við persónuvernd en hún má ekki ganga svo langt að hægt sé að fremja lögbrot í skjóli hennar.

Finnur Hrafn Jónsson, 5.6.2013 kl. 22:22

3 identicon

Lögreglan þarf ekki dómsúrskurð til leitar ef hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Hún má einnig leita án úrskurðar að manni sem á að handtaka ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan handtöku. Þannig að auðvelt er að komast hjá því að leita eftir dómsúrskurði.

Bankaleindin hefur verið gegnum aldirnar eina skjól ofsóttra minnihlutahópa fyrir eignir sínar. Algera bankaleindin í Sviss var komið á eftir að Gestapo reyndi að gera upptækar eignir gyðinga þar 1934. Og kom sér einnig vel fyrir ýmsa þegar Júgóslavía sprakk á seinni hluta síðustu aldar. Auðvitað var ólöglegt fyrir þetta fólk að koma eignum undan. Það er oft ekki mikill munur á lögregluaðgerðum, kúgun og ofsóknum. Pennastrik stjórnvalda og þú ert orðinn eignalaus glæpamaður.

Ef þú getur ekki framið lögbrot í skjóli persónuverndar þá ert þú kominn með myndavélar beintengdar til stjórnvalda í svefnherbergin. Ef allir eru alltaf undir stöðugu eftirliti þá er ekkert skjól til lögbrota.

Frelsi og persónuvernd kosta. Og ef þú ætlar að koma nær algerlega í veg fyrir lögbrot þá afnemurðu bæði.

Þegar kaþólska kirkjan var sem áköfust að elta uppi sindara og guðleysingja var talið betra að 10 saklausum væri fórnað en að einn sekur slippi. Mannskepnan hefur lítið breyst.

SonK (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 11:07

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Við losnum aldrei við spurninguna hver á að gæta varðanna?

Hins vegar til að geta lifað saman í samfélagi þurfum við að geta treyst einhverjum. Ef við gerum það ekki skiptir engu máli hver lögin eru. Ekki er heldur forsenda fyrir verðmæti peninga í banka nema traust sé til staðar í samfélaginu. Lögregla í vestrænum lýðræðisríkjum fer almennt mjög vel með það traust sem henni er sýnt.

Peningar í banka eru verðmæti vegna þess að samfélagið tekur peningana gilda sem greiðslu fyrir önnur verðmæti. Þetta sama samfélag hlýtur að hafa leyfi til þess að kanna hvort peninga var aflað með lögmætum hætti.

Tengingar til baka í Gestapo og ofsóknir gegn gyðingum þykja mér býsna langsóttar.

Finnur Hrafn Jónsson, 6.6.2013 kl. 20:40

5 identicon

Ég ætla að láta vera að telja upp löndin sem eiga hér í hópi flóttamanna fulltrúa kúgaðra og ofsóttra minnihlutahópa. Og þau lönd sem takmarka netaðgang til verndar þegnunum og banna starfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. En rétt minna á stórfelldar hleranir í Bandaríkjunum sem verið var að upplýsa og Guantanamo þar sem föngum er haldið án ákæru og dóms.

Gerum greinarmun á samfélagi og stjórnvöldum, þar er ekkert samasem merki á milli. Samfélag hefur ekki getu eða löngun þess að kanna hvort peninga var aflað með "lögmætum hætti". Það er hvöt sem stjórnvöld finna hjá sér þegar þau vilja komast yfir eitthvað sem er ekki þeirra eign. Þá verður það að eiga ólöglegt sama hvernig eignarinnar var aflað. Atlögur stjórnvalda að persónuverndinni eru merki um ótta stjórnvalda við þegnana og það samfélag sem þeir vilja. Þegar á þarf að halda þá vilja stjórnvöld vita allt um þig til að geta tekið allt frá þér.

Ég ætla að minna á að hlutverk lögreglu er fyrst og fremst að vernda stjórnvöld. Þetta kemur berlega í ljós þegar þegnarnir eru ósáttir við stjórnvöld. Hér á landi höfum við séð þetta í árásum lögreglu á verkfallsverði og mótmælendur. Nýlega þá sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers. Og hver man ekki eftir Falun Gong. Íslenska lögreglan vill núna fá "forvirkar rannsóknarheimildir" til að geta meðal annars komið í veg fyrir svona "ógnir við öryggi ríkisins". Bónusinn sem á að fá almenning til að kokgleypa því er að það hjálpar þeim að koma í veg fyrir að þú verðir forfallinn heróínfíkill. Fyrir það eigum við að samþykkja geðþótta hleranir og eftirlit lögreglu. Lögregla í vestrænum lýðræðisríkjum fer oft mjög illa með það traust sem henni er sýnt. Enda er það byggt á blekkingum og þeirri tálsýn að lögreglan sé til verndar almennings þegar hún er berlega undir stjórn annarra.

Allt er sagt gert til að vernda og bæta hag þegnanna. Fyrir um 15-16 árum síðan datt einhverjum snillingi í ríkisstjórn íslands í hug að stórbæta heilbrigðiskerfið með því að setja allar heilsufarsupplýsingar þegnanna á netið. Það var stoppað. "Forvirkar rannsóknarheimildir" og vopnuð lögregla eru sögð auka öryggi þitt. Og var ekki verið að ræða einhverskonar netlöggu okkur til verndar núna í vetur? Fyllist þú ekki öryggistilfinningu að vita hver baráttumál stjórnvalda eru?

The road to hell is paved with good intentions.

Það öryggi sem við erum að kaupa með því að fórna frelsi og persónuvernd, sem tekið hefur hundruð ára að öðlast, er falskt. Eftir sitjum við svo með sama öryggisleysið en höfum tapað frelsinu og persónuverndinni. Nýtt Sovét.

Takk fyrir og góða helgi.

SonK (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 23:37

6 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Í skoðanakönnunum mælist lögreglan sú stofnun sem nýtur mesta trausts meðal þjóðarinnar, venjulega um 80%. Að mínu mati hefur hún áunnið sér þetta traust verðskuldað með frábærum störfum sínum, ekki síst undanfarin ár.

Farðu til lands eins og Sómalíu til dæmis þar sem lög og regla er ekki til staðar en helst eru einhverjir stríðsherrar sem ráða með vopnavaldi. Þar sérðu hvernig ástand við myndum fá ef lögreglan næði ekki að vernda stjórnvöld. Ég held að þú myndir sakna íslensku lögreglunnar þá.

Ég hef einnig persónulega reynslu af lögreglu og dómskerfi í Asíuríki sem kenndi mér að meta betur löggæslu og dómskerfi sem við höfum hér.

Forvirkar rannsóknaheimildir á borð við þær sem tíðkast í nágrannalöndum eru nauðsynlegar til að ekki streymi hingað glæpahyski sem er að forðast löggæslu í nágrannalöndum sem hefur fleiri úrræði til að takast á við þá.

Að mínu mati er íslensk lögregla og dómskerfi að gegna hlutverki sínu vel þó þessar stofnanir séu ekki óskeikular frekar en önnur mannanna verk.

Finnur Hrafn Jónsson, 7.6.2013 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband